Í kvöld liggur fyrir hvort kosið verði aftur vegna annmarka í Norðvesturkjördæmi Eiður Þór Árnason og Heimir Már Pétursson skrifa 25. nóvember 2021 20:33 Kjörbréfamálið hefur verið til umræðu á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd. Meirihluti nefndarinnar telur ágallana hins vegar ekki hafa haft áhrif á úrslit kosninganna og því beri að staðfesta kjörbréf allra þingmanna. Allar líkur eru á því að niðurstaða fáist í málið í kvöld en atkvæðagreiðsla átti að hefjast klukkan 20. Þingfundi var síðar frestað til klukkan 21. Kosið er um þrjár tillögur sem lagðar hafa verið fyrir þingið. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem mynda meirihluta í kjörbréfanefnd leggja til að öll kjörbréf verði samþykkt. Píratar leggja til að engin kjörbréf verði samþykkt og kosningarnar þar með endurteknar á landsvísu. Loks er það tillaga Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingar, sem eiga sæti í nefndinni. Leggja þær til að kjörbréf í Norðvesturkjördæmi verði ekki samþykkt og því boðað til uppkosningar í kjördæminu. Uppfært klukkan 21:15: Tillaga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, var felld með 53 atkvæðum gegn sex. Fjórir greiddu ekki atkvæði. Tillaga Svandísar Svavarsdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur var felld með 42 atkvæðum gegn 16. Fjórir greiddu ekki atkvæði. Tillaga meirihluta kjörbréfanefndar var samþykkt með 42 atkvæðum og verða því öll 63 kjörbréf þingmanna staðfest. Lýðræðið eigi að njóta vafans Þórunn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að þær hafi lagt fram sína tillögu þar sem ekki væri hægt að útiloka að átt hafi verið við kjörgögnin í Norðvesturkjördæmi. „Við höfum ekki fengið staðfest að varsla kjörgagna hafi verið fullnægjandi og þá liggur það hjá stjórnvaldinu eins og fram hefur komið að sanna að allt sé í lagi. Það er ekki hægt og í því ljósi þá nýtur lýðræðið vafans og það þarf að fara fram uppkosning.“ Ekkert bendi til að ágallar hafi haft áhrif á niðurstöðu Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður kjörbréfanefndar, sagði að málið hafi fengið mikla skoðun og ekkert hafi komið fram sem gefi vísbendingar um að sá ágalli sem hafi verið á framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi hafi leitt til þeirrar niðurstöðu að atkvæðatölur hafi breyst milli fyrri og seinni talningar. „Við lítum svo á að samkvæmt 3. málsgrein 120. greinar [laga um kosningar til Alþingis] þá þurfi allavega að leiða líkum að því eða gera það sennilegt að tiltekni gallinn hafi haft þessi áhrif og við sjáum ekki að það sé samhengi þar á milli.“ Þórunn sagði í ræðustól Alþingis í dag að það væru uppsafnaðir ágallar á framkvæmd kosninganna sem gerði það að verkum að kjósendur ættu að njóta vafans. „Það eru fjöldamargir annmarkar og um það er ekki deilt í nefndinni og það kemur mjög skýrt fram í greinargerðinni og í álitum, en það sem ræður úrslitum er varsla kjörgagna og hvernig það lagðist fyrir nefndina,“ sagði Þórunn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ef Alþingi samþykkir tillögu meirihluta kjörbréfanefndar í kvöld má vænta þess að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna verði kynnt til leiks um helgina eða á mánudag og nýr stjórnarsáttmáli kynntur. Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir „Endurspeglar þetta hyldjúpa rugl í þessu máli að við séum með þrjár tölur“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir að þær tölur sem fram hafa komið við talningu, endurtalningu og yfirferð undirbúningskjörbréfanefndar á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi gefi tilefni til að hægt sé að efast um allt sem sé á borðinu í kjördæminu. 25. nóvember 2021 14:14 Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01 Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Meirihluti nefndarinnar telur ágallana hins vegar ekki hafa haft áhrif á úrslit kosninganna og því beri að staðfesta kjörbréf allra þingmanna. Allar líkur eru á því að niðurstaða fáist í málið í kvöld en atkvæðagreiðsla átti að hefjast klukkan 20. Þingfundi var síðar frestað til klukkan 21. Kosið er um þrjár tillögur sem lagðar hafa verið fyrir þingið. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem mynda meirihluta í kjörbréfanefnd leggja til að öll kjörbréf verði samþykkt. Píratar leggja til að engin kjörbréf verði samþykkt og kosningarnar þar með endurteknar á landsvísu. Loks er það tillaga Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingar, sem eiga sæti í nefndinni. Leggja þær til að kjörbréf í Norðvesturkjördæmi verði ekki samþykkt og því boðað til uppkosningar í kjördæminu. Uppfært klukkan 21:15: Tillaga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, var felld með 53 atkvæðum gegn sex. Fjórir greiddu ekki atkvæði. Tillaga Svandísar Svavarsdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur var felld með 42 atkvæðum gegn 16. Fjórir greiddu ekki atkvæði. Tillaga meirihluta kjörbréfanefndar var samþykkt með 42 atkvæðum og verða því öll 63 kjörbréf þingmanna staðfest. Lýðræðið eigi að njóta vafans Þórunn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að þær hafi lagt fram sína tillögu þar sem ekki væri hægt að útiloka að átt hafi verið við kjörgögnin í Norðvesturkjördæmi. „Við höfum ekki fengið staðfest að varsla kjörgagna hafi verið fullnægjandi og þá liggur það hjá stjórnvaldinu eins og fram hefur komið að sanna að allt sé í lagi. Það er ekki hægt og í því ljósi þá nýtur lýðræðið vafans og það þarf að fara fram uppkosning.“ Ekkert bendi til að ágallar hafi haft áhrif á niðurstöðu Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður kjörbréfanefndar, sagði að málið hafi fengið mikla skoðun og ekkert hafi komið fram sem gefi vísbendingar um að sá ágalli sem hafi verið á framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi hafi leitt til þeirrar niðurstöðu að atkvæðatölur hafi breyst milli fyrri og seinni talningar. „Við lítum svo á að samkvæmt 3. málsgrein 120. greinar [laga um kosningar til Alþingis] þá þurfi allavega að leiða líkum að því eða gera það sennilegt að tiltekni gallinn hafi haft þessi áhrif og við sjáum ekki að það sé samhengi þar á milli.“ Þórunn sagði í ræðustól Alþingis í dag að það væru uppsafnaðir ágallar á framkvæmd kosninganna sem gerði það að verkum að kjósendur ættu að njóta vafans. „Það eru fjöldamargir annmarkar og um það er ekki deilt í nefndinni og það kemur mjög skýrt fram í greinargerðinni og í álitum, en það sem ræður úrslitum er varsla kjörgagna og hvernig það lagðist fyrir nefndina,“ sagði Þórunn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ef Alþingi samþykkir tillögu meirihluta kjörbréfanefndar í kvöld má vænta þess að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna verði kynnt til leiks um helgina eða á mánudag og nýr stjórnarsáttmáli kynntur.
Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir „Endurspeglar þetta hyldjúpa rugl í þessu máli að við séum með þrjár tölur“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir að þær tölur sem fram hafa komið við talningu, endurtalningu og yfirferð undirbúningskjörbréfanefndar á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi gefi tilefni til að hægt sé að efast um allt sem sé á borðinu í kjördæminu. 25. nóvember 2021 14:14 Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01 Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Endurspeglar þetta hyldjúpa rugl í þessu máli að við séum með þrjár tölur“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir að þær tölur sem fram hafa komið við talningu, endurtalningu og yfirferð undirbúningskjörbréfanefndar á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi gefi tilefni til að hægt sé að efast um allt sem sé á borðinu í kjördæminu. 25. nóvember 2021 14:14
Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01
Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52