Græni liturinn er áberandi í þessari fallegu verslun og kemur það virkilega vel út með stórum súlum og brass smáatriðum. Lífið mætti í opnunarpartý Snúrunnar og nokkrar vel valdar myndir má sjá hér fyrir neðan.
Snúran hófst sem vefverslun en eftir árs rekstur opnaði Rakel verslun Snúrunnar í Síðumúla, þá fjögurra barna móðir. Nú eru verslanirnar orðnar tvær og börnin á heimilinu orðin átta. Rakel hannaði verslunina ásamt Brynhildi Sólveigardóttir arkitekt hjá Akkur arkitektum.











Fleiri myndir má sjá í albúminu hér fyrir neðan.