Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 28-24 | Heimamenn eiga montréttinn og toppsætið Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 1. desember 2021 21:05 Ásbjörn Friðriksson var frábær í kvöld. vísir/vilhelm Nágrannarnir FH og Haukar mættust í Kaplakrika í kvöld í leik sem réði því hvort jólin yrðu hvít eða rauð í Hafnafirði þar sem toppsæti Olís-deildar karla var í boði. FH-ingar unnu öruggan fjögurra marka sigur og tylltu sér þar með á topp deildarinnar. Bæði liðin byrjuðu af krafti enda um stórleik að ræða og var jafnræði með liðunum á fyrstu mínútum leiksins. Staðan þegar tæplega stundarfjórðungur var liðin af leiknum var staðan 8-8. Þá tekur Phil Döhler, markmaður FH nokkrar mikilvægar vörslur og FH-ingar ná að koma sér í tveggja marka forystu um stund. Gytis Smantauskas, leikmaður FH fékk beint rautt spjald þegar að rúmlega 20 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Hann gefur þá Atla Má Bárusyni olnboga skot að tilefnislausu og því ekki spurning um litinn á spjaldinu. Haukar náðu að jafna leikinn um stund rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en þá gáfu FH-ingar í og komu sér aftur í tveggja marka forystu. Staðan því 16-14 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. FH-ingar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og lét forystuna ekki af hendi. Þrátt fyrir að Haukar hafi náð að jafna leikinn þá var það eins og olía á eldinn fyrir FH-inga. Þegar stundarfjórðungur var eftir að leiknum var staðan 21-19. Haukar tóku kafla þar sem þeir skoruðu ekki í um 12 mínútur. Phil Döhler gjörsamlega lokaði sjoppunni, sama hver skaut var það varið. Lokatölur 28-24 og jólin því hvít í Firðinum þetta árið. Afhverju vann FH? FH-ingarnir voru klókir í þessum leik. Það var miklu meiri stemmning í liðinu. Varnarleikurinn þeirra var mjög góður og þá sérstaklega í seinni hálfleik svo voru þeir fljótir að keyra í hraðaupphlaup. Hverjir stóðu upp úr? Hjá FH var það Phil Döhler markmaður sem átti rosalegan leik. Hann var með 20 varða boltam 47% markvörslu og það á móti Haukum. Ásbjörn Friðriksson skoraði 10 mörk og Egill Magnússon 7 mörk. Ekki má gleyma Ísaki Rafnssyni sem kom inn í vörn FH-inga undir lokin og þétti hana. Hjá Haukum var það Brynjólfur Snær Brynjólfsson akvæðamestur með 5 mörk. Aron Rafn Eðvarðsson var góður í marki Hauka með 16 bolta varða 37% markvörslu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Hauka gegnum gangandi var fínn en samt ekki nógu góður til þess að koma boltanum gengum vörn FH-inga og Phil Döhler. Þessi 12 mínútna kafli það sem þeir skora ekki mark var dýrkeyptur og tapaðist leikurinn á honum. Hvað gerist næst? Haukar eiga leik á laugardaginn í Evrópukeppninni þar sem þeir taka á móti Focsani frá Rúmeníu kl 16:00. FH-ingar eiga næst leik í deildinni 10. desember, þá fá þeir Selfyssinga í heimsókn. Aron Kristjánsson: Ég er bara alls ekki ánægður Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka var ekki sáttur með tapið gegn FH í kvöldVísir: Bára Aron Kristjánsson, þjálfari Haukar í handbolta var alls ekki ánægður með frammistöðu sinna manna þegar þeir töpuðu á móti FH í Hafnarfjarðarslagnum í kvöld. „Ég er bara alls ekki ánægður. Fyrri hálfleikurinn vorum við að gera aðeins of mörg mistök varnarlega í því sem við ætluðum að gera. Þegar við náðum að leysa hlutina varnarlega eins og við vildum gera var það farið að ganga en svo var miskilningur og þá skoruðu þeir nokkur auðveld mörk. Það var pirrandi. En í seinni hálfleik áttum við í gífurlegum erfiðleikum með að skora á vel spilandi Phil Döhler.“ Í fyrri hálfleik vantaði upp á varnarleikinn sagði Aron í viðtali eftir leik en í seinni hálfleik varð það sóknarleikurinn sem varð Haukum að falli. „Mér fannst í fyrri hálfleik að við hefðum getað náð aðeins meiri einbeitingu í stöðum varnalega. Í seinni hálfleik fannst mér þetta nýtingin á færunum og þegar hann fer að ná yfirhöndinni í markinu á okkur, að við látum það ekki fara í okkur. Við þurftum að halda áfram að halda aganum sóknarlega, leita að færunum. Við skorum ekki nema 10 í seinni en þeir skora 12. Varnarleikurinn var góður í seinni. Sóknarlega var þetta ekki gott í seinni.“ Er Evrópuþreyta í strákunum? „Við höfum verið að spila þétt undanfarið það er ekki það. Auðvitað hefur það eitthvað að segja. Þetta er bara Haukar - FH og við erum í Evrópukeppni og það er skemmtilegt. Það er gaman að spila meira en að æfa meira. Þetta er bara prógrammið sem við erum í og það er enginn afsökun.“ Haukar spila Evrópuleik á laugardaginn og er markmiðið að komast áfram þar áður en farið verður að huga að næsta deildarleik. „Við eigum Focsani á laugardaginn og markmiðið er að komast áfram þar. Svo er það sóknarleikurinn sem við þurfum að skerpa á.“ Olís-deild karla FH Haukar Tengdar fréttir Sigursteinn Arndal: Vilja ekki allir hvít jól? Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta var ánægður með sigur og að taka fyrsta sætið af nágrönnum sínum í Haukum er liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld, lokatölur 28-24. „Mér líður frábærlega, vilja ekki allir hvít jól?“, sagði Sigursteinn eftir leikinn. 1. desember 2021 21:55
Nágrannarnir FH og Haukar mættust í Kaplakrika í kvöld í leik sem réði því hvort jólin yrðu hvít eða rauð í Hafnafirði þar sem toppsæti Olís-deildar karla var í boði. FH-ingar unnu öruggan fjögurra marka sigur og tylltu sér þar með á topp deildarinnar. Bæði liðin byrjuðu af krafti enda um stórleik að ræða og var jafnræði með liðunum á fyrstu mínútum leiksins. Staðan þegar tæplega stundarfjórðungur var liðin af leiknum var staðan 8-8. Þá tekur Phil Döhler, markmaður FH nokkrar mikilvægar vörslur og FH-ingar ná að koma sér í tveggja marka forystu um stund. Gytis Smantauskas, leikmaður FH fékk beint rautt spjald þegar að rúmlega 20 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Hann gefur þá Atla Má Bárusyni olnboga skot að tilefnislausu og því ekki spurning um litinn á spjaldinu. Haukar náðu að jafna leikinn um stund rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en þá gáfu FH-ingar í og komu sér aftur í tveggja marka forystu. Staðan því 16-14 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. FH-ingar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og lét forystuna ekki af hendi. Þrátt fyrir að Haukar hafi náð að jafna leikinn þá var það eins og olía á eldinn fyrir FH-inga. Þegar stundarfjórðungur var eftir að leiknum var staðan 21-19. Haukar tóku kafla þar sem þeir skoruðu ekki í um 12 mínútur. Phil Döhler gjörsamlega lokaði sjoppunni, sama hver skaut var það varið. Lokatölur 28-24 og jólin því hvít í Firðinum þetta árið. Afhverju vann FH? FH-ingarnir voru klókir í þessum leik. Það var miklu meiri stemmning í liðinu. Varnarleikurinn þeirra var mjög góður og þá sérstaklega í seinni hálfleik svo voru þeir fljótir að keyra í hraðaupphlaup. Hverjir stóðu upp úr? Hjá FH var það Phil Döhler markmaður sem átti rosalegan leik. Hann var með 20 varða boltam 47% markvörslu og það á móti Haukum. Ásbjörn Friðriksson skoraði 10 mörk og Egill Magnússon 7 mörk. Ekki má gleyma Ísaki Rafnssyni sem kom inn í vörn FH-inga undir lokin og þétti hana. Hjá Haukum var það Brynjólfur Snær Brynjólfsson akvæðamestur með 5 mörk. Aron Rafn Eðvarðsson var góður í marki Hauka með 16 bolta varða 37% markvörslu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Hauka gegnum gangandi var fínn en samt ekki nógu góður til þess að koma boltanum gengum vörn FH-inga og Phil Döhler. Þessi 12 mínútna kafli það sem þeir skora ekki mark var dýrkeyptur og tapaðist leikurinn á honum. Hvað gerist næst? Haukar eiga leik á laugardaginn í Evrópukeppninni þar sem þeir taka á móti Focsani frá Rúmeníu kl 16:00. FH-ingar eiga næst leik í deildinni 10. desember, þá fá þeir Selfyssinga í heimsókn. Aron Kristjánsson: Ég er bara alls ekki ánægður Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka var ekki sáttur með tapið gegn FH í kvöldVísir: Bára Aron Kristjánsson, þjálfari Haukar í handbolta var alls ekki ánægður með frammistöðu sinna manna þegar þeir töpuðu á móti FH í Hafnarfjarðarslagnum í kvöld. „Ég er bara alls ekki ánægður. Fyrri hálfleikurinn vorum við að gera aðeins of mörg mistök varnarlega í því sem við ætluðum að gera. Þegar við náðum að leysa hlutina varnarlega eins og við vildum gera var það farið að ganga en svo var miskilningur og þá skoruðu þeir nokkur auðveld mörk. Það var pirrandi. En í seinni hálfleik áttum við í gífurlegum erfiðleikum með að skora á vel spilandi Phil Döhler.“ Í fyrri hálfleik vantaði upp á varnarleikinn sagði Aron í viðtali eftir leik en í seinni hálfleik varð það sóknarleikurinn sem varð Haukum að falli. „Mér fannst í fyrri hálfleik að við hefðum getað náð aðeins meiri einbeitingu í stöðum varnalega. Í seinni hálfleik fannst mér þetta nýtingin á færunum og þegar hann fer að ná yfirhöndinni í markinu á okkur, að við látum það ekki fara í okkur. Við þurftum að halda áfram að halda aganum sóknarlega, leita að færunum. Við skorum ekki nema 10 í seinni en þeir skora 12. Varnarleikurinn var góður í seinni. Sóknarlega var þetta ekki gott í seinni.“ Er Evrópuþreyta í strákunum? „Við höfum verið að spila þétt undanfarið það er ekki það. Auðvitað hefur það eitthvað að segja. Þetta er bara Haukar - FH og við erum í Evrópukeppni og það er skemmtilegt. Það er gaman að spila meira en að æfa meira. Þetta er bara prógrammið sem við erum í og það er enginn afsökun.“ Haukar spila Evrópuleik á laugardaginn og er markmiðið að komast áfram þar áður en farið verður að huga að næsta deildarleik. „Við eigum Focsani á laugardaginn og markmiðið er að komast áfram þar. Svo er það sóknarleikurinn sem við þurfum að skerpa á.“
Olís-deild karla FH Haukar Tengdar fréttir Sigursteinn Arndal: Vilja ekki allir hvít jól? Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta var ánægður með sigur og að taka fyrsta sætið af nágrönnum sínum í Haukum er liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld, lokatölur 28-24. „Mér líður frábærlega, vilja ekki allir hvít jól?“, sagði Sigursteinn eftir leikinn. 1. desember 2021 21:55
Sigursteinn Arndal: Vilja ekki allir hvít jól? Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta var ánægður með sigur og að taka fyrsta sætið af nágrönnum sínum í Haukum er liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld, lokatölur 28-24. „Mér líður frábærlega, vilja ekki allir hvít jól?“, sagði Sigursteinn eftir leikinn. 1. desember 2021 21:55
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti