Ekki allir sem mæta í bólusetningu þiggja sprautuna Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2021 14:48 Frá bólusetningu í Laugardalshöllinni. Vísir/Vilhelm Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fylgist með því hvort fólk sem mætir í Laugardalshöll í bólusetningu yfirgefi svæðið án þess að fá sprautu. Er fólki stundum fylgt á klósettið til að ganga úr skugga um að fólk láti sig ekki hverfa eftir að hafa skráð sig inn en áður en þau fá sprautu. Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur heyrt sama orðróm og borist hefur til fréttastofu að fólk mæti í bólusetningu, fái strikamerki en yfirgefi svo svæðið án þess að láta sprauta sig. „Ekki ef við tökum eftir því,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá HH. Vísir/Vilhelm Ragnheiður segist hafa fengið sambærilegar ábendingar fyrir skömmu og í kjölfarið hafi verið farið yfir verkferla til að tryggja að þetta eigi ekki að geta gerst. „Þetta á ekki að geta gerst en ef brotaviljinn er einbeittur þá er það hægt,“ segir Ragnheiður. „Þá er það verst fyrir viðkomandi. Hann er þá bara óvarinn.“ Enginn eigi að sleppa út óbólusettur Hún segir þó allt reynt til að koma í veg fyrir að fólk fari óbólusett út. „Það á enginn að sleppa hér í gegn óbólusettur.“ Meðal annars segir Ragnheiður að fólki hafi verið vísað aftur í sæti eftir klósettferðir og einnig hefur komið fyrir að kennitölur fólks sem hefur horfið á brott án sprautu hafi verið teknar niður og þau afskráð í kerfinu, þar sem þau hafi farið áður en þau voru bólusett. „Við reynum að passa upp á þetta eins og við getum,“ segir Ragnheiður. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Börnin bólusett í fyrsta lagi um áramótin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir metur nú hvort að boðið verði upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. 25. nóvember 2021 14:41 Getur enn brugðið til beggja vona þó bylgjan sé á hægri niðurleið Svo virðist sem fjórða bylgja kórónuveirunnar hér á landi sé á hægri niðurleið. Sóttvarnalæknir segir að enn geti þó brugðið til beggja vona. 24. nóvember 2021 12:12 „Frelsi til að sýkja aðra er rangsnúinn réttur“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti þingmenn til dáða er hann ávarpaði Alþingi við setningu þings í dag. Ræddi hann viðbrögð íslensk samfélags við kórónuveirufaraldrinum auk þess sem hann bað þingmenn að ræða kosti þess og galla að halda næstu Alþingiskosningar að hausti til. Þá sagðist hann vonast til þess að betur gengi nú að ráðast í umbætur á stjórnarskránni. 23. nóvember 2021 15:11 Sjö þúsund sprautur í dag og afganginum komið út Vel gekk að koma út þeim fjögur hundruð örvunarskömmtum Pfizer-bóluefnisins sem stóðu afgangs þegar heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu opnaði fyrir bólusetningar þeirra sem ekki höfðu fengið boðun í bólusetningu síðdegis í dag. 22. nóvember 2021 17:37 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur heyrt sama orðróm og borist hefur til fréttastofu að fólk mæti í bólusetningu, fái strikamerki en yfirgefi svo svæðið án þess að láta sprauta sig. „Ekki ef við tökum eftir því,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá HH. Vísir/Vilhelm Ragnheiður segist hafa fengið sambærilegar ábendingar fyrir skömmu og í kjölfarið hafi verið farið yfir verkferla til að tryggja að þetta eigi ekki að geta gerst. „Þetta á ekki að geta gerst en ef brotaviljinn er einbeittur þá er það hægt,“ segir Ragnheiður. „Þá er það verst fyrir viðkomandi. Hann er þá bara óvarinn.“ Enginn eigi að sleppa út óbólusettur Hún segir þó allt reynt til að koma í veg fyrir að fólk fari óbólusett út. „Það á enginn að sleppa hér í gegn óbólusettur.“ Meðal annars segir Ragnheiður að fólki hafi verið vísað aftur í sæti eftir klósettferðir og einnig hefur komið fyrir að kennitölur fólks sem hefur horfið á brott án sprautu hafi verið teknar niður og þau afskráð í kerfinu, þar sem þau hafi farið áður en þau voru bólusett. „Við reynum að passa upp á þetta eins og við getum,“ segir Ragnheiður.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Börnin bólusett í fyrsta lagi um áramótin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir metur nú hvort að boðið verði upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. 25. nóvember 2021 14:41 Getur enn brugðið til beggja vona þó bylgjan sé á hægri niðurleið Svo virðist sem fjórða bylgja kórónuveirunnar hér á landi sé á hægri niðurleið. Sóttvarnalæknir segir að enn geti þó brugðið til beggja vona. 24. nóvember 2021 12:12 „Frelsi til að sýkja aðra er rangsnúinn réttur“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti þingmenn til dáða er hann ávarpaði Alþingi við setningu þings í dag. Ræddi hann viðbrögð íslensk samfélags við kórónuveirufaraldrinum auk þess sem hann bað þingmenn að ræða kosti þess og galla að halda næstu Alþingiskosningar að hausti til. Þá sagðist hann vonast til þess að betur gengi nú að ráðast í umbætur á stjórnarskránni. 23. nóvember 2021 15:11 Sjö þúsund sprautur í dag og afganginum komið út Vel gekk að koma út þeim fjögur hundruð örvunarskömmtum Pfizer-bóluefnisins sem stóðu afgangs þegar heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu opnaði fyrir bólusetningar þeirra sem ekki höfðu fengið boðun í bólusetningu síðdegis í dag. 22. nóvember 2021 17:37 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Börnin bólusett í fyrsta lagi um áramótin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir metur nú hvort að boðið verði upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. 25. nóvember 2021 14:41
Getur enn brugðið til beggja vona þó bylgjan sé á hægri niðurleið Svo virðist sem fjórða bylgja kórónuveirunnar hér á landi sé á hægri niðurleið. Sóttvarnalæknir segir að enn geti þó brugðið til beggja vona. 24. nóvember 2021 12:12
„Frelsi til að sýkja aðra er rangsnúinn réttur“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti þingmenn til dáða er hann ávarpaði Alþingi við setningu þings í dag. Ræddi hann viðbrögð íslensk samfélags við kórónuveirufaraldrinum auk þess sem hann bað þingmenn að ræða kosti þess og galla að halda næstu Alþingiskosningar að hausti til. Þá sagðist hann vonast til þess að betur gengi nú að ráðast í umbætur á stjórnarskránni. 23. nóvember 2021 15:11
Sjö þúsund sprautur í dag og afganginum komið út Vel gekk að koma út þeim fjögur hundruð örvunarskömmtum Pfizer-bóluefnisins sem stóðu afgangs þegar heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu opnaði fyrir bólusetningar þeirra sem ekki höfðu fengið boðun í bólusetningu síðdegis í dag. 22. nóvember 2021 17:37