Líkir því að þjálfa Real Madrid við að keyra Ferrari bíl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2021 15:00 Carlo Ancelotti glottir á blaðamannafundi fyrir leik Real Madrid á móti Sheriff Tiraspol í Moldóvu. EPA-EFE/DUMITRU DORU Carlo Ancelotti er ekki á því að það sé erfitt starf að vera þjálfari Real Madrid liðsins og notaði sérstaka myndlíkingu til að sanna mál sitt. „Nei, það er ekki erfitt,“ sagði Ancelotti og hló. „Starf þjálfarans er flókið já. Ef þú ert í kappakstri þá er betra að keyra Ferrari en Fiat 500. Þannig líður mér núna hjá Real Madrdi,“ sagði Carlo Ancelotti þegar hann var spurður af þessu. @MrAncelotti, técnico del @realmadrid "Isco estaba caliente y entró, no hay ningún problema" "El vestuario está lleno de calidad, de personalidad y armonía" "¿Complicado entrenar al Madrid? Si tienes una carrera mejor un Ferrari que un 500" https://t.co/1DkfqKaDCH— Tiempo de Juego (@tjcope) November 23, 2021 Hinn 62 ára gamli Ancelotti sneri aftur til Real Madrid í haust en hann var einnig þjálfari liðsins frá 2013 til 2015. Áður en ítalski stjórinn kom til Madrid þá var hann stjóri Everton í ensku úrvalsdeildinni. Undir hans stjórn er Real Madrid að gera fína hluti en liðið er í efsta sæti spænsku deildarinnar og í efsta sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni. Real Madrid mætir Sheriff Tiraspol í Meistaradeildinni í kvöld og tryggir í sextán liða úrslitin með sigri. Eina tap Real Madrid í riðlinum kom hins vegar á heimavelli á móti liði Sheriff Tiraspol. „Allir þjálfarar finna fyrir pressu og það eru þjálfarar reknir í hverri viku. Það er hluti af okkar starfi. Ég hef núna ábyrgðina og spenninginn að vera að þjálfa stærsta félagið í heimi,“ sagði Ancelotti. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að stuðningsmenn Everton voru ekki ánægðir með að liði þeirra var óbeint líkt við Fiat bíl. "Finally, some honesty from Ancelotti! " #efc https://t.co/wB9dqFC3pg— Everton FC News (@LivEchoEFC) November 23, 2021 Ancelotti vann Meistaradeildina með Real Madrid þegar hann var síðast með liðið. Hann tók aftur við þegar Zinedine Zidane hætti óvænt eftir síðasta tímabil. Ancelotti hefur enn ekki unnið spænsku deildina sem þjálfari en hann vann ítölsku deildina með AC Milan, ensku deildina með Chelsea, frönsku deildina með Paris Saint Germain og þýsku deildina með Bayern München. Það væri því magnað ef hann nær því á þessu tímabili að vinna fimm stærstu deildir Evrópu. Leikur Sheriff Tiraspol og Real Madrid verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 klukkan 20.00 í kvöld en útsending hefst klukkan 19.50. Leikur Besiktas og Ajax verður sýndur á Stöð 2 Sport 3 klukkan 17.45, leikur Liverpool og Porto verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 og leikur Club Brugge og Leipzig verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20.00. Upphitun fyrir Meistaradeildarkvöldið hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 4 og Meistaradeildarmörkin verða síðan á dagská á Stöð 2 Sport 2 klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
„Nei, það er ekki erfitt,“ sagði Ancelotti og hló. „Starf þjálfarans er flókið já. Ef þú ert í kappakstri þá er betra að keyra Ferrari en Fiat 500. Þannig líður mér núna hjá Real Madrdi,“ sagði Carlo Ancelotti þegar hann var spurður af þessu. @MrAncelotti, técnico del @realmadrid "Isco estaba caliente y entró, no hay ningún problema" "El vestuario está lleno de calidad, de personalidad y armonía" "¿Complicado entrenar al Madrid? Si tienes una carrera mejor un Ferrari que un 500" https://t.co/1DkfqKaDCH— Tiempo de Juego (@tjcope) November 23, 2021 Hinn 62 ára gamli Ancelotti sneri aftur til Real Madrid í haust en hann var einnig þjálfari liðsins frá 2013 til 2015. Áður en ítalski stjórinn kom til Madrid þá var hann stjóri Everton í ensku úrvalsdeildinni. Undir hans stjórn er Real Madrid að gera fína hluti en liðið er í efsta sæti spænsku deildarinnar og í efsta sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni. Real Madrid mætir Sheriff Tiraspol í Meistaradeildinni í kvöld og tryggir í sextán liða úrslitin með sigri. Eina tap Real Madrid í riðlinum kom hins vegar á heimavelli á móti liði Sheriff Tiraspol. „Allir þjálfarar finna fyrir pressu og það eru þjálfarar reknir í hverri viku. Það er hluti af okkar starfi. Ég hef núna ábyrgðina og spenninginn að vera að þjálfa stærsta félagið í heimi,“ sagði Ancelotti. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að stuðningsmenn Everton voru ekki ánægðir með að liði þeirra var óbeint líkt við Fiat bíl. "Finally, some honesty from Ancelotti! " #efc https://t.co/wB9dqFC3pg— Everton FC News (@LivEchoEFC) November 23, 2021 Ancelotti vann Meistaradeildina með Real Madrid þegar hann var síðast með liðið. Hann tók aftur við þegar Zinedine Zidane hætti óvænt eftir síðasta tímabil. Ancelotti hefur enn ekki unnið spænsku deildina sem þjálfari en hann vann ítölsku deildina með AC Milan, ensku deildina með Chelsea, frönsku deildina með Paris Saint Germain og þýsku deildina með Bayern München. Það væri því magnað ef hann nær því á þessu tímabili að vinna fimm stærstu deildir Evrópu. Leikur Sheriff Tiraspol og Real Madrid verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 klukkan 20.00 í kvöld en útsending hefst klukkan 19.50. Leikur Besiktas og Ajax verður sýndur á Stöð 2 Sport 3 klukkan 17.45, leikur Liverpool og Porto verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 og leikur Club Brugge og Leipzig verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20.00. Upphitun fyrir Meistaradeildarkvöldið hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 4 og Meistaradeildarmörkin verða síðan á dagská á Stöð 2 Sport 2 klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira