Fjögur mörk og þrjú rauð er Atlético Madrid tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2021 22:21 Dómari leiksins hafði í nægu að snúast í leik Porto og Atlético Madrid í kvöld. Octavio Passos/Getty Images Alls fóru fram átta leikir í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Atlético Madrid tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með 3-1 útisigri gegn Porto þar sem öll mörk leiksins, sem og þrjú rauð spjöld, litu dagsins ljós í seinni hálfleik. Madrídingar þurftu á sigri að halda í kvöld til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum, og fyrst að AC Milan tapaði gegn Liverpool nægði Porto jafntefli í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik, en það átti svo sannarlega eftir að breytast í þeim síðari. Antoine Griezmann kom gestunum frá Madríd yfir á 56. mínútu eftir stoðsendingu frá Thomas Lemar. Erfitt er að rekja nákvæmlega í stuttu máli hvað gerðist á 67. mínútu, en til að taka það samanfóru þrjú gul spjöld, og eitt rautt á loft. Eftir miklar stimpingar var það Yannick Carrasco í liði Atlético Madrid sem fékk að fjúka af velli. Látunum var þó alls ekki lokið því að aðeins mínútu eftir að leikurinn fór af stað á ný var hann stöðvaður aftur og varamaðurinn Wendell fór sömu leið og mótherji sinn. Fimm mínútum síðar fór þriðja rauða spjald leiksins á loft. Augustin Marchesin, sem enn var ónotaður varamaður hjá Porto, lét þá dómara leiksins heyra það og þurfti því að fylgjast með restinni af leiknum úr stúkunni. Lokamínútur leiksins buðu einnig upp á veislu, en á 90. mínútu tvöfaldaði Angel Correa forystu gestanna, áður en Rodrigo De Paul breytti stöðunni í 3-0 tveimur mínútum síðar. Heimamenn skoruðu eitt sárabótamark á sjöttu mínútu uppbótartíma af vítapunktinum. Sergio Oliveira skoraði markið eftir að Mario Hermoso braut á Evanilson. Öll úrslit kvöldsins A-riðill Paris Saint-Germain 4-1 Club Brugge RB Leipzig 2-1 Manchester City B-riðill AC Milan 1-2 Liverpool Porto 1-3 Atlético Madrid C-riðill Ajax 4-2 Sporting CP Borussia Dortmund 5-0 Besiktas D-riðill Real Madrid 2-0 Inter Shakhtar Donetsk 1-1 FC Sheriff Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool slökkti í vonum AC Milan Liverpool gerði út um vonir AC Milan um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með 2-1 útisigri í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Liverpool endar með fullt hús stiga í riðli sem einhverjir kölluðu dauðariðilinn. 7. desember 2021 22:01 Real Madrid tryggði sér sigur í D-riðli Real Madrid tryggði sér toppsæti D-riðils með sigri gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur urðu 2-0, en leikurinn var hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins. 7. desember 2021 22:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Madrídingar þurftu á sigri að halda í kvöld til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum, og fyrst að AC Milan tapaði gegn Liverpool nægði Porto jafntefli í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik, en það átti svo sannarlega eftir að breytast í þeim síðari. Antoine Griezmann kom gestunum frá Madríd yfir á 56. mínútu eftir stoðsendingu frá Thomas Lemar. Erfitt er að rekja nákvæmlega í stuttu máli hvað gerðist á 67. mínútu, en til að taka það samanfóru þrjú gul spjöld, og eitt rautt á loft. Eftir miklar stimpingar var það Yannick Carrasco í liði Atlético Madrid sem fékk að fjúka af velli. Látunum var þó alls ekki lokið því að aðeins mínútu eftir að leikurinn fór af stað á ný var hann stöðvaður aftur og varamaðurinn Wendell fór sömu leið og mótherji sinn. Fimm mínútum síðar fór þriðja rauða spjald leiksins á loft. Augustin Marchesin, sem enn var ónotaður varamaður hjá Porto, lét þá dómara leiksins heyra það og þurfti því að fylgjast með restinni af leiknum úr stúkunni. Lokamínútur leiksins buðu einnig upp á veislu, en á 90. mínútu tvöfaldaði Angel Correa forystu gestanna, áður en Rodrigo De Paul breytti stöðunni í 3-0 tveimur mínútum síðar. Heimamenn skoruðu eitt sárabótamark á sjöttu mínútu uppbótartíma af vítapunktinum. Sergio Oliveira skoraði markið eftir að Mario Hermoso braut á Evanilson. Öll úrslit kvöldsins A-riðill Paris Saint-Germain 4-1 Club Brugge RB Leipzig 2-1 Manchester City B-riðill AC Milan 1-2 Liverpool Porto 1-3 Atlético Madrid C-riðill Ajax 4-2 Sporting CP Borussia Dortmund 5-0 Besiktas D-riðill Real Madrid 2-0 Inter Shakhtar Donetsk 1-1 FC Sheriff Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
A-riðill Paris Saint-Germain 4-1 Club Brugge RB Leipzig 2-1 Manchester City B-riðill AC Milan 1-2 Liverpool Porto 1-3 Atlético Madrid C-riðill Ajax 4-2 Sporting CP Borussia Dortmund 5-0 Besiktas D-riðill Real Madrid 2-0 Inter Shakhtar Donetsk 1-1 FC Sheriff
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool slökkti í vonum AC Milan Liverpool gerði út um vonir AC Milan um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með 2-1 útisigri í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Liverpool endar með fullt hús stiga í riðli sem einhverjir kölluðu dauðariðilinn. 7. desember 2021 22:01 Real Madrid tryggði sér sigur í D-riðli Real Madrid tryggði sér toppsæti D-riðils með sigri gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur urðu 2-0, en leikurinn var hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins. 7. desember 2021 22:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Liverpool slökkti í vonum AC Milan Liverpool gerði út um vonir AC Milan um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með 2-1 útisigri í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Liverpool endar með fullt hús stiga í riðli sem einhverjir kölluðu dauðariðilinn. 7. desember 2021 22:01
Real Madrid tryggði sér sigur í D-riðli Real Madrid tryggði sér toppsæti D-riðils með sigri gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur urðu 2-0, en leikurinn var hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins. 7. desember 2021 22:00