Bjarki skoraði sjö í sigri Lemgo | Kristján Örn markahæstur í naumu tapi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. nóvember 2021 19:39 Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk fyrir Lemgo í kvöld. Axel Heimken/picture alliance via Getty Images Það voru Íslendingar í eldlínunni í fjórum leikjum í Evrópubikarkeppni karla í handbolta í kvöld. Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk fyrir Lemgo í þriggja marka sigri gegn Chekhovskie Medvedi og Kristján Örn Kristjánsson skoraði einnig sjö mörk er PAUC Aix tapaði með tveimur mörkum gegn Sävehof. Mikið jafnræði var með liðunum er Bjarki Már og félagar hans í Lemgo tóku á móti rússneska liðinu Medvedi í B-riðli. Að loknum fyrri hálfleik var staðan jöfn, 16-16. Heimamenn sigldu hægt og rólega fram úr gestunum í seinni hálfleik og náðu mest fjögurra marka forskoti. Gestirnir áttu þó gott áhlaup og minnkuðu muninn niður í eitt mark í tvígang, en Bjarki og félagar unnu að lokum góðan þriggja marka sigur, 30-27. Lemgo er nú á toppi riðilsins með átta stig eftir fimm leiki, en Medvedi er enn án stiga á botni riðilsins ásamt Cocks. Die Punkte bleiben in Lemgo!4. Sieg um 5. Gruppenspiel!Stark, Jungs! 💪#tbvlemgolippe #ehfel #GemeinsamStark pic.twitter.com/sQdLIXhuIs— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) November 30, 2021 Kristján Örn Kristjánsson var markahæsti maður liðsins með sjö mörk er hann og félagar hans í PAUC Aix töpuðu með tveimur mörkum gegn Sävehof í C-riðli. Heimamenn í Sävehof höfðu yfirhöndina frá upphafi, en Kristján og félagar settu ágætis pressu á heimamenn í seinni hálfleik. Allt kom þó fyrir ekki og tveggja marka tap varð því niðurstaðan. Kristján og félagar sitja á botni C-riðils með eitt stig eftir fimm leiki, fimm stigum minna en Sävehof sem situr á toppnum. Þá skildu GOG og Nantes jöfn í A-riðli, 29-29, en Viktor Gísli Hallgrímsson var með 25 prósent markvörslu í liði GOG þann stutta tíma sem hann spilaði. Að lokum unnu Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans góðan fjögurra marka sigur gegn AEK Athens í D-riðli, 30-26, en liðin eru nú jöfn í fjórða og fimmta sæti með fjögur stig eftir fimm leiki. EHF-bikarinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Mikið jafnræði var með liðunum er Bjarki Már og félagar hans í Lemgo tóku á móti rússneska liðinu Medvedi í B-riðli. Að loknum fyrri hálfleik var staðan jöfn, 16-16. Heimamenn sigldu hægt og rólega fram úr gestunum í seinni hálfleik og náðu mest fjögurra marka forskoti. Gestirnir áttu þó gott áhlaup og minnkuðu muninn niður í eitt mark í tvígang, en Bjarki og félagar unnu að lokum góðan þriggja marka sigur, 30-27. Lemgo er nú á toppi riðilsins með átta stig eftir fimm leiki, en Medvedi er enn án stiga á botni riðilsins ásamt Cocks. Die Punkte bleiben in Lemgo!4. Sieg um 5. Gruppenspiel!Stark, Jungs! 💪#tbvlemgolippe #ehfel #GemeinsamStark pic.twitter.com/sQdLIXhuIs— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) November 30, 2021 Kristján Örn Kristjánsson var markahæsti maður liðsins með sjö mörk er hann og félagar hans í PAUC Aix töpuðu með tveimur mörkum gegn Sävehof í C-riðli. Heimamenn í Sävehof höfðu yfirhöndina frá upphafi, en Kristján og félagar settu ágætis pressu á heimamenn í seinni hálfleik. Allt kom þó fyrir ekki og tveggja marka tap varð því niðurstaðan. Kristján og félagar sitja á botni C-riðils með eitt stig eftir fimm leiki, fimm stigum minna en Sävehof sem situr á toppnum. Þá skildu GOG og Nantes jöfn í A-riðli, 29-29, en Viktor Gísli Hallgrímsson var með 25 prósent markvörslu í liði GOG þann stutta tíma sem hann spilaði. Að lokum unnu Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans góðan fjögurra marka sigur gegn AEK Athens í D-riðli, 30-26, en liðin eru nú jöfn í fjórða og fimmta sæti með fjögur stig eftir fimm leiki.
EHF-bikarinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira