Gagnrýnir farþegana í liði PSG og segir liðið eiga enga möguleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2021 12:32 Neymar og Lionel Messi ganga saman af velli eftir tapið á móti Manchester City í gær. AP/Scott Heppell Flest lið myndu eflaust gefa mikið fyrir að geta telft fram framlínutríóinu Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar. Þessir þrír standa þó í vegi fyrir möguleikum Paris Saint Germain að mati knattspyrnusérfræðings Sky Sports. Gamli Liverpool miðvörðurinn Jamie Carragher var nefnilega með sterka skoðun á framherjunum þremur eftir tap PSG á móti Manchester City í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Kylian Mbappe kom PSG reyndar í 1-0 í leiknum en mörk frá Raheem Sterling og Gabriel Jesus tryggði ensku meisturunum sigurinn í seinni hálfleik. Jamie Carragher hit the nail on the head last night during his damning analysis of PSG's superstar trio, they're becoming a problem! https://t.co/5tMGqBlbPR— SPORTbible (@sportbible) November 25, 2021 „Ég er á því að í dag geti lið ekki verið með farþega,“ sagði Jamie Carragher á CBS Sports. „Það eru fjögur lið sem mér finnst geta unnið Meistaradeildina og það eru Man City, Liverpool, Chelsea eða Bayern München. Það er enginn farþegi í þeim liðum,“ sagði Carragher. „Þetta PSG lið er með þrjá farþega í sínu liði og þessa vegna eiga þeir enga möguleika á því að vinna Meistaradeildina, alls enga,“ sagði Carragher. Hann er þá að tala um tríóið Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar. Carragher er sérstaklega ósáttur með Mbappe, sem er mun yngri en Messi, en sýnir engan vilja í að hlaupa til baka og hjálpa sínu liði í varnarleiknum. Really pleased to see @ManCity beat #PSG tonight as it showed no matter what superstars you have in your team you can t carry passengers defensively. PSG can t win #UCL with only 7 players defending! #MCIPSG— Jamie Carragher (@Carra23) November 24, 2021 „Ég verð pirraður að horfa á þetta og þá sérstaklega Mbappe. Ég get skilið það með Messi upp að ákveðnu marki af því að hann er 34 ára og þarf að spara sig fyrir ákveðin móment,“ sagði Carragher. „Ég tel samt að þeir geti ekki borið hann í mark og við skulum ekki gleyma því heldur að Barcelona hefur ekki unnið Meistaradeildina í langan tíma,“ sagði Carragher. „En Mbappe er enn bara 22 ára gamall og hann ætti að vera hlaupa til baka til að hjálpa liðsfélögum sínum á móti toppliði eins og Man. City. Þetta snýst um að þeir eru að labba um völlinn og það er ekki fyrr mig,“ sagði Carragher. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Gamli Liverpool miðvörðurinn Jamie Carragher var nefnilega með sterka skoðun á framherjunum þremur eftir tap PSG á móti Manchester City í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Kylian Mbappe kom PSG reyndar í 1-0 í leiknum en mörk frá Raheem Sterling og Gabriel Jesus tryggði ensku meisturunum sigurinn í seinni hálfleik. Jamie Carragher hit the nail on the head last night during his damning analysis of PSG's superstar trio, they're becoming a problem! https://t.co/5tMGqBlbPR— SPORTbible (@sportbible) November 25, 2021 „Ég er á því að í dag geti lið ekki verið með farþega,“ sagði Jamie Carragher á CBS Sports. „Það eru fjögur lið sem mér finnst geta unnið Meistaradeildina og það eru Man City, Liverpool, Chelsea eða Bayern München. Það er enginn farþegi í þeim liðum,“ sagði Carragher. „Þetta PSG lið er með þrjá farþega í sínu liði og þessa vegna eiga þeir enga möguleika á því að vinna Meistaradeildina, alls enga,“ sagði Carragher. Hann er þá að tala um tríóið Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar. Carragher er sérstaklega ósáttur með Mbappe, sem er mun yngri en Messi, en sýnir engan vilja í að hlaupa til baka og hjálpa sínu liði í varnarleiknum. Really pleased to see @ManCity beat #PSG tonight as it showed no matter what superstars you have in your team you can t carry passengers defensively. PSG can t win #UCL with only 7 players defending! #MCIPSG— Jamie Carragher (@Carra23) November 24, 2021 „Ég verð pirraður að horfa á þetta og þá sérstaklega Mbappe. Ég get skilið það með Messi upp að ákveðnu marki af því að hann er 34 ára og þarf að spara sig fyrir ákveðin móment,“ sagði Carragher. „Ég tel samt að þeir geti ekki borið hann í mark og við skulum ekki gleyma því heldur að Barcelona hefur ekki unnið Meistaradeildina í langan tíma,“ sagði Carragher. „En Mbappe er enn bara 22 ára gamall og hann ætti að vera hlaupa til baka til að hjálpa liðsfélögum sínum á móti toppliði eins og Man. City. Þetta snýst um að þeir eru að labba um völlinn og það er ekki fyrr mig,“ sagði Carragher.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti