„Orkumál eru loftslagsmál“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. desember 2021 13:12 Halla Hrund Logadóttir er orkumálastjóri. Vísir/Vilhelm Orkumálastjóri segir tækifæri liggja í nýjum stjórnarsáttamála og segir gott að loftslags- og orkumál heyri nú undir sama ráðuneyti. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mætti til Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisand í morgun þar sem þau fóru yfir víðan völl varðandi orkumál. Orkumálin hafa verið mikið í fréttum undanfarið vegna raforkuskorts. Halla Hrund segir að það ástand, að eftirspurn sé meiri en framboð, sé komið til að vera. „Tímabundið núna erum við að horfa í að við erum með þessa endurnýtanlegu orkugjafa og þeir sveiflast til eftir veðrinu okkar,“ segir Halla og bætir við að nú sé slæmt vatnsár og álagið sé því tímabundið. Hún segir að eitt af stóru verkefnunum sé að horfa á hvernig regluverkið sé skilgreint. Rafmagnslínur norðan Skjaldbreiðar.Vísir/Vilhelm „Ástandið að það sé meiri umframeftirspurn en framboð er komið til að vera vegna þess að það er mjög mikil eftirspurn eftir grænum orkugjöfum. Þess vegna þurfum við að skoða regluverkið vel og passa sérstaklega upp á það að almenningur, fyrirtæki og annað hafi greiðan aðgang að orku.“ „Við erum með þannig orkumarkað að það er ekki endilega þannig að laus orka í kerfinu ratar nákvæmlega í þau verkefni eða til þeirra sem við viljum. Það fer eftir því hverjir eru tilbúnir að borga fyrir vöruna.“ Þarf að skoða hvort aðrar lausnir séu til en að byggja sterkara flutningskerfi Eitt af því sem hefur verið nefnt sem ástæða raforkuskorts er flutningskerfi raforku. Halla Hrund segir að nauðsynlegt sé að skoða aðrar lausnir. „Landsnet er með sína kerfisáætlun og það hefur verið sú þróun að við höfum verið að bæta við varaafli. Þetta er tímabundinn álagspunktur og við vitum aldrei nákvæmlega hvenær álagið verður. Þetta eru dýrar fjárfestingar og maður leysir ekki vandamálin varðandi flutningskerfið á stuttum tíma.“ Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðhera umhverfis-, loftslags- og orkumála.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að hugsa aðra og fjölbreyttari möguleika. Tækninni fleygir fram hvað varðar orkumálin í heild. Nú þegar allar þjóðir eru að horfa á nýtni, nýsköpun og fjölbreyttari kerfi. Stóra spurningin er hvernig við getum horft á hluta þeirra nýju lausna og staðbundnari útfærslur.“ Þarf að skoða regluverkið með gagnrýnum augum Halla sagði að hröð þróun hefði orðið undanfarið í regluverki orkumála. Hún sagði mikilvægt að skoða jafnvægi milli nýtingar og verndar. „Við erum komin í það landslag að eftirspurn verður líklega alltaf meiri en framboðið sem við getum boðið hverju sinni. Mikilvægt að horfa á heildarorkuþörf og það snýst um rammaáætlun og fleira, jafnvægi milli nýtingar og verndar.“ „Ef eftirspurn er endalaus og við getum selt endalaust inn á kerfið og við vitum ekki hvort orkan ratar í samfélagsleg mikilvæg verkefni þá er mikilvægt að skilgreina markaðinn betur og passa að leikreglurnar okkar geri það að verkum að forgangur sé skýr.“ Orkuverið í Svartsengi á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm Hún segir margt spennandi í nýjum stjórnarsáttmála. „Við hljótum að vilja horfa á regluverkið með gagnrýnum augum og passa að styrkja það með þeim hætti að við séum að ná þeim árangri sem við viljum.“ Verkefnin krefjast meiri orku Halla segir að það þurfi að horfa á heildarmengið þegar skoðað er hversu mikillar orku þurfi að afla, það fari eftir því hvað sé verið að að gera á ólíkum sviðum. Hún nefnir þrjár leiðir varðandi það hvaðan sú orka gæti komið. „Eitt er að skoða núverandi framleiðslu og horfa á þegar samningar renna út. Það er fyrirtækjanna að taka þær ákvarðanir því markaðnum er ekki handstýrt eins og var meira áður fyrr.“ „Síðan er það að horfa á nýtni og nýsköpun. Við erum að snjallvæðamæla öll heimili og erum að horfa á það að ná fram sparnaði. Við vitum að tæknin mun vinna með okkur og hjálpa okkur að nota minna af orku fyrir sem flest. Nýtni á núverandi virkjunum og líka hvernig við horfum á framleiðsluferla mun eflaust vinna með okkur þannig að við getum sparað eitthvað af orku þar.“ Flutningskerfi raforku kom til umræðu í Sprengisandi í morgun.Vísir/Vilhelm „Síðan eru það framtíðarvirkjunarkostir. Við þurfum að horfa á þessa blöndu og átta okkur á að orkuskipti gerist i skrefum. Nú þekkjum við vel og það er bara spurning um innleiðingu þegar kemur að orkuskiptum á landi. Hvað varðar orkuskipti í flugi og á hafi þá er ekki ljóst hvaða tækni veðrur raunverulega ofan á. Misjöfn tækni felur í sér misjafna orkuþörf.“ Þarf að auka skilning á báða bóga í tengslum við rammaáætlun Kristján nefndi þá staðreynd að rammaáætlun væri búin að vera strand í dágóðan tíma. Halla sagði að eitt af markmiðum í nýjum stjórnarsáttmála væri að endurskoða þau mál og að þar væru tækifæri. „Nú erum við komin með nýtt ráðuneyti þar sem báðir málaflokkar eiga heima undir sama þaki, ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. Ég held að það sé gott að loftslags- og orkumálin séu saman því orkumál eru loftslagsmál,“ sagði Halla en fréttir af því að þessi mál heyrðu nú undir sama ráðuneyti vakti ekki mikla lukku hjá umhverfissinnum þegar stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar var kynntur. „Varðandi rammaáætlun og nýtingu og vernd þá er allt samtal gagnlegt. Það eru tækifæri að sami ráðherra sé að vinna í því, maður leysir svo margt með skilningi. Hluti af því að áætlunin hefur verið strand er að það þurfi að auka skilning á báða bóga.“ „Við þurfum að meta virði orkunnar okkar með öðrum hætti svo áætlunin geti gengið eftir, finna jafnvægi milli nýtingar og verndar. Hvernig getum við fengið sem mest fyrir það sem við ákveðum að nýta? Aukið alla virðiskeðjuna, ekki bara framleiðslu og beina sölu, heldur í gegnum það að efla nýsköpun og horfa á þekkingariðnað í kringum verkefni. Það á að vera stóra verkefnið og þar eru tækifæri.“ Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sprengisandur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mætti til Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisand í morgun þar sem þau fóru yfir víðan völl varðandi orkumál. Orkumálin hafa verið mikið í fréttum undanfarið vegna raforkuskorts. Halla Hrund segir að það ástand, að eftirspurn sé meiri en framboð, sé komið til að vera. „Tímabundið núna erum við að horfa í að við erum með þessa endurnýtanlegu orkugjafa og þeir sveiflast til eftir veðrinu okkar,“ segir Halla og bætir við að nú sé slæmt vatnsár og álagið sé því tímabundið. Hún segir að eitt af stóru verkefnunum sé að horfa á hvernig regluverkið sé skilgreint. Rafmagnslínur norðan Skjaldbreiðar.Vísir/Vilhelm „Ástandið að það sé meiri umframeftirspurn en framboð er komið til að vera vegna þess að það er mjög mikil eftirspurn eftir grænum orkugjöfum. Þess vegna þurfum við að skoða regluverkið vel og passa sérstaklega upp á það að almenningur, fyrirtæki og annað hafi greiðan aðgang að orku.“ „Við erum með þannig orkumarkað að það er ekki endilega þannig að laus orka í kerfinu ratar nákvæmlega í þau verkefni eða til þeirra sem við viljum. Það fer eftir því hverjir eru tilbúnir að borga fyrir vöruna.“ Þarf að skoða hvort aðrar lausnir séu til en að byggja sterkara flutningskerfi Eitt af því sem hefur verið nefnt sem ástæða raforkuskorts er flutningskerfi raforku. Halla Hrund segir að nauðsynlegt sé að skoða aðrar lausnir. „Landsnet er með sína kerfisáætlun og það hefur verið sú þróun að við höfum verið að bæta við varaafli. Þetta er tímabundinn álagspunktur og við vitum aldrei nákvæmlega hvenær álagið verður. Þetta eru dýrar fjárfestingar og maður leysir ekki vandamálin varðandi flutningskerfið á stuttum tíma.“ Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðhera umhverfis-, loftslags- og orkumála.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að hugsa aðra og fjölbreyttari möguleika. Tækninni fleygir fram hvað varðar orkumálin í heild. Nú þegar allar þjóðir eru að horfa á nýtni, nýsköpun og fjölbreyttari kerfi. Stóra spurningin er hvernig við getum horft á hluta þeirra nýju lausna og staðbundnari útfærslur.“ Þarf að skoða regluverkið með gagnrýnum augum Halla sagði að hröð þróun hefði orðið undanfarið í regluverki orkumála. Hún sagði mikilvægt að skoða jafnvægi milli nýtingar og verndar. „Við erum komin í það landslag að eftirspurn verður líklega alltaf meiri en framboðið sem við getum boðið hverju sinni. Mikilvægt að horfa á heildarorkuþörf og það snýst um rammaáætlun og fleira, jafnvægi milli nýtingar og verndar.“ „Ef eftirspurn er endalaus og við getum selt endalaust inn á kerfið og við vitum ekki hvort orkan ratar í samfélagsleg mikilvæg verkefni þá er mikilvægt að skilgreina markaðinn betur og passa að leikreglurnar okkar geri það að verkum að forgangur sé skýr.“ Orkuverið í Svartsengi á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm Hún segir margt spennandi í nýjum stjórnarsáttmála. „Við hljótum að vilja horfa á regluverkið með gagnrýnum augum og passa að styrkja það með þeim hætti að við séum að ná þeim árangri sem við viljum.“ Verkefnin krefjast meiri orku Halla segir að það þurfi að horfa á heildarmengið þegar skoðað er hversu mikillar orku þurfi að afla, það fari eftir því hvað sé verið að að gera á ólíkum sviðum. Hún nefnir þrjár leiðir varðandi það hvaðan sú orka gæti komið. „Eitt er að skoða núverandi framleiðslu og horfa á þegar samningar renna út. Það er fyrirtækjanna að taka þær ákvarðanir því markaðnum er ekki handstýrt eins og var meira áður fyrr.“ „Síðan er það að horfa á nýtni og nýsköpun. Við erum að snjallvæðamæla öll heimili og erum að horfa á það að ná fram sparnaði. Við vitum að tæknin mun vinna með okkur og hjálpa okkur að nota minna af orku fyrir sem flest. Nýtni á núverandi virkjunum og líka hvernig við horfum á framleiðsluferla mun eflaust vinna með okkur þannig að við getum sparað eitthvað af orku þar.“ Flutningskerfi raforku kom til umræðu í Sprengisandi í morgun.Vísir/Vilhelm „Síðan eru það framtíðarvirkjunarkostir. Við þurfum að horfa á þessa blöndu og átta okkur á að orkuskipti gerist i skrefum. Nú þekkjum við vel og það er bara spurning um innleiðingu þegar kemur að orkuskiptum á landi. Hvað varðar orkuskipti í flugi og á hafi þá er ekki ljóst hvaða tækni veðrur raunverulega ofan á. Misjöfn tækni felur í sér misjafna orkuþörf.“ Þarf að auka skilning á báða bóga í tengslum við rammaáætlun Kristján nefndi þá staðreynd að rammaáætlun væri búin að vera strand í dágóðan tíma. Halla sagði að eitt af markmiðum í nýjum stjórnarsáttmála væri að endurskoða þau mál og að þar væru tækifæri. „Nú erum við komin með nýtt ráðuneyti þar sem báðir málaflokkar eiga heima undir sama þaki, ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. Ég held að það sé gott að loftslags- og orkumálin séu saman því orkumál eru loftslagsmál,“ sagði Halla en fréttir af því að þessi mál heyrðu nú undir sama ráðuneyti vakti ekki mikla lukku hjá umhverfissinnum þegar stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar var kynntur. „Varðandi rammaáætlun og nýtingu og vernd þá er allt samtal gagnlegt. Það eru tækifæri að sami ráðherra sé að vinna í því, maður leysir svo margt með skilningi. Hluti af því að áætlunin hefur verið strand er að það þurfi að auka skilning á báða bóga.“ „Við þurfum að meta virði orkunnar okkar með öðrum hætti svo áætlunin geti gengið eftir, finna jafnvægi milli nýtingar og verndar. Hvernig getum við fengið sem mest fyrir það sem við ákveðum að nýta? Aukið alla virðiskeðjuna, ekki bara framleiðslu og beina sölu, heldur í gegnum það að efla nýsköpun og horfa á þekkingariðnað í kringum verkefni. Það á að vera stóra verkefnið og þar eru tækifæri.“
Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sprengisandur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira