Rúmlega sjö þúsund mættu í örvun í dag: „Þetta er allt að hafast hjá okkur“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. nóvember 2021 18:01 Bólusett var með bóluefni Moderna í dag. Vísir/Vilhelm Þriðja vika örvunarbólusetningarátaksis fór vel af stað í morgun en rúmlega sjö þúsund manns fengu þar þriðja skammtinn í dag. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn hafa gengið vel og að það hafi verið gaman að fá sjálfan sóttvarnalækni í sprautu. Það var strax fullt út úr dyrum þegar opnað var fyrir örvunarbólusetningar á nýjan leik klukkan tíu í morgun en bólusetningum lauk klukkan þrjú í dag og höfðu þá rúmlega sjö þúsund manns fengið þriðja skammtinn. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn hafa gengið mjög vel. „Það hefur gengið bara ljómandi vel í dag. Það komu til okkar um 7150 manns sem er bara nokkuð gott, þetta er í annað sinn sem við erum að slá þetta 7000 manna met, við slóum það líklegast fyrst einn daginn í viku eitt, þannig þetta er bara mjög góð aðsókn,“ segir Ragnheiður. Þórólfur Guðnason var meðal þeirra sem mættu í örvun í dag en sjálfur var hann fullbólusettur með AstraZeneca. Grínaðist hann þá með að hann væri að svíkja lit með því að fá örvunarskammt með Moderna. Ragnheiður segir gaman að fá sóttvarnalækni í bólusetningu. „Það er alltaf gaman og hann svona slær tóninn með því að koma til okkar,“ segir Ragnheiður. Mæting í örvunarbólusetningu hefur verið um 70 prósent undanfarnar tvær vikur en einnig hefur fólk nýtt sér opna bólusetningadaga á fimmtudögum og föstudögum. Þannig gætu fleiri hafa skilað sér í bólusetningu. Ragnheiður segist binda miklar vonir við mætingu næstu daga og hvetur alla sem geta að mæta þegar þeir fá boð. „Við vonum að gangurinn verði bara góður áfram hjá okkur þessa viku og svo næstu, sem er þá síðasta vikan. Það voru líklega um 23 þúsund manns sem fengu boð í þessari viku og svo eru heldur færri í næstu viku þannig þetta er allt svona að hafast hjá okkur,“ segir Ragnheiður. Þeir sem komast ekki á boðuðum tíma þurfa þó ekki að örvænta en allir sem hafa fengið boð eiga rétt á að mæta þegar verið er að bólusetja. Að því er kemur fram á covid.is hefur þátttaka í bólusetningu verið heldur góð en 82 prósent þeirra sem áttu að mæta í örvun fyrir nóvember hafa fengið sinn skammt og 66 prósent þeirra sem áttu að mæta í nóvember. Þá hafa einhverjir sem áttu að mæta í desember fengið að mæta fyrr þar sem 18 prósent þeirra fengið sinn skammt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Það var strax fullt út úr dyrum þegar opnað var fyrir örvunarbólusetningar á nýjan leik klukkan tíu í morgun en bólusetningum lauk klukkan þrjú í dag og höfðu þá rúmlega sjö þúsund manns fengið þriðja skammtinn. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn hafa gengið mjög vel. „Það hefur gengið bara ljómandi vel í dag. Það komu til okkar um 7150 manns sem er bara nokkuð gott, þetta er í annað sinn sem við erum að slá þetta 7000 manna met, við slóum það líklegast fyrst einn daginn í viku eitt, þannig þetta er bara mjög góð aðsókn,“ segir Ragnheiður. Þórólfur Guðnason var meðal þeirra sem mættu í örvun í dag en sjálfur var hann fullbólusettur með AstraZeneca. Grínaðist hann þá með að hann væri að svíkja lit með því að fá örvunarskammt með Moderna. Ragnheiður segir gaman að fá sóttvarnalækni í bólusetningu. „Það er alltaf gaman og hann svona slær tóninn með því að koma til okkar,“ segir Ragnheiður. Mæting í örvunarbólusetningu hefur verið um 70 prósent undanfarnar tvær vikur en einnig hefur fólk nýtt sér opna bólusetningadaga á fimmtudögum og föstudögum. Þannig gætu fleiri hafa skilað sér í bólusetningu. Ragnheiður segist binda miklar vonir við mætingu næstu daga og hvetur alla sem geta að mæta þegar þeir fá boð. „Við vonum að gangurinn verði bara góður áfram hjá okkur þessa viku og svo næstu, sem er þá síðasta vikan. Það voru líklega um 23 þúsund manns sem fengu boð í þessari viku og svo eru heldur færri í næstu viku þannig þetta er allt svona að hafast hjá okkur,“ segir Ragnheiður. Þeir sem komast ekki á boðuðum tíma þurfa þó ekki að örvænta en allir sem hafa fengið boð eiga rétt á að mæta þegar verið er að bólusetja. Að því er kemur fram á covid.is hefur þátttaka í bólusetningu verið heldur góð en 82 prósent þeirra sem áttu að mæta í örvun fyrir nóvember hafa fengið sinn skammt og 66 prósent þeirra sem áttu að mæta í nóvember. Þá hafa einhverjir sem áttu að mæta í desember fengið að mæta fyrr þar sem 18 prósent þeirra fengið sinn skammt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira