Bein útsending: Alþingi sett eftir langt hlé Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 13:02 Agnes M. Sigurðardóttir biskup og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á leið til Dómkirkju frá Alþingishúsinu á öðrum tímanum í dag. Vísir/Vilhelm Nýtt löggjafarþing verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfn klukkan 13:30 með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Vegna kórónuveirufaraldursins er aðeins örfáum gestum boðið til þingsetningar. Að guðþjónustu lokinni gengur forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir yfir í Þinghúsið þar sem þing verður sett. Fyrsta verk nýs þings verður að kjósa kjörbréfanefnd og að því loknu mun undirbúningskjörbréfanefndin, sem hefur verið að störfum undanfarnar vikur, birta greinargerðir sínar varðandi talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum sem fóru fram 25. september síðastliðinn. Að lokinni kosningu í kjörbréfanefnd verður þing rofið og mun það koma aftur saman á fimmtudag þar sem kjörbréfanefnd mun að öllum líkindum leggja tillögur undirbúningskjörbréfanefndar fyrir þingið. Samkvæmt heimildum fréttastofu felast tillögur undirbúningsnefndarinnar í tvennu, fyrst að samþykkja kjörbréf allra þingmanna nema þeirra sextán, sem annað hvort eru þingmenn í Norðvesturkjördæmi eða jöfnunarþingmenn. Miklar líkur eru þó taldar á að sú tillaga verði felld og þá verði lögð fram tillaga um að samþykkja öll 63 kjörbréfin. Hægt er að fylgjast með þingsetningu í spilaranum hér að neðan. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Þing kemur saman eftir óvenjulangt hlé Nýtt löggjafarþing kemur saman í dag, það 152. í röðinni, og hefst að vanda með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30, áður en gengið verður yfir í þinghúsið og þingið sett. 23. nóvember 2021 07:52 Allt of langt hlé og skaðlegt fyrir lýðræðið Lengsta hlé á störfum þingsins í rúma þrjá áratugi tekur enda á morgun. Stjórnarandstöðuþingmenn óttast afleiðingar svo langs hlés fyrir lýðræðið en eru langt í frá spenntir að takast á við fyrsta verkefni komandi þings - kjörbréfamálið. 22. nóvember 2021 22:01 Varaþingmaður VG í Norðvestur: „Er nokkuð annað en uppkosning í boði?“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, vill að Alþingi velji þá leið að halda uppkosningu í kjördæminu. Hún segir traust á framkvæmd kosninga verða að vera hafna yfir allan vafa. 21. nóvember 2021 22:07 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Vegna kórónuveirufaraldursins er aðeins örfáum gestum boðið til þingsetningar. Að guðþjónustu lokinni gengur forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir yfir í Þinghúsið þar sem þing verður sett. Fyrsta verk nýs þings verður að kjósa kjörbréfanefnd og að því loknu mun undirbúningskjörbréfanefndin, sem hefur verið að störfum undanfarnar vikur, birta greinargerðir sínar varðandi talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum sem fóru fram 25. september síðastliðinn. Að lokinni kosningu í kjörbréfanefnd verður þing rofið og mun það koma aftur saman á fimmtudag þar sem kjörbréfanefnd mun að öllum líkindum leggja tillögur undirbúningskjörbréfanefndar fyrir þingið. Samkvæmt heimildum fréttastofu felast tillögur undirbúningsnefndarinnar í tvennu, fyrst að samþykkja kjörbréf allra þingmanna nema þeirra sextán, sem annað hvort eru þingmenn í Norðvesturkjördæmi eða jöfnunarþingmenn. Miklar líkur eru þó taldar á að sú tillaga verði felld og þá verði lögð fram tillaga um að samþykkja öll 63 kjörbréfin. Hægt er að fylgjast með þingsetningu í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Þing kemur saman eftir óvenjulangt hlé Nýtt löggjafarþing kemur saman í dag, það 152. í röðinni, og hefst að vanda með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30, áður en gengið verður yfir í þinghúsið og þingið sett. 23. nóvember 2021 07:52 Allt of langt hlé og skaðlegt fyrir lýðræðið Lengsta hlé á störfum þingsins í rúma þrjá áratugi tekur enda á morgun. Stjórnarandstöðuþingmenn óttast afleiðingar svo langs hlés fyrir lýðræðið en eru langt í frá spenntir að takast á við fyrsta verkefni komandi þings - kjörbréfamálið. 22. nóvember 2021 22:01 Varaþingmaður VG í Norðvestur: „Er nokkuð annað en uppkosning í boði?“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, vill að Alþingi velji þá leið að halda uppkosningu í kjördæminu. Hún segir traust á framkvæmd kosninga verða að vera hafna yfir allan vafa. 21. nóvember 2021 22:07 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Þing kemur saman eftir óvenjulangt hlé Nýtt löggjafarþing kemur saman í dag, það 152. í röðinni, og hefst að vanda með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30, áður en gengið verður yfir í þinghúsið og þingið sett. 23. nóvember 2021 07:52
Allt of langt hlé og skaðlegt fyrir lýðræðið Lengsta hlé á störfum þingsins í rúma þrjá áratugi tekur enda á morgun. Stjórnarandstöðuþingmenn óttast afleiðingar svo langs hlés fyrir lýðræðið en eru langt í frá spenntir að takast á við fyrsta verkefni komandi þings - kjörbréfamálið. 22. nóvember 2021 22:01
Varaþingmaður VG í Norðvestur: „Er nokkuð annað en uppkosning í boði?“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, vill að Alþingi velji þá leið að halda uppkosningu í kjördæminu. Hún segir traust á framkvæmd kosninga verða að vera hafna yfir allan vafa. 21. nóvember 2021 22:07