Hitaði upp fyrir HM með þremur Norðurlandametum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2021 12:01 Eygló Fanndal Sturludóttir er á leið á heimsmeistaramótið í Úsbekistan. Instagram/@eyglo_fanndal Læknaneminn Eygló Fanndal Sturludóttir heldur áfram að bæta við góðan árangur sinn í ólympískum lyftingum á þessu ári og er hluti af hinni stórskemmtilegu kynslóð af íslenskum lyftingakonum sem eru að koma upp. Eygló, sem keppir fyrir Lyftingafélag Reykjavíkur, setti hvorki meira né minna en þrjú Norðurlandamet á Jólamóti 2021. Eygló lyfti mest 88 kílóum í snörum og 107 kílóum í jafnhendingu. Það þýddi um leið að samanlagt fóru 195 kíló upp hjá henni. Allar sex lyftur hennar voru líka gildar en upp fóru 82, 85 og 88 kíló í snörun og 103, 105 og 107 kíló í jafnhendingunni. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Þetta var síðasti möguleikinn fyrir hana að keppa í undir tuttugu ára flokknum hér á landi og hún setti metin í -76 kílóa flokki. Eygló keppti á sínu fyrsta móti árið 2018 og var þá með 54 kíló í snörun og 70 kíló í jafnhendingu. Hún hefur því bætt sig rosalega á þessum þremur árum. Eygló sagði frá árangri sínum á Jólamótinu á Instagram síðu sinni og þar kom fram að þetta hafi verið „ótrúlega skemmtilegt mót og geggjuð stemning“ eins og hún komst sjálf að orði. Hún var í raun að hita upp fyrir heimsmeistaramótið í Úsbekistan sem fer fram 13. desember næstkomandi í hennar flokki. Eygló er komin út eftir langt ferðalag. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Eygló Fanndal var Íslandsmeistari unglinga fyrir sex vikum þegar hún vann sinn þyngdarflokk og varð stigahæsta stúlkan á mótinu. Á Norðurlandamótið endaði hún í þriðja sæti þar sem hún var aðeins frá sínu besta en sýndi í staðinn hvað hún getur á mótinu um helgina. Það er þó aldrei hægt að kvarta mikið fyrir medalíu á Norðurlandamóti. Eygló vann líka kvennakeppnina á Smáþjóðaleikunum í San Marinó og hafði tryggt sér farseðil á heimsmeistaramótið með góðum árangri á Evrópumeistaramóti unglinga. Lyftingar Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Sjá meira
Eygló, sem keppir fyrir Lyftingafélag Reykjavíkur, setti hvorki meira né minna en þrjú Norðurlandamet á Jólamóti 2021. Eygló lyfti mest 88 kílóum í snörum og 107 kílóum í jafnhendingu. Það þýddi um leið að samanlagt fóru 195 kíló upp hjá henni. Allar sex lyftur hennar voru líka gildar en upp fóru 82, 85 og 88 kíló í snörun og 103, 105 og 107 kíló í jafnhendingunni. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Þetta var síðasti möguleikinn fyrir hana að keppa í undir tuttugu ára flokknum hér á landi og hún setti metin í -76 kílóa flokki. Eygló keppti á sínu fyrsta móti árið 2018 og var þá með 54 kíló í snörun og 70 kíló í jafnhendingu. Hún hefur því bætt sig rosalega á þessum þremur árum. Eygló sagði frá árangri sínum á Jólamótinu á Instagram síðu sinni og þar kom fram að þetta hafi verið „ótrúlega skemmtilegt mót og geggjuð stemning“ eins og hún komst sjálf að orði. Hún var í raun að hita upp fyrir heimsmeistaramótið í Úsbekistan sem fer fram 13. desember næstkomandi í hennar flokki. Eygló er komin út eftir langt ferðalag. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Eygló Fanndal var Íslandsmeistari unglinga fyrir sex vikum þegar hún vann sinn þyngdarflokk og varð stigahæsta stúlkan á mótinu. Á Norðurlandamótið endaði hún í þriðja sæti þar sem hún var aðeins frá sínu besta en sýndi í staðinn hvað hún getur á mótinu um helgina. Það er þó aldrei hægt að kvarta mikið fyrir medalíu á Norðurlandamóti. Eygló vann líka kvennakeppnina á Smáþjóðaleikunum í San Marinó og hafði tryggt sér farseðil á heimsmeistaramótið með góðum árangri á Evrópumeistaramóti unglinga.
Lyftingar Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Sjá meira