Glitský gleðja höfuðborgarbúa Kjartan Kjartansson skrifar 26. nóvember 2021 10:06 Glitský yfir Hengilsvæðinu séð frá Reykjavík um klukkan 9:30 föstudagsmorguninn 26. nóvember 2021. Vísir/Vilhelm Nokkur litskrúðug glitský sáust á austurhimni frá höfuðborginni í morgun. Ský af þessu tagi sjást helst um miðjan vetur við sólarupprás eða sólsetur. Skýin voru greinileg á annars heiðum morgunhimninum í átt að Hengilsvæðinu. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði myndunum sem fylgja fréttinni um klukkan hálf tíu í morgun. Glitský myndast þegar óvenjukalt er í heiðhvolfinu í um fimmtán til þrjátíu kílómetra hæð yfir yfirborði jarðar þegar hitastigið er um eða undir -70 til -90°C. Þau eru úr ískristöllum og sjást helst um miðjan vetur þegar sólin er við það að koma upp yfir sjóndeildarhringinn eða er nýfarin niður fyrir hann. Skýin eru litrík og greinileg á lofti því þau eru jafnan böðuð sólarljósi jafnvel þó að rökkvað eða aldimmt sé við jörð, að því er segir í grein um glitský á vef Veðurstofu Íslands. Litadýrðin skýrist af ískristöllunum sem beygja sólarljósið. Ólíkar bylgjulengdir ljóss beygjast mismikið. Sem dæmi er nefnt að blátt ljós beygist meira en rautt og því sjást litirnir hvor á sínum hluta glitskýs. Oft eru glitský hvít í miðjunni en jaðrarnir gulir, rauðir, grænir og bláir. Rauðir, gulir og grænir flekkir geta einnig myndast vegna þess að litirnir eru háðir stærðardreifingu agna í skýjunum. Enn meira áberandi glitský sáust yfir höfuðborgarsvæðinu 28. desember í fyrra sem vöktu mikla athygli borgarbúa. Glitský yfir Reykjavík föstudagsmorguninn 26. nóvember 2021.Vísir/Vilhelm Veður Tengdar fréttir Íslendingar agndofa yfir litadýrð á himnum Mikil litadýrð á himnum hefur vakið mikla athygli Íslendingar í morgunsárið. Svokölluð glitský hafa verið áberandi og hafa fjölmargir tekið myndir af þeim. Svo virðist sem glitský hafi sést víðsvegar um landið. 28. desember 2020 13:48 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Bjart og milt peysuveður Glittir í endurkomu sumarsins Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan Sjá meira
Skýin voru greinileg á annars heiðum morgunhimninum í átt að Hengilsvæðinu. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði myndunum sem fylgja fréttinni um klukkan hálf tíu í morgun. Glitský myndast þegar óvenjukalt er í heiðhvolfinu í um fimmtán til þrjátíu kílómetra hæð yfir yfirborði jarðar þegar hitastigið er um eða undir -70 til -90°C. Þau eru úr ískristöllum og sjást helst um miðjan vetur þegar sólin er við það að koma upp yfir sjóndeildarhringinn eða er nýfarin niður fyrir hann. Skýin eru litrík og greinileg á lofti því þau eru jafnan böðuð sólarljósi jafnvel þó að rökkvað eða aldimmt sé við jörð, að því er segir í grein um glitský á vef Veðurstofu Íslands. Litadýrðin skýrist af ískristöllunum sem beygja sólarljósið. Ólíkar bylgjulengdir ljóss beygjast mismikið. Sem dæmi er nefnt að blátt ljós beygist meira en rautt og því sjást litirnir hvor á sínum hluta glitskýs. Oft eru glitský hvít í miðjunni en jaðrarnir gulir, rauðir, grænir og bláir. Rauðir, gulir og grænir flekkir geta einnig myndast vegna þess að litirnir eru háðir stærðardreifingu agna í skýjunum. Enn meira áberandi glitský sáust yfir höfuðborgarsvæðinu 28. desember í fyrra sem vöktu mikla athygli borgarbúa. Glitský yfir Reykjavík föstudagsmorguninn 26. nóvember 2021.Vísir/Vilhelm
Veður Tengdar fréttir Íslendingar agndofa yfir litadýrð á himnum Mikil litadýrð á himnum hefur vakið mikla athygli Íslendingar í morgunsárið. Svokölluð glitský hafa verið áberandi og hafa fjölmargir tekið myndir af þeim. Svo virðist sem glitský hafi sést víðsvegar um landið. 28. desember 2020 13:48 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Bjart og milt peysuveður Glittir í endurkomu sumarsins Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan Sjá meira
Íslendingar agndofa yfir litadýrð á himnum Mikil litadýrð á himnum hefur vakið mikla athygli Íslendingar í morgunsárið. Svokölluð glitský hafa verið áberandi og hafa fjölmargir tekið myndir af þeim. Svo virðist sem glitský hafi sést víðsvegar um landið. 28. desember 2020 13:48
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent