Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skreytir piparkökur árlega ásamt fjölskyldu mannsins síns í Grindavík.
„Mágkona mín, Fríða Egilsdóttir, vinnur grettistak á hverju ári, tekur á móti okkur og hýsir þennan piparkökubakstur. Undirbýr allt og svo komum við hin og vöðum beint í glassúrinn,“ segir Þórdís.
Í stað þess að setja saman piparkökuhús býr fjölskyldan til piparkökujólatré.
„Ég mæli eindregið með þessu fyrir litla fingur enda ekki eins vandasamt og að láta veggi og þak tolla saman. Stjörnum er raðað upp og svo er rjómasprauta notuð til að skreyta og litlu krakkarnir ráða vel við föndrið."
Piparkökujólatré
- Misstórar stjörnur búnar til með stjörnuformum.
- Stjörnum raðað á víxl, hverri ofan á aðra og minnsta stjarnan sett á rönd á toppinn.
- Smjörkrem með grænum matarlit sett í rjómasprautu og sett krem á hverja „grein“.
- Greinar skreyttar með glassúr, snjókorn eða jólaskraut. Lengja með rauðum jólakúlum vafin um tréð.
