Lögregla rannsakar sex andlát og mál fimm annarra sjúklinga á HSS Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2021 10:32 Lögregla rannsakar nú sex andlát auk mála fimm annarra sjúklinga, þar sem grunur leikur á um að þeir hafi verið settir í lífslokameðferð að nauðsynjalausu. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú andlát sex sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem hún telur mögulegt að hafi borið að með saknæmum hætti. Mál fimm annarra sjúklinga eru einnig í skoðun. Frá þessu greinir RÚV og vísar í úrskurð Héraðsdóms Reykjaness, þar sem fallist var á kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum um að tveir dómkvaddir matsmenn verði fengnir til að svara spurningum í tengslum við andlát eins sjúklings. Að því er fram kemur í úrskurðinum hafa tveir starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja réttarstöðu sakbornings; læknir og annar heilbrigðisstarfsmaður. Landsréttur staðfesti úrskurðinn í vikunni en honum segir meðal annars: „Lögreglustjóri segir að ætla megi að ef ætluð brot sönnuðust, myndu þau geta varðað fangelsisrefsingu. Af þessum sökum skipti miklu fyrir áframhaldandi rannsókn málsins að dómkvaddir verði matsmenn til að framkvæma sérfræðilega skoðun/rannsókn líkt og greini í kröfugerð svo unnt sé aðrannsaka málið nánar og upplýsa það. Þá telji lögreglustjóri jafnframt að ríkir almanna- og einkahagsmunir krefjist þess að mál þetta upplýsist.“ Þá kemur einnig fram að matsmennirnir eigi að leggja mat á dánarorsök umrædds sjúklings, hvort forsendur voru fyrir hendi til að hefja lífslokameðferð, hvort verklagi við hana var fylgt, hvort lyfjagjöf hafi verið eðlileg og hvort rétt hafi verið staðið að sjúkdómsgreiningu sjúklingsins. Báðir sakborningarnir eru sagðir hafa lagst gegn matsbeiðninni, meðal annars með tilliti til þess tjóns sem málið gæti valdið þeim. Í frétt RÚV segir að lögregla hafi undir höndum tvö álit óháðra sérfræðinga en annar þeirra hafi komist að þeirri niðurstöðu að læknirinn hafi sýnt alvarlega bresti í faglegri þekkingu sem hefði ógnað öryggi sjúklinga en hinn að vanræksla hefði átt sér stað í veitingu heilbrigðisþjónustu. Frétt RÚV. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Læknamistök á HSS Lögreglumál Heilbrigðismál Reykjanesbær Tengdar fréttir Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Frá þessu greinir RÚV og vísar í úrskurð Héraðsdóms Reykjaness, þar sem fallist var á kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum um að tveir dómkvaddir matsmenn verði fengnir til að svara spurningum í tengslum við andlát eins sjúklings. Að því er fram kemur í úrskurðinum hafa tveir starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja réttarstöðu sakbornings; læknir og annar heilbrigðisstarfsmaður. Landsréttur staðfesti úrskurðinn í vikunni en honum segir meðal annars: „Lögreglustjóri segir að ætla megi að ef ætluð brot sönnuðust, myndu þau geta varðað fangelsisrefsingu. Af þessum sökum skipti miklu fyrir áframhaldandi rannsókn málsins að dómkvaddir verði matsmenn til að framkvæma sérfræðilega skoðun/rannsókn líkt og greini í kröfugerð svo unnt sé aðrannsaka málið nánar og upplýsa það. Þá telji lögreglustjóri jafnframt að ríkir almanna- og einkahagsmunir krefjist þess að mál þetta upplýsist.“ Þá kemur einnig fram að matsmennirnir eigi að leggja mat á dánarorsök umrædds sjúklings, hvort forsendur voru fyrir hendi til að hefja lífslokameðferð, hvort verklagi við hana var fylgt, hvort lyfjagjöf hafi verið eðlileg og hvort rétt hafi verið staðið að sjúkdómsgreiningu sjúklingsins. Báðir sakborningarnir eru sagðir hafa lagst gegn matsbeiðninni, meðal annars með tilliti til þess tjóns sem málið gæti valdið þeim. Í frétt RÚV segir að lögregla hafi undir höndum tvö álit óháðra sérfræðinga en annar þeirra hafi komist að þeirri niðurstöðu að læknirinn hafi sýnt alvarlega bresti í faglegri þekkingu sem hefði ógnað öryggi sjúklinga en hinn að vanræksla hefði átt sér stað í veitingu heilbrigðisþjónustu. Frétt RÚV.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Læknamistök á HSS Lögreglumál Heilbrigðismál Reykjanesbær Tengdar fréttir Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35