Alvarlegast hvernig staðið var að vörslu kjörgagna Eiður Þór Árnason skrifar 23. nóvember 2021 21:33 Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa og Landskjörstjórn funduðu saman í byrjun október. Vísir/Vilhelm Alvarlegasti annmarkinn á framkvæmd alþingiskosninga í Norðvesturkjördæmi þann 25. september lýtur að vörslu kjörgagna á meðan yfirkjörstjórn yfirgaf talningarstað daginn eftir kjördag. Þetta er niðurstaða undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa sem lauk störfum í gær. Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi gerði hlé á fundi sínum sunnudaginn 26. september klukkan 7:35 en yfir fimm klukkustundir liðu þangað til hún kom saman aftur um klukkan 13:00. Að sögn undirbúningsnefndarinnar liggur fyrir að á meðan voru kjörgögn geymd í opnum kössum í sal Hótel Borgarness þar sem ekki var læst að öllu leyti eða innsiglað og öryggismyndavélar náðu ekki til. „Jafnframt liggur fyrir að fjórir starfsmenn hótelsins höfðu aðgang að því svæði þar sem kjörgögnin voru geymd. Þá er ekki ljóst hvenær bakdyrum í talningarsal var læst. Loks liggur fyrir að þegar oddviti yfirkjörstjórnar mætti á talningarsvæðið kl. 11.59 var hann einn þar til næsti kjörstjórnarmaður kom kl. 12.35. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var starfsfólk hótelsins á sama tíma á ferðinni inn og út úr fremri sal. Sé þetta allt virt verður að telja að alvarlegur annmarki hafi verið á vörslu kjörgagnanna,“ segir í greinargerð nefndarinnar sem var birt á vef Alþingis í dag. Nefndin tekur ekki afstöðu til þess hvort ætla megi að þessi ágalli hafi haft áhrif á úrslit kosninganna og segir það koma í hlut kjörbréfanefndar að leggja fram tillögur um afgreiðslu kjörbréfa byggðar á máti á áhrifum fyrirliggjandi annmarka. Níu þingmenn voru skipaðir í kjörbréfanefnd í dag sem tekur við niðurstöðum undirbúningsnefndarinnar. Ekki sammála um hvaða áhrif ágallinn hefur Ólík sjónarmið komu fram innan hennar um það hvernig meta skuli áhrif annmarkans á úrslit kosninganna. Annars vegar hefur verið fullyrt að fyrir hendi séu nægar upplýsingar til að fullyrða að þessi annmarki hafi ekki haft áhrif á úrslit kosninganna og þau endurspegli þar með lýðræðislegan vilja kjósenda í Norðvesturkjördæmi. Er þá byggt á því að engar vísbendingar hafi komið fram um að átt hafi verið við kjörgögn. Hins vegar hefur það sjónarmið komið fram í nefndinni að ekki hafi tekist að sýna fram á að kjörgögn hafi verið varin á meðan yfirkjörstjórn var fjarverandi. Því sé fyrir hendi annmarki sem gæti hafa haft áhrif á úrslit kosninganna þar sem tölur breyttust milli talninga. Því sé ekki tryggt að úrslit kosninganna lýsi vilja kjósenda í kjördæminu. Loks er það sjónarmið að ekki hafi annað komið fram en að kjörgögnin hafi verið varin og því beri að mæla fyrir um endurtalningu atkvæða í þriðja sinn að gættum ákvæðum kosningalaga. Með því megi ráða bót á þeim annmörkum sem hafi verið til staðar milli fyrri og seinni talningar. Slæleg skráning í gerðabók kallaði á umfangsmeiri athugun Undirbúningsnefndin tiltekur sömuleiðis fleiri annmarka í greinargerð sinni. Til að mynda hafi verið ágallar á því hvernig yfirkjörstjórn brást við þegar í ljós kom að misbrestur var í flokkun atkvæða hjá C-lista Viðreisnar. Meðal annars hafi umboðsmenn átt að vera viðstaddir athugun yfirkjörstjórnar á níu atkvæðaseðlum merktum Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem flokkaðir voru með atkvæðum Viðreisnar. Þá er gerð athugasemd við færslu gerðabókar sem hafi ekki verið í samræmi við ákvæði laga um kosningar til Alþingis. „Að mati nefndarinnar hefur rannsókn hennar orðið umfangsmeiri en þörf hefði verið á ef jafnóðum hefðu verið skráð þau atvik sem vörðuðu framgang talningar atkvæða og ákvarðanir yfirkjörstjórnar þar að lútandi. Verður að telja þennan annmarka umtalsverðan.“ Almennt telur nefndin vera annmarka á viðveru umboðsmanna framboðslista. Á það til dæmis við þegar flokkun atkvæða hófst fyrir luktum dyrum, en samkvæmt bókun í gerðabók yfirkjörstjórnar má ráða að umboðsmenn voru fyrst viðstaddir talningu atkvæða eftir að kjörfundi lauk klukkan 22:00. Að sögn nefndarinnar verður ekki ráðið af gerðabók yfirkjörstjórnar um fjarveru þeirra umboðsmanna sem ekki voru viðstaddir talninguna og hvort reynt hafi á að tilnefndir væru aðrir í þeirra stað. Loks skorti á að gerð væri grein fyrir viðveru umboðsmanna er yfirkjörstjórn úrskurðaði um gildi ágreiningsseðla. Að mati undirbúningsnefndarinnar verður ekki komist að þeirri niðurstöðu að annmarkar á því hvernig brugðist var við flokkun atkvæða, færslu gerðabókar eða viðveru umboðsmanna hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Tengdar fréttir Vonast til að ný ríkisstjórn verði kynnt í næstu viku Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist sjá fyrir sér að hægt verði að kynna nýja ríkisstjórn í næstu viku, að því gefnu að tímaáætlun um afgreiðslu tillagna kjörbréfanefndar, um hvort staðfesta skuli kjörbréf þingmanna gefin út á grundvelli endurtalningar í Norðvesturkjördæmi, standist. 23. nóvember 2021 21:02 Meirihluti að myndast í kjörbréfanefnd en minnihlutinn vil ganga mislangt Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar í kjörbréfanefnd Alþingis telja tilefni til ógildingar Alþingiskosninganna í Norðvesturkjördæmi, og þar með uppkosningar, vegna ágalla á framkvæmd kosninganna. Fulltrúi Pírata í nefndinni gengur lengra og telur að kjósa eigi aftur á landinu öllu. 23. nóvember 2021 20:00 Meirihluti telur ekki forsendur til ógildingar kosninganna Formaður kjörbréfanefndar segir að meirihluti nefndarmanna telji ekki forsendur til að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi. Ekkert hafi komið fram um að gallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Fulltrúi Pírata skrifar ekki undir greinargerð undirbúningskjörnefndar sem rannsakaði málið. 23. nóvember 2021 16:07 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi gerði hlé á fundi sínum sunnudaginn 26. september klukkan 7:35 en yfir fimm klukkustundir liðu þangað til hún kom saman aftur um klukkan 13:00. Að sögn undirbúningsnefndarinnar liggur fyrir að á meðan voru kjörgögn geymd í opnum kössum í sal Hótel Borgarness þar sem ekki var læst að öllu leyti eða innsiglað og öryggismyndavélar náðu ekki til. „Jafnframt liggur fyrir að fjórir starfsmenn hótelsins höfðu aðgang að því svæði þar sem kjörgögnin voru geymd. Þá er ekki ljóst hvenær bakdyrum í talningarsal var læst. Loks liggur fyrir að þegar oddviti yfirkjörstjórnar mætti á talningarsvæðið kl. 11.59 var hann einn þar til næsti kjörstjórnarmaður kom kl. 12.35. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var starfsfólk hótelsins á sama tíma á ferðinni inn og út úr fremri sal. Sé þetta allt virt verður að telja að alvarlegur annmarki hafi verið á vörslu kjörgagnanna,“ segir í greinargerð nefndarinnar sem var birt á vef Alþingis í dag. Nefndin tekur ekki afstöðu til þess hvort ætla megi að þessi ágalli hafi haft áhrif á úrslit kosninganna og segir það koma í hlut kjörbréfanefndar að leggja fram tillögur um afgreiðslu kjörbréfa byggðar á máti á áhrifum fyrirliggjandi annmarka. Níu þingmenn voru skipaðir í kjörbréfanefnd í dag sem tekur við niðurstöðum undirbúningsnefndarinnar. Ekki sammála um hvaða áhrif ágallinn hefur Ólík sjónarmið komu fram innan hennar um það hvernig meta skuli áhrif annmarkans á úrslit kosninganna. Annars vegar hefur verið fullyrt að fyrir hendi séu nægar upplýsingar til að fullyrða að þessi annmarki hafi ekki haft áhrif á úrslit kosninganna og þau endurspegli þar með lýðræðislegan vilja kjósenda í Norðvesturkjördæmi. Er þá byggt á því að engar vísbendingar hafi komið fram um að átt hafi verið við kjörgögn. Hins vegar hefur það sjónarmið komið fram í nefndinni að ekki hafi tekist að sýna fram á að kjörgögn hafi verið varin á meðan yfirkjörstjórn var fjarverandi. Því sé fyrir hendi annmarki sem gæti hafa haft áhrif á úrslit kosninganna þar sem tölur breyttust milli talninga. Því sé ekki tryggt að úrslit kosninganna lýsi vilja kjósenda í kjördæminu. Loks er það sjónarmið að ekki hafi annað komið fram en að kjörgögnin hafi verið varin og því beri að mæla fyrir um endurtalningu atkvæða í þriðja sinn að gættum ákvæðum kosningalaga. Með því megi ráða bót á þeim annmörkum sem hafi verið til staðar milli fyrri og seinni talningar. Slæleg skráning í gerðabók kallaði á umfangsmeiri athugun Undirbúningsnefndin tiltekur sömuleiðis fleiri annmarka í greinargerð sinni. Til að mynda hafi verið ágallar á því hvernig yfirkjörstjórn brást við þegar í ljós kom að misbrestur var í flokkun atkvæða hjá C-lista Viðreisnar. Meðal annars hafi umboðsmenn átt að vera viðstaddir athugun yfirkjörstjórnar á níu atkvæðaseðlum merktum Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem flokkaðir voru með atkvæðum Viðreisnar. Þá er gerð athugasemd við færslu gerðabókar sem hafi ekki verið í samræmi við ákvæði laga um kosningar til Alþingis. „Að mati nefndarinnar hefur rannsókn hennar orðið umfangsmeiri en þörf hefði verið á ef jafnóðum hefðu verið skráð þau atvik sem vörðuðu framgang talningar atkvæða og ákvarðanir yfirkjörstjórnar þar að lútandi. Verður að telja þennan annmarka umtalsverðan.“ Almennt telur nefndin vera annmarka á viðveru umboðsmanna framboðslista. Á það til dæmis við þegar flokkun atkvæða hófst fyrir luktum dyrum, en samkvæmt bókun í gerðabók yfirkjörstjórnar má ráða að umboðsmenn voru fyrst viðstaddir talningu atkvæða eftir að kjörfundi lauk klukkan 22:00. Að sögn nefndarinnar verður ekki ráðið af gerðabók yfirkjörstjórnar um fjarveru þeirra umboðsmanna sem ekki voru viðstaddir talninguna og hvort reynt hafi á að tilnefndir væru aðrir í þeirra stað. Loks skorti á að gerð væri grein fyrir viðveru umboðsmanna er yfirkjörstjórn úrskurðaði um gildi ágreiningsseðla. Að mati undirbúningsnefndarinnar verður ekki komist að þeirri niðurstöðu að annmarkar á því hvernig brugðist var við flokkun atkvæða, færslu gerðabókar eða viðveru umboðsmanna hafi haft áhrif á úrslit kosninganna.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Tengdar fréttir Vonast til að ný ríkisstjórn verði kynnt í næstu viku Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist sjá fyrir sér að hægt verði að kynna nýja ríkisstjórn í næstu viku, að því gefnu að tímaáætlun um afgreiðslu tillagna kjörbréfanefndar, um hvort staðfesta skuli kjörbréf þingmanna gefin út á grundvelli endurtalningar í Norðvesturkjördæmi, standist. 23. nóvember 2021 21:02 Meirihluti að myndast í kjörbréfanefnd en minnihlutinn vil ganga mislangt Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar í kjörbréfanefnd Alþingis telja tilefni til ógildingar Alþingiskosninganna í Norðvesturkjördæmi, og þar með uppkosningar, vegna ágalla á framkvæmd kosninganna. Fulltrúi Pírata í nefndinni gengur lengra og telur að kjósa eigi aftur á landinu öllu. 23. nóvember 2021 20:00 Meirihluti telur ekki forsendur til ógildingar kosninganna Formaður kjörbréfanefndar segir að meirihluti nefndarmanna telji ekki forsendur til að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi. Ekkert hafi komið fram um að gallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Fulltrúi Pírata skrifar ekki undir greinargerð undirbúningskjörnefndar sem rannsakaði málið. 23. nóvember 2021 16:07 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Vonast til að ný ríkisstjórn verði kynnt í næstu viku Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist sjá fyrir sér að hægt verði að kynna nýja ríkisstjórn í næstu viku, að því gefnu að tímaáætlun um afgreiðslu tillagna kjörbréfanefndar, um hvort staðfesta skuli kjörbréf þingmanna gefin út á grundvelli endurtalningar í Norðvesturkjördæmi, standist. 23. nóvember 2021 21:02
Meirihluti að myndast í kjörbréfanefnd en minnihlutinn vil ganga mislangt Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar í kjörbréfanefnd Alþingis telja tilefni til ógildingar Alþingiskosninganna í Norðvesturkjördæmi, og þar með uppkosningar, vegna ágalla á framkvæmd kosninganna. Fulltrúi Pírata í nefndinni gengur lengra og telur að kjósa eigi aftur á landinu öllu. 23. nóvember 2021 20:00
Meirihluti telur ekki forsendur til ógildingar kosninganna Formaður kjörbréfanefndar segir að meirihluti nefndarmanna telji ekki forsendur til að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi. Ekkert hafi komið fram um að gallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Fulltrúi Pírata skrifar ekki undir greinargerð undirbúningskjörnefndar sem rannsakaði málið. 23. nóvember 2021 16:07