Kári Stefánsson og Hjálmar sameina krafta sína á einlægan og fallegan hátt Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2021 12:36 Youtube/Skjáskot af Kára Stefánssyni við myndbandið Hjálmar & Kári Stefánsson - Kona Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar býr yfir fallegri sköpunargleði en nýlega samdi hann ljóðið Kona í appelsínugulum kjól. Þorsteinn Einarsson meðlimur hljómsveitarinnar Hjálmar hefur nú samið lag við þetta ljóð Kára og birtist myndband við lagið á Youtube fyrr í dag. Er þetta myndband í svarthvítu af berskjölduðum Kára Stefánssyni og undir spilast þetta dásamlega lag sem hefur fengið nafnið Kona. Einlægni og tilfinningar Kára ná beint í gegn til áhorfandans í þessu hráa og kraftmikla myndbandi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=bk1QytlrKxQ">watch on YouTube</a> Kári Stefánsson missti ástina sína Valgerði Stefánsdóttur fyrr í mánuðinum en þau höfðu verið förunautar í 53 ár. Hann hefur birt nokkur ljóð til hennar á Facebook síðu sinni en sveitin Hjálmar ná að fanga þetta umrædda ljóð á listrænan hátt þar sem kærleikurinn skín í gegn. Þú ert enn þá ilmur blóma Enn þá sveipuð skærum ljóma Seiðandi bjartar sumarnætur Sem mér ávallt finnast lætur Að friðurinn sé hér Brot úr texta eftir Kára Stefánsson við lagið Kona Hjálmar hafa í gegnum tíðina unnið með fjöldanum öllum af listamönnum á borð við Prins Póló, Mugison, Jimi Tenor og Erlend Oye og eiga þeir mikið af lögum sem eru orðin að þjóðargersemum. Þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin vinnur með Kára en vonandi ekki það síðasta, þar sem þessir ólíku lífsins listamenn vinna óaðfinnanlega saman. Ástin og lífið Menning Ljóðlist Tengdar fréttir Valgerður Ólafsdóttir látin Valgerður Ólafsdóttir þroskasálfræðingur og framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna er látin 70 ára að aldri. Hún lætur eftir sig eiginmann, Kára Stefánsson lækni og forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. 12. nóvember 2021 14:06 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Þorsteinn Einarsson meðlimur hljómsveitarinnar Hjálmar hefur nú samið lag við þetta ljóð Kára og birtist myndband við lagið á Youtube fyrr í dag. Er þetta myndband í svarthvítu af berskjölduðum Kára Stefánssyni og undir spilast þetta dásamlega lag sem hefur fengið nafnið Kona. Einlægni og tilfinningar Kára ná beint í gegn til áhorfandans í þessu hráa og kraftmikla myndbandi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=bk1QytlrKxQ">watch on YouTube</a> Kári Stefánsson missti ástina sína Valgerði Stefánsdóttur fyrr í mánuðinum en þau höfðu verið förunautar í 53 ár. Hann hefur birt nokkur ljóð til hennar á Facebook síðu sinni en sveitin Hjálmar ná að fanga þetta umrædda ljóð á listrænan hátt þar sem kærleikurinn skín í gegn. Þú ert enn þá ilmur blóma Enn þá sveipuð skærum ljóma Seiðandi bjartar sumarnætur Sem mér ávallt finnast lætur Að friðurinn sé hér Brot úr texta eftir Kára Stefánsson við lagið Kona Hjálmar hafa í gegnum tíðina unnið með fjöldanum öllum af listamönnum á borð við Prins Póló, Mugison, Jimi Tenor og Erlend Oye og eiga þeir mikið af lögum sem eru orðin að þjóðargersemum. Þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin vinnur með Kára en vonandi ekki það síðasta, þar sem þessir ólíku lífsins listamenn vinna óaðfinnanlega saman.
Ástin og lífið Menning Ljóðlist Tengdar fréttir Valgerður Ólafsdóttir látin Valgerður Ólafsdóttir þroskasálfræðingur og framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna er látin 70 ára að aldri. Hún lætur eftir sig eiginmann, Kára Stefánsson lækni og forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. 12. nóvember 2021 14:06 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Valgerður Ólafsdóttir látin Valgerður Ólafsdóttir þroskasálfræðingur og framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna er látin 70 ára að aldri. Hún lætur eftir sig eiginmann, Kára Stefánsson lækni og forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. 12. nóvember 2021 14:06