Aðeins í handbremsu en gefa allt í úrslitin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2021 19:21 Andrea Sif Pétursdóttir og Kolbrún Þöll Þorradóttir hinar kátustu. stefán pálsson Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, var ánægð hvernig til tókst í undanúrslitum á EM í hópfimleikum í kvöld. Hún segir að íslenska liðið hafi aðeins verið handbremsuna á en hún verði tekin af í úrslitunum á laugardaginn. Ísland endaði í 2. sæti í undanúrslitunum með 55.100 í einkunn, 0.950 á eftir Svíþjóð sem á titil að verja. Bretland varð svo í 3. sæti. „Við eigum eitthvað inni. Við vorum að spara nokkrar stelpur og margar sem eru oft í öllum umferðum gerðu kannski færri til að spara þær, prófa aðrar og dreifa álaginu á liðið,“ sagði Andrea í samtali við Vísi eftir undanúrslitunum. „Upphitun gekk kannski ekki frábærlega en þá púsluðum við þessu öðruvísi og það gekk vel. Það er breidd í hópnum og þetta var ekkert stress.“ Vilja ekki toppa of snemma Sem fyrr sagði var íslenska liðið aðeins sjónarmun á eftir því sænska sem hefur orðið Evrópumeistari þrisvar sinnum í röð. Andrea (með uppréttar hendur) áður en íslenska liðið hóf gólfæfingar sínar.stefán pálsson „Maður spilar þetta aðeins öðruvísi í undanúrslitunum en úrslitunum. Oft hefur okkur gengið vel á þessum degi og þá er erfitt að toppa á næsta. Við förum mjög jákvæðar inn í laugardaginn,“ sagði Andrea. En hvar getur íslenska liðið bætt í fyrir úrslitin? „Alls staðar. Við eigum eftir að horfa á þetta. Við vorum með einhver föll, beygðum okkur aðeins öðruvísi til að lenda betur en dagurinn í dag snerist um að koma heill út úr honum, frekar að breyta í loftinu en að negla sér inn í þetta og meiða sig. Það væri frekar á laugardaginn, þá myndi maður bomba sér inn í þetta,“ svaraði Andrea. Greint í þaula Fram að úrslitunum mun íslenska liðið fara vel og rækilega yfir frammistöðu sína í undanúrslitunum og greina hana með þjálfurum sínum. Íslenska liðið ætlar að gefa allt í úrslitin á laugardaginn.stefán pálsson „Við erum með fólk sem tekur myndbönd fyrir okkur. Líklegast í kvöld og á morgun horfum við á þetta, mis ítarlega, og tölum saman hvernig við ætlum að gera þetta næst, hvort við ætlum að breyta einhverju,“ sagði Andrea að endingu. Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Sjá meira
Ísland endaði í 2. sæti í undanúrslitunum með 55.100 í einkunn, 0.950 á eftir Svíþjóð sem á titil að verja. Bretland varð svo í 3. sæti. „Við eigum eitthvað inni. Við vorum að spara nokkrar stelpur og margar sem eru oft í öllum umferðum gerðu kannski færri til að spara þær, prófa aðrar og dreifa álaginu á liðið,“ sagði Andrea í samtali við Vísi eftir undanúrslitunum. „Upphitun gekk kannski ekki frábærlega en þá púsluðum við þessu öðruvísi og það gekk vel. Það er breidd í hópnum og þetta var ekkert stress.“ Vilja ekki toppa of snemma Sem fyrr sagði var íslenska liðið aðeins sjónarmun á eftir því sænska sem hefur orðið Evrópumeistari þrisvar sinnum í röð. Andrea (með uppréttar hendur) áður en íslenska liðið hóf gólfæfingar sínar.stefán pálsson „Maður spilar þetta aðeins öðruvísi í undanúrslitunum en úrslitunum. Oft hefur okkur gengið vel á þessum degi og þá er erfitt að toppa á næsta. Við förum mjög jákvæðar inn í laugardaginn,“ sagði Andrea. En hvar getur íslenska liðið bætt í fyrir úrslitin? „Alls staðar. Við eigum eftir að horfa á þetta. Við vorum með einhver föll, beygðum okkur aðeins öðruvísi til að lenda betur en dagurinn í dag snerist um að koma heill út úr honum, frekar að breyta í loftinu en að negla sér inn í þetta og meiða sig. Það væri frekar á laugardaginn, þá myndi maður bomba sér inn í þetta,“ svaraði Andrea. Greint í þaula Fram að úrslitunum mun íslenska liðið fara vel og rækilega yfir frammistöðu sína í undanúrslitunum og greina hana með þjálfurum sínum. Íslenska liðið ætlar að gefa allt í úrslitin á laugardaginn.stefán pálsson „Við erum með fólk sem tekur myndbönd fyrir okkur. Líklegast í kvöld og á morgun horfum við á þetta, mis ítarlega, og tölum saman hvernig við ætlum að gera þetta næst, hvort við ætlum að breyta einhverju,“ sagði Andrea að endingu.
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Sjá meira