„Ég tek liðið fram yfir mig sjálfan“ Atli Arason skrifar 11. desember 2021 07:01 Calvin Burks, leikmaður Keflavíkur Bára Dröfn Calvin Burks, leikmaður Keflavíkur, hefur fengið gagnrýni á sig úr ýmsum áttum á þessu tímabili fyrir að setja ekki nógu mörg stig á töfluna. Það er að segja, ekki eins mikið og Kana ígildi er vant að gera í Subway-deildinni. Burks var spurður út í þessa gagnrýni eftir leik Keflavíkur og Tindastóls í gær. „Þeir mega halda áfram að segja það sem þeir vilja segja. Mitt markmið fyrir hvern leik er ekki að skora 30-40 stig. Ef það gerist þá er það í lagi en ég tek liðið fram yfir mig sjálfan, ég gef boltann frekar. Ef það er einhver liðsfélagi sem er opinn þá gef ég boltann. Ég er ekki sjálfselskur spilari, liðið mitt og þjálfarinn veit það. Liðsfélagarnir vilja kannski að ég skori meira en ég mun samt alltaf halda áfram að spila minn leik, ef sendingin er opin þá gef ég boltann,“ svaraði Calvin Burks, aðspurður út í gagnrýnisraddir. Burks var stigahæstur í liði Keflavíkur með 22 stig í níu stiga sigri Keflavíkur gegn Tindastól í gær, 93-84. „Þetta var góður leikur, manni leið svona smá eins og þetta væri leikur í úrslitakeppni. Við vissum að þetta myndi vera erfiður leikur en við vorum vel undirbúnir. Ég er glaður að við mættum vel til leiks“ „Góð byrjun á leiknum var lykilatriði. Þjálfarinn hefur verið að segja við okkur að við þurfum að byrja leikina vel en í síðustu leikjum höfum við verið að byrja leikina frekar hægt. Ef við byrjum af krafti og höldum þeim krafti uppi þá erum við í góðum málum.“ Keflvíkingar urðu fyrir áfalli í fjórða leikhluta þegar David Okeke, þeirra stigahæsti leikmaður til þessa, neyddist til að fara meiddur af velli. Meiðsli Okeke líta ekki vel út, en óttast er um að hann hafi slitið hásin. „Það lítur ekki vel út akkúrat núna en það er erfitt að segja eitthvað um það. Vonandi kemst hann sem fyrst í læknisskoðun og fær rétta meðhöndlun. Vonandi verður hann kominn aftur á völlinn sem fyrst.“ „Hann er stór hluti af okkar liði. Þetta er stór leikmaður sem getur eignað sér teiginn og það opnar mikið fyrir okkur hina. Hann er lykilmaður hjá okkur bæði í sókn og vörn,“ sagði Bruks um liðsfélaga sinn, David Okeke. Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sjá meira
„Þeir mega halda áfram að segja það sem þeir vilja segja. Mitt markmið fyrir hvern leik er ekki að skora 30-40 stig. Ef það gerist þá er það í lagi en ég tek liðið fram yfir mig sjálfan, ég gef boltann frekar. Ef það er einhver liðsfélagi sem er opinn þá gef ég boltann. Ég er ekki sjálfselskur spilari, liðið mitt og þjálfarinn veit það. Liðsfélagarnir vilja kannski að ég skori meira en ég mun samt alltaf halda áfram að spila minn leik, ef sendingin er opin þá gef ég boltann,“ svaraði Calvin Burks, aðspurður út í gagnrýnisraddir. Burks var stigahæstur í liði Keflavíkur með 22 stig í níu stiga sigri Keflavíkur gegn Tindastól í gær, 93-84. „Þetta var góður leikur, manni leið svona smá eins og þetta væri leikur í úrslitakeppni. Við vissum að þetta myndi vera erfiður leikur en við vorum vel undirbúnir. Ég er glaður að við mættum vel til leiks“ „Góð byrjun á leiknum var lykilatriði. Þjálfarinn hefur verið að segja við okkur að við þurfum að byrja leikina vel en í síðustu leikjum höfum við verið að byrja leikina frekar hægt. Ef við byrjum af krafti og höldum þeim krafti uppi þá erum við í góðum málum.“ Keflvíkingar urðu fyrir áfalli í fjórða leikhluta þegar David Okeke, þeirra stigahæsti leikmaður til þessa, neyddist til að fara meiddur af velli. Meiðsli Okeke líta ekki vel út, en óttast er um að hann hafi slitið hásin. „Það lítur ekki vel út akkúrat núna en það er erfitt að segja eitthvað um það. Vonandi kemst hann sem fyrst í læknisskoðun og fær rétta meðhöndlun. Vonandi verður hann kominn aftur á völlinn sem fyrst.“ „Hann er stór hluti af okkar liði. Þetta er stór leikmaður sem getur eignað sér teiginn og það opnar mikið fyrir okkur hina. Hann er lykilmaður hjá okkur bæði í sókn og vörn,“ sagði Bruks um liðsfélaga sinn, David Okeke.
Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sjá meira