Þættirnir eru sýndir á Stöð 2 á fimmtudagskvöldum.
Á dögunum fengu þær boð í starfsnám í búskap. Þær skelltu sér því sveitina og reyndu fyrir sér í þeim aðstæðum.
Sunneva og Jóhanna gengu í ýmis störf á sveitabænum og stóðu sig nokkuð vel. Til að mynda fengu þær að mjólka beljur og margt fleira.
Jóhanna Helga eignaðist sjálf barn fyrir nokkru síðan og talaði hún töluvert um þá reynslu að vera með barn á brjósti en var samt sem áður á því að þetta væri nú ekki svipuð upplifun.
„Þetta er alls ekki eins og að mjólka sjálfan sig,“ sagði Jóhanna Helga í þættinum.
Hér að neðan má sjá brot úr þættinum.