Patrekur: Hef engar áhyggjur af markvörslunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2021 20:28 Þrátt fyrir takmarkaða markvörslu Stjörnunnar gegn ÍBV hefur Patrekur Jóhannesson, þjálfari Garðbæinga, ekki áhyggjur. vísir/Elín Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var mun sáttari með fyrri hálfleikinn en þann seinni gegn ÍBV í kvöld. Eyjamenn unnu leik liðanna í Mýrinni með fjögurra marka mun, 28-32. „Við byrjuðum í 5-1 vörn með Hrannar [Braga Eyjólfsson] fyrir framan. Við höfðum ekki mikinn tíma til að æfa það en mér fannst það ganga mjög vel,“ sagði Patrekur í samtali við Vísi eftir leik. „Í seinni hálfleik duttum við niður á hælana og það vantaði grunnatriðin sem þurfa að vera til staðar í handbolta. Að hreyfa sig aðeins meira og sýna útgeislun. Við vorum alltof of flatir í seinni hálfleik. Svo lentum við líka í vandræðum í sókninni. Hún var ekki nógu góð og við fleygðum boltanum í hendurnar á þeim.“ ÍBV skoraði tólf mörk eftir hraðaupphlaup eða í tómt mark Stjörnunnar í leiknum. Stjörnumenn spiluðu með sjö sóknarmenn á kafla í seinni hálfleik en án mikil árangurs. „Það gekk ekkert upp. Við komust ekki í gegn og þá þarf maður að prófa. Auðvitað er þetta áhætta en maður getur heldur ekki horft á liðið skorað tvö mörk á tíu mínútum eins og þetta var hjá okkur. Ég stend og fell með því. Í nokkrum leikjum í vetur höfum við spilað sjö gegn sex mjög vel en það gekk ekki upp í dag,“ sagði Patrekur. „Þetta var jafn leikur en Eyjamennirnir voru sterkari í seinni hálfleik.“ Markvarsla Stjörnunnar var ekki uppi á marga fiska í kvöld eins og svo oft áður í vetur. Þrátt fyrir það hefur Patrekur ekki áhyggjur af henni. „Nei, mér fannst Arnór [Freyr Stefánsson] fínn í fyrri hálfleik þegar vörnin vann vel. Í seinni hálfleik fékk ÍBV opin færi. Ég hef engar áhyggjur af markvörslunni. Ég er með þrjá virkilega góða markverði,“ sagði Patrekur að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - ÍBV 28-32 | Góður seinni hálfleikur skilaði Eyjamönnum sigri ÍBV jafnaði Val að stigum í 2. sæti Olís-deildar karla í handbolta með sigri á Stjörnunni, 28-32, í Garðabænum í kvöld. Stjörnumenn voru einu marki yfir í hálfleik, 16-15, en Eyjamenn voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik sem þeir unnu, 17-12. 24. nóvember 2021 20:05 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
„Við byrjuðum í 5-1 vörn með Hrannar [Braga Eyjólfsson] fyrir framan. Við höfðum ekki mikinn tíma til að æfa það en mér fannst það ganga mjög vel,“ sagði Patrekur í samtali við Vísi eftir leik. „Í seinni hálfleik duttum við niður á hælana og það vantaði grunnatriðin sem þurfa að vera til staðar í handbolta. Að hreyfa sig aðeins meira og sýna útgeislun. Við vorum alltof of flatir í seinni hálfleik. Svo lentum við líka í vandræðum í sókninni. Hún var ekki nógu góð og við fleygðum boltanum í hendurnar á þeim.“ ÍBV skoraði tólf mörk eftir hraðaupphlaup eða í tómt mark Stjörnunnar í leiknum. Stjörnumenn spiluðu með sjö sóknarmenn á kafla í seinni hálfleik en án mikil árangurs. „Það gekk ekkert upp. Við komust ekki í gegn og þá þarf maður að prófa. Auðvitað er þetta áhætta en maður getur heldur ekki horft á liðið skorað tvö mörk á tíu mínútum eins og þetta var hjá okkur. Ég stend og fell með því. Í nokkrum leikjum í vetur höfum við spilað sjö gegn sex mjög vel en það gekk ekki upp í dag,“ sagði Patrekur. „Þetta var jafn leikur en Eyjamennirnir voru sterkari í seinni hálfleik.“ Markvarsla Stjörnunnar var ekki uppi á marga fiska í kvöld eins og svo oft áður í vetur. Þrátt fyrir það hefur Patrekur ekki áhyggjur af henni. „Nei, mér fannst Arnór [Freyr Stefánsson] fínn í fyrri hálfleik þegar vörnin vann vel. Í seinni hálfleik fékk ÍBV opin færi. Ég hef engar áhyggjur af markvörslunni. Ég er með þrjá virkilega góða markverði,“ sagði Patrekur að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - ÍBV 28-32 | Góður seinni hálfleikur skilaði Eyjamönnum sigri ÍBV jafnaði Val að stigum í 2. sæti Olís-deildar karla í handbolta með sigri á Stjörnunni, 28-32, í Garðabænum í kvöld. Stjörnumenn voru einu marki yfir í hálfleik, 16-15, en Eyjamenn voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik sem þeir unnu, 17-12. 24. nóvember 2021 20:05 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - ÍBV 28-32 | Góður seinni hálfleikur skilaði Eyjamönnum sigri ÍBV jafnaði Val að stigum í 2. sæti Olís-deildar karla í handbolta með sigri á Stjörnunni, 28-32, í Garðabænum í kvöld. Stjörnumenn voru einu marki yfir í hálfleik, 16-15, en Eyjamenn voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik sem þeir unnu, 17-12. 24. nóvember 2021 20:05