Bubbi og Megas: „Ég gekk burt á sínum tíma“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2021 17:00 Bubbi Morthens og Megas. Vísir Bubbi Morthens, tónlistarmaður og skáld, segist hafa sagt skilið við Megas árið 1994. Á árum áður gáfu þeir út nokkur lög saman og þar á meðal lagið „Fatlafól“ og plötuna Bláir draumar en vangaveltur og sögusagnir um vinslit Bubba og Megasar hafa lengi verið á kreiki. Bergþóra Einarsdóttir hefur sakað Megas og annan mann um að hafa brotið á sér kynferðislega árið 2004 og skrifað lagið „Litla ljót“ um brotið. Það gerði hún í viðtali við Stundina. Í samtali við Vísi sagði hún að kominn væri tími til að Megas væri opinberaður. Í tísti sem hann birti við annað tíst um Megas og gerendameðvirkni í gær sagði Bubbi: „Ekki telja mig með gekk burt 1994.“ Svo í umræðum í Facebookfærslu Ingibjargar Kjartansdóttur, sem tók viðtalið við Bergþóru um ásökunina gegn Megasi, sagðist Bubbi trúa Bergþóru. Hann sagði einnig: „Ég gekk burt á sínum tíma og við hjónin og litum ekki um öxl það var ástæða fyrir því.“ Hann fer ekki nánar út í það hvað olli vinslitunum en Bubbi vildi ekki tjá sig nánar um ummæli sín í samtali við Vísi. Vildi ekkert segja við Auðunn Blöndal Bubbi hefur áður verið spurður um af hverju vinskapurinn slitnaði milli hans og Megasar. Í þáttunum Tónlistarmennirnir okkar sem sýndir voru í upphafi árs sagði Bubbi að þeir Megas væru ekki vinir lengur. Þeir hefðu verið mjög góðir vinir. Auðunn Blöndal, sem stýrði þáttunum, spurði Bubba hvort eitthvað hefði komið upp á en sagði: „Nei, ég held bara að menn einhvern veginn labbi í sitthvora áttina. Þetta gerist stundum. Myndir þú segja mér ef það væri eitthvað? spurði Auðunn Blöndal og fékk svarið: „Nei.“ Auðunn sagðist hafa grunað að svo væri og sagðist þá ekki ætla að ganga frekar á Bubba. Bubbi sagði að Auðunn gæti reynt það en hann myndi aldrei segja meira. Eins og stóri bróðir árið 2008 Árið 2007 gaf Megas út lagið „(Minnst tíu milljón) Flóabitanótt“. Þá var því haldið fram að í texta lagsins væri Megas að skjóta á Bubba en hann neitaði því reyndar sjálfur. Þá sagði Fréttablaðið frá því að margar sögur hefði verið á kreiki um ástæðu vinaslitanna. Í kjölfarið sagði Bubbi við Fréttablaðið að hann kannaðist ekki við að það andaði köldu milli hans og Megasar. „Ég lít á Magnús sem einn af mínum fjórum eldri bræðrum. Ég bara svaraði þessu þannig að ástin hún á sér mörg birtingarform,“ sagði Bubbi. Hann sagðist ekki hafa haft samband við Megas en vissi ekki til þess að vináttusamband þeirra hefði „sprungið“. Hann bæri mikla virðingu fyrir Megasi og hefði ekkert upp á hann að klaga. Fleiri spá í Megasi Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir frásögn Bergþóru hafa snert sig djúpt. Hún muni vel eftir glaðlyndri og hispurslausri stelpu en svo hafi skuggi komið yfir áru hennar. Hún segir að þegar betur sé að gáð fjalli nokkrir lagatextar Megasar um barnagirnd og kynferðislega misnotkun. „Ég skammast mín fyrir að hafa sett Megas á stall, þrátt fyrir að hafa vitað innst inni að margir textanna væru um ógeðfellt efni. Ég kafaði bara ekki svo djúpt, því ég var hrædd við það sem ég myndi finna,“ skrifaði Regína á Facebook í dag. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fjallaði sömuleiðis um Megas á Facebook í dag og sagði frá því að hún skrifaði Megasi opið bréf í Þjóðviljanum árið 1985. Þá hafði hún farið á tónleika með honum í Samkomuhúsinu í Garðinum. Hún sagði vonbrigði hennar með tónleikanna hafa rifjast upp við lestur um ásakanir Bergþóru. Í greininni frá 1985 sagði Oddný frá því að lokalag tónleikanna hefði fjallað um fjórtán ára stúlkur í fermingarkyrtlum sem verði að fá sér í hana. Hann hafi verið um stelpukrakka sem geti ekki á heilum sér tekið vegna greddu. „Megas, hvað varstu að reyna að segja okkur með þessu?“ spurði Oddný. Kynferðisofbeldi Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Bergþóra Einarsdóttir hefur sakað Megas og annan mann um að hafa brotið á sér kynferðislega árið 2004 og skrifað lagið „Litla ljót“ um brotið. Það gerði hún í viðtali við Stundina. Í samtali við Vísi sagði hún að kominn væri tími til að Megas væri opinberaður. Í tísti sem hann birti við annað tíst um Megas og gerendameðvirkni í gær sagði Bubbi: „Ekki telja mig með gekk burt 1994.“ Svo í umræðum í Facebookfærslu Ingibjargar Kjartansdóttur, sem tók viðtalið við Bergþóru um ásökunina gegn Megasi, sagðist Bubbi trúa Bergþóru. Hann sagði einnig: „Ég gekk burt á sínum tíma og við hjónin og litum ekki um öxl það var ástæða fyrir því.“ Hann fer ekki nánar út í það hvað olli vinslitunum en Bubbi vildi ekki tjá sig nánar um ummæli sín í samtali við Vísi. Vildi ekkert segja við Auðunn Blöndal Bubbi hefur áður verið spurður um af hverju vinskapurinn slitnaði milli hans og Megasar. Í þáttunum Tónlistarmennirnir okkar sem sýndir voru í upphafi árs sagði Bubbi að þeir Megas væru ekki vinir lengur. Þeir hefðu verið mjög góðir vinir. Auðunn Blöndal, sem stýrði þáttunum, spurði Bubba hvort eitthvað hefði komið upp á en sagði: „Nei, ég held bara að menn einhvern veginn labbi í sitthvora áttina. Þetta gerist stundum. Myndir þú segja mér ef það væri eitthvað? spurði Auðunn Blöndal og fékk svarið: „Nei.“ Auðunn sagðist hafa grunað að svo væri og sagðist þá ekki ætla að ganga frekar á Bubba. Bubbi sagði að Auðunn gæti reynt það en hann myndi aldrei segja meira. Eins og stóri bróðir árið 2008 Árið 2007 gaf Megas út lagið „(Minnst tíu milljón) Flóabitanótt“. Þá var því haldið fram að í texta lagsins væri Megas að skjóta á Bubba en hann neitaði því reyndar sjálfur. Þá sagði Fréttablaðið frá því að margar sögur hefði verið á kreiki um ástæðu vinaslitanna. Í kjölfarið sagði Bubbi við Fréttablaðið að hann kannaðist ekki við að það andaði köldu milli hans og Megasar. „Ég lít á Magnús sem einn af mínum fjórum eldri bræðrum. Ég bara svaraði þessu þannig að ástin hún á sér mörg birtingarform,“ sagði Bubbi. Hann sagðist ekki hafa haft samband við Megas en vissi ekki til þess að vináttusamband þeirra hefði „sprungið“. Hann bæri mikla virðingu fyrir Megasi og hefði ekkert upp á hann að klaga. Fleiri spá í Megasi Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir frásögn Bergþóru hafa snert sig djúpt. Hún muni vel eftir glaðlyndri og hispurslausri stelpu en svo hafi skuggi komið yfir áru hennar. Hún segir að þegar betur sé að gáð fjalli nokkrir lagatextar Megasar um barnagirnd og kynferðislega misnotkun. „Ég skammast mín fyrir að hafa sett Megas á stall, þrátt fyrir að hafa vitað innst inni að margir textanna væru um ógeðfellt efni. Ég kafaði bara ekki svo djúpt, því ég var hrædd við það sem ég myndi finna,“ skrifaði Regína á Facebook í dag. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fjallaði sömuleiðis um Megas á Facebook í dag og sagði frá því að hún skrifaði Megasi opið bréf í Þjóðviljanum árið 1985. Þá hafði hún farið á tónleika með honum í Samkomuhúsinu í Garðinum. Hún sagði vonbrigði hennar með tónleikanna hafa rifjast upp við lestur um ásakanir Bergþóru. Í greininni frá 1985 sagði Oddný frá því að lokalag tónleikanna hefði fjallað um fjórtán ára stúlkur í fermingarkyrtlum sem verði að fá sér í hana. Hann hafi verið um stelpukrakka sem geti ekki á heilum sér tekið vegna greddu. „Megas, hvað varstu að reyna að segja okkur með þessu?“ spurði Oddný.
Kynferðisofbeldi Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira