Danska skipinu, Karin Hoej, hvolfdi við áreksturinn en óljóst er hversu margir voru um borð í skipunum.
Þó er talið að danska skipið hafi haft tvo í áhöfn hið minnsta og er þeirra saknað.
Björgunarbátar eru á vettvangi og heyrðust hróp og köll frá þeim sem lentu í sjónum en enginn hefur þó fundist enn, að sögn sænska ríkisútvarpsins.
Danska skipið er enn á floti þótt því hafi hvolft en menn óttast að það muni sökkva á hverri stundu.