Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Flokkur fólksins mynda meirihluta í undirbúningskjörbréfanefnd Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2021 11:47 Langur fundur var í undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis í gær sem skilar af sér greinargerð og mati á ágöllum kosninganna í Norvesturkjördæmi í dag. Vísir/Vilhelm Búist er við að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins myndi meirihluta í undirbúningskjörbréfanefnd um að leggja til að niðurstaða seinni talningar í kosningunum í Norðvesturkjördæmi verði látin gilda. Stjórnarflokkarnir verða því ekki samferða í málinu. Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag eftir eitt lengsta þinghlé síðari ára. Undirbúningskjörbréfanefnd birtir greinargerð sína vegna framkvæmdar kosninga í Norðvesturkjördæmi einnig í dag en reikna má með tveimur og jafnvel fleiri álitum frá nefndarfólki. Setning Alþingis hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30 en að henni lokinni mun Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setja þingið. Síðast liðinn laugardag voru átta vikur liðnar frá kosningum en þing skal koma saman innan tíu vikna frá kosningum. Hins vegar eru tæpar 19 vikur frá því þing kom síðast saman hinn 6. júlí og hefur ekki liðið svo langur tími milli þingfunda í um þrjátíu ár. Starfsaldursforseti Alþingis stýrir fyrsta fundi sem að þessu sinni er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Eina verkefni fundarins er að kjósa fulltrúa í hina formlegu kjörbréfanefnd sem tekur við greinargerð og ef til vill ólíkum álitum undirbúningskjöbréfanefndarinnar sem lýkur störfum í dag. Að því loknu verður þingfundi frestað. Þverpólitískur klofningur í nefndinni Samkvæmt heimildum fréttastofu fundar kjörbréfanefndin strax að loknum þingfundi og verður greinarerð undirbúningskjörbréfanefndarinnar með málsatvikalýsingu og mati á göllum við framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi birt að loknum fyrsta fundi nefndarinnar. Reiknað er með að flestir ef ekki allir nefndarmenn skrifi undir greinargerðina. Fulltrúar undirbúingskjörbréfanefndar fóru í tvígang til að kanna kjörgögn Norðvesturkjördæmis í Borgarnesi. Hér sjást þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Vilhjálmur Árnason og Hanna Katrín Friðriksson fylgjast með starfsmönnum Sýslumannsins á Vesturlandi og Alþingis fara yfir kjörgögn.Stöð 2/Arnar Hins vegar herma heimildir að búast megi við að minnsta kosti tveimur álitum frá annars vegar meirihuta nefndarinnar og hins vegar minnihluta og jafnvel fleiri en einu minnihlutaáliti. Þá verði meirihlutinn myndaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem leggi til að kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni seinni talningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. Þar með yrði Svandís Svavarsdóttir fulltrúi Vinstri grænna viðskila við fulltrúa hinna stjórnarflokkanna í nefndinni. Álit hennar og annarra skýrist væntanlega síðar í dag. Búist er við að kjörbréfanefnd ljúki störfum á fimmtudag og þá fari fram atkvæðagreiðsla um ólíkar tillögur eða álit. Ekki er víst samkvæmt heimildum fréttastofu að hreinar flokkslínur birtist í atkvæðagreiðslunni þannig að í raun er ómögulegt að spá fyrir um hver endanleg niðurstaða verður fyrr en að atkvæðagreiðslu lokinni. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þing kemur saman eftir óvenjulangt hlé Nýtt löggjafarþing kemur saman í dag, það 152. í röðinni, og hefst að vanda með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30, áður en gengið verður yfir í þinghúsið og þingið sett. 23. nóvember 2021 07:52 Undirbúningsnefnd skili af sér tillögum til kjörbréfanefndar á þriðjudag Undirbúningskjörbréfanefnd átti langan fund í dag en nú eru aðeins fimm dagar þar til Alþingi kemur saman til að leysa úr þeirri óvissu sem ríkir um útgáfu kjörbréfa þingmanna í Norðvesturkjördæmi. 18. nóvember 2021 22:22 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag eftir eitt lengsta þinghlé síðari ára. Undirbúningskjörbréfanefnd birtir greinargerð sína vegna framkvæmdar kosninga í Norðvesturkjördæmi einnig í dag en reikna má með tveimur og jafnvel fleiri álitum frá nefndarfólki. Setning Alþingis hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30 en að henni lokinni mun Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setja þingið. Síðast liðinn laugardag voru átta vikur liðnar frá kosningum en þing skal koma saman innan tíu vikna frá kosningum. Hins vegar eru tæpar 19 vikur frá því þing kom síðast saman hinn 6. júlí og hefur ekki liðið svo langur tími milli þingfunda í um þrjátíu ár. Starfsaldursforseti Alþingis stýrir fyrsta fundi sem að þessu sinni er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Eina verkefni fundarins er að kjósa fulltrúa í hina formlegu kjörbréfanefnd sem tekur við greinargerð og ef til vill ólíkum álitum undirbúningskjöbréfanefndarinnar sem lýkur störfum í dag. Að því loknu verður þingfundi frestað. Þverpólitískur klofningur í nefndinni Samkvæmt heimildum fréttastofu fundar kjörbréfanefndin strax að loknum þingfundi og verður greinarerð undirbúningskjörbréfanefndarinnar með málsatvikalýsingu og mati á göllum við framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi birt að loknum fyrsta fundi nefndarinnar. Reiknað er með að flestir ef ekki allir nefndarmenn skrifi undir greinargerðina. Fulltrúar undirbúingskjörbréfanefndar fóru í tvígang til að kanna kjörgögn Norðvesturkjördæmis í Borgarnesi. Hér sjást þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Vilhjálmur Árnason og Hanna Katrín Friðriksson fylgjast með starfsmönnum Sýslumannsins á Vesturlandi og Alþingis fara yfir kjörgögn.Stöð 2/Arnar Hins vegar herma heimildir að búast megi við að minnsta kosti tveimur álitum frá annars vegar meirihuta nefndarinnar og hins vegar minnihluta og jafnvel fleiri en einu minnihlutaáliti. Þá verði meirihlutinn myndaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem leggi til að kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni seinni talningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. Þar með yrði Svandís Svavarsdóttir fulltrúi Vinstri grænna viðskila við fulltrúa hinna stjórnarflokkanna í nefndinni. Álit hennar og annarra skýrist væntanlega síðar í dag. Búist er við að kjörbréfanefnd ljúki störfum á fimmtudag og þá fari fram atkvæðagreiðsla um ólíkar tillögur eða álit. Ekki er víst samkvæmt heimildum fréttastofu að hreinar flokkslínur birtist í atkvæðagreiðslunni þannig að í raun er ómögulegt að spá fyrir um hver endanleg niðurstaða verður fyrr en að atkvæðagreiðslu lokinni.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þing kemur saman eftir óvenjulangt hlé Nýtt löggjafarþing kemur saman í dag, það 152. í röðinni, og hefst að vanda með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30, áður en gengið verður yfir í þinghúsið og þingið sett. 23. nóvember 2021 07:52 Undirbúningsnefnd skili af sér tillögum til kjörbréfanefndar á þriðjudag Undirbúningskjörbréfanefnd átti langan fund í dag en nú eru aðeins fimm dagar þar til Alþingi kemur saman til að leysa úr þeirri óvissu sem ríkir um útgáfu kjörbréfa þingmanna í Norðvesturkjördæmi. 18. nóvember 2021 22:22 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Þing kemur saman eftir óvenjulangt hlé Nýtt löggjafarþing kemur saman í dag, það 152. í röðinni, og hefst að vanda með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30, áður en gengið verður yfir í þinghúsið og þingið sett. 23. nóvember 2021 07:52
Undirbúningsnefnd skili af sér tillögum til kjörbréfanefndar á þriðjudag Undirbúningskjörbréfanefnd átti langan fund í dag en nú eru aðeins fimm dagar þar til Alþingi kemur saman til að leysa úr þeirri óvissu sem ríkir um útgáfu kjörbréfa þingmanna í Norðvesturkjördæmi. 18. nóvember 2021 22:22