Rauðvínspeningurinn fer í jólaskraut úr legókubbum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. desember 2021 15:31 Hjónin Jóhanna Stefánsdóttir og Björgvin Birgisson eru sannkallaðir legóunnendur. Vísir/Egill Hjón í Hafnarfirði hafa sett upp töfrandi jólaþorp úr legókubbum á heimili sínu, sjöunda árið í röð. Alltaf bætist í legósafn þeirra og fer stofan bráðum að verða of lítil undir þetta ótrúlega áhugamál þeirra. Þau Jóhanna Stefánsdóttir og Björgvin Birgisson eru sannkallaðir legóunnendur og hafa safnað ýmsum settum frá þessum heimsþekkta leikfangaframleiðanda í gegn um árin. Síðustu sjö ár hafa þau síðan sett upp jólaþorp úr legókubbum í stofunni sinni. Við fengum að kíkja við á heimili hjónanna og skoða þetta magnaða jólaskraut. „Við byrjuðum svona af einhverju ráði árið 2015. Svo hefur þetta smá undið upp á sig. Og í kóvídinu þá sprakk þetta bara alveg út,“ segir Jóhanna. Eruði saman í því að setja þetta allt upp? „Hún er meira í þessu en jú, jú ég hef gaman að þessu líka sko,“ svarar Björgvin. En krakkarnir? „Þeir eru meira svona í skipulagi og listrænir ráðunautar. Þeir koma með krítík þegar þetta gengur ekki alveg upp hjá manni. Reyndar finnst mér þeir fullraunsæir stundum,“ segir Jóhanna. Jóhanna og Björgvin kynntust fyrir tuttugu árum. Hún ber ábyrgð á jólaskreytingum heimilisins.vísir/egill LEGO framleiðir sérstaka jólaseríu og gefur út nýtt jólasett á hverju ári. Jóhanna og Björgvin eiga að sjálfsögðu alla legókassana úr jólaseríunni og hafa reyndar gengið enn lengra og komið fyrir ýmsu öðru efni í þorpinu. Stofan er þannig undirlögð af legókubbum og fer bráðum að vanta pláss fyrir næstu jólaútgáfur frá LEGO. „Við þurfum bara að stækka!“ segir Björgvin en Jóhanna er ekki kannski ekki alveg á sama máli: „ Það er nú allt matarborðið eftir og lyklaborðið. Þannig að við getum alveg bætt við... svo getum við alltaf fært sjónvarpið.“ Legójólaskrautið er farið að teygja sig út fyrir kommóðuna sem var upprunalega ætluð því. Ætli borðstofuborðið verði einnig orðið undirlagt á næsta ári?vísir/egill „Hann hélt ég væri geggjuð“ Hjónin geta ekki giskað á hve miklir fjármunir hafi farið í LEGO í gegn um tíðina þó þeir séu tvímælalaust talsverðir. „Við hættum að drekka fyrir 10 árum. Ég kalla þetta rauðvínspeninginn þannig að... En við eiginlega viljum ekkert vera að taka það mikið saman hvað er búið að fara í þetta,“ segir Jóhanna og hlær. Jóhanna er tvímælalaust meira jólabarn en Björgvin, sem viðurkennir þó að allt jólaskrautið sé nú dálítið huggulegt. LEGO gefur árlega út nýjan pakka undir jólalínu sinni sem heitir á ensku Winter Village. Hjónin eiga alla pakkana úr seríunni.vísir/egill „Það eru einhver tuttugu ár síðan við kynntumst og hann hélt ég væri geggjuð þegar hann sá niður í geymslu hjá mér í fyrsta sinn. Það voru einhverjir átta kassar af jólaskrauti. Honum fannst það dálítið mikið,“ segir Jóhanna. „Og þá var ekki legóið komið sko,“ bendir Björgvin á. „Þetta er mikill burður hjá mér fyrir jólin, að fara niður að ná í kassa.“ Það týnir enginn lyklum á þessu heimili í Hafnarfirði. Legókubbar eru festir við allar lyklakippur heimilisfólksins og þær hengdar beint upp á hillu við heimkomu sem búið er að festa á aðra legókubba.vísir/egill Jól Jólaskraut Hafnarfjörður Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Þau Jóhanna Stefánsdóttir og Björgvin Birgisson eru sannkallaðir legóunnendur og hafa safnað ýmsum settum frá þessum heimsþekkta leikfangaframleiðanda í gegn um árin. Síðustu sjö ár hafa þau síðan sett upp jólaþorp úr legókubbum í stofunni sinni. Við fengum að kíkja við á heimili hjónanna og skoða þetta magnaða jólaskraut. „Við byrjuðum svona af einhverju ráði árið 2015. Svo hefur þetta smá undið upp á sig. Og í kóvídinu þá sprakk þetta bara alveg út,“ segir Jóhanna. Eruði saman í því að setja þetta allt upp? „Hún er meira í þessu en jú, jú ég hef gaman að þessu líka sko,“ svarar Björgvin. En krakkarnir? „Þeir eru meira svona í skipulagi og listrænir ráðunautar. Þeir koma með krítík þegar þetta gengur ekki alveg upp hjá manni. Reyndar finnst mér þeir fullraunsæir stundum,“ segir Jóhanna. Jóhanna og Björgvin kynntust fyrir tuttugu árum. Hún ber ábyrgð á jólaskreytingum heimilisins.vísir/egill LEGO framleiðir sérstaka jólaseríu og gefur út nýtt jólasett á hverju ári. Jóhanna og Björgvin eiga að sjálfsögðu alla legókassana úr jólaseríunni og hafa reyndar gengið enn lengra og komið fyrir ýmsu öðru efni í þorpinu. Stofan er þannig undirlögð af legókubbum og fer bráðum að vanta pláss fyrir næstu jólaútgáfur frá LEGO. „Við þurfum bara að stækka!“ segir Björgvin en Jóhanna er ekki kannski ekki alveg á sama máli: „ Það er nú allt matarborðið eftir og lyklaborðið. Þannig að við getum alveg bætt við... svo getum við alltaf fært sjónvarpið.“ Legójólaskrautið er farið að teygja sig út fyrir kommóðuna sem var upprunalega ætluð því. Ætli borðstofuborðið verði einnig orðið undirlagt á næsta ári?vísir/egill „Hann hélt ég væri geggjuð“ Hjónin geta ekki giskað á hve miklir fjármunir hafi farið í LEGO í gegn um tíðina þó þeir séu tvímælalaust talsverðir. „Við hættum að drekka fyrir 10 árum. Ég kalla þetta rauðvínspeninginn þannig að... En við eiginlega viljum ekkert vera að taka það mikið saman hvað er búið að fara í þetta,“ segir Jóhanna og hlær. Jóhanna er tvímælalaust meira jólabarn en Björgvin, sem viðurkennir þó að allt jólaskrautið sé nú dálítið huggulegt. LEGO gefur árlega út nýjan pakka undir jólalínu sinni sem heitir á ensku Winter Village. Hjónin eiga alla pakkana úr seríunni.vísir/egill „Það eru einhver tuttugu ár síðan við kynntumst og hann hélt ég væri geggjuð þegar hann sá niður í geymslu hjá mér í fyrsta sinn. Það voru einhverjir átta kassar af jólaskrauti. Honum fannst það dálítið mikið,“ segir Jóhanna. „Og þá var ekki legóið komið sko,“ bendir Björgvin á. „Þetta er mikill burður hjá mér fyrir jólin, að fara niður að ná í kassa.“ Það týnir enginn lyklum á þessu heimili í Hafnarfirði. Legókubbar eru festir við allar lyklakippur heimilisfólksins og þær hengdar beint upp á hillu við heimkomu sem búið er að festa á aðra legókubba.vísir/egill
Jól Jólaskraut Hafnarfjörður Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira