Einn vinsælasti jólamatur landsmanna Ali kynnir 15. desember 2021 08:55 Íslendingum finnst ilmurinn af hamborgarhrygg órjúfanlegur hluti af hátíðahaldinu. Hamborgarhryggurinn frá Ali tilheyrir íslenskum jólum. „Það er alltaf mikið að gera hjá okkur í desember og mikið fjör en við erum vön því. Við höfum framleitt Ali hamborgarhrygginn í tugi ára og hann er einn sá vinsælasti sem til er á markaðnum,“ segir Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Ali en Ali hefur algjöra sérþekkingu á vinnslu grísakjöts hér á landi. Hamborgarhryggur hefur verið hluti af íslenskri hátíðarhefð í yfir 75 ár og hjá Ali er lögð natni við framleiðsluna. „Við söltum hrygginn og léttreykjum og notum beykispæni við reykinguna. Gegnum tíðina höfum við minnkað saltmagnið og framleiðslan miðar að því að hægt sé hvort heldur sem er að sjóða hrygginn eða setja hann beint í ofninn. Matreiðslan á að vera einföld. Við höfum meira að segja eldað hamborgarhrygginn í Airfryer og hann varð einstaklega safaríkur og góður. Vinsældir hamborgarhryggsins eru ekki síst komnar til vegna þess hve einfalt er að elda hann,“ segir Sveinn. Dönsk matarhefð Danir borða hamborgarhrygg sem veislumat allt árið um kring og þar er hann ekki eins tengdur jólahátíðinni, þó hann sé vissulega hluti af danskri jólahátíð. Íslendingar hafa hann þó fyrst og fremst á borðum um jólin og í nýlegri könnun Bylgjunnar kom fram að um 49 % af íslenskum heimilum borða hamborgarhrygg á jólunum og finnst ilmurinn algjörlega órjúfanlegur hluti af hátíðahaldinu. Ananasinn skiptir fólki í fylkingar Það eru því margir með fastmótaðar hugmyndir um hvernig beri að elda hamborgarhrygginn, útbúa gljáa og velja meðlæti. Með hamborgarhrygg er klassískt að hafa sykurbrúnaðar kartöflur, rauðkál og waldorfsalat og mörgum finnst ómissandi að leggja ananassneiðar á hrygginn áður en hann fer í ofninn. „Okkur skilst reyndar að fólk skiptist í fylkingar varðandi ananasinn. Okkur grunar að hann verði til dæmis ekki á borðum á Bessastöðum, miðað við ananasyfirlýsingar forsetans í stóra pítsumálinu. Enda ekkert því til fyrirstöðu að teygja aðeins á hefðinni og hafa það á veisluborðinu sem hugurinn girnist," segir Sveinn. Á heimasíðu Ali er kennslumyndband ásamt einfaldri uppskrift af bragðgóðum og safaríkum gljáðum hamborgarhrygg og meðlæti: Hamborgarhryggur Ali from Ali Matvörur on Vimeo. Einföld uppskrift af safaríkum Ali hamborgarhrygg Kveikið á ofninum og stillið hann á 150-160°C. Hryggnum er komið fyrir í ofnpotti og vatni hellt upp fyrir hrygginn. Kjarnhitamæli er komið fyrir í hryggnum. Látið suðuna koma rólega upp. Þegar suðan er komin upp er hryggurinn látinn sjóða í 45-60 mín eða þar til að kjarnhitastig hefur náð 68°C. Hryggurinn er þá tekinn upp úr soðinu og settur á ofnskúffu, þá næst er gljáinn útbúinn. Klassískur gljái Hrærið saman eftirfarandi hráefnum. 300 gr. Púðursykur 100 gr. Tómatpúrra 100 gr. Sinnep Skerið tígulmynstur í puruna á hamborgarhryggnum og penslið hrygginn með gljáanum þar til að allur hryggurinn er hulinn. Heilar ananassneiðar eru settar á eftir smekk. Hryggurinn er eldaður í ofninum á 210°C þar til að kjarnhiti hefur náð 72°C. Matur Jól Jólamatur Hamborgarhryggur Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Þessar jólagjafir hitta í mark Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Sjá meira
„Það er alltaf mikið að gera hjá okkur í desember og mikið fjör en við erum vön því. Við höfum framleitt Ali hamborgarhrygginn í tugi ára og hann er einn sá vinsælasti sem til er á markaðnum,“ segir Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Ali en Ali hefur algjöra sérþekkingu á vinnslu grísakjöts hér á landi. Hamborgarhryggur hefur verið hluti af íslenskri hátíðarhefð í yfir 75 ár og hjá Ali er lögð natni við framleiðsluna. „Við söltum hrygginn og léttreykjum og notum beykispæni við reykinguna. Gegnum tíðina höfum við minnkað saltmagnið og framleiðslan miðar að því að hægt sé hvort heldur sem er að sjóða hrygginn eða setja hann beint í ofninn. Matreiðslan á að vera einföld. Við höfum meira að segja eldað hamborgarhrygginn í Airfryer og hann varð einstaklega safaríkur og góður. Vinsældir hamborgarhryggsins eru ekki síst komnar til vegna þess hve einfalt er að elda hann,“ segir Sveinn. Dönsk matarhefð Danir borða hamborgarhrygg sem veislumat allt árið um kring og þar er hann ekki eins tengdur jólahátíðinni, þó hann sé vissulega hluti af danskri jólahátíð. Íslendingar hafa hann þó fyrst og fremst á borðum um jólin og í nýlegri könnun Bylgjunnar kom fram að um 49 % af íslenskum heimilum borða hamborgarhrygg á jólunum og finnst ilmurinn algjörlega órjúfanlegur hluti af hátíðahaldinu. Ananasinn skiptir fólki í fylkingar Það eru því margir með fastmótaðar hugmyndir um hvernig beri að elda hamborgarhrygginn, útbúa gljáa og velja meðlæti. Með hamborgarhrygg er klassískt að hafa sykurbrúnaðar kartöflur, rauðkál og waldorfsalat og mörgum finnst ómissandi að leggja ananassneiðar á hrygginn áður en hann fer í ofninn. „Okkur skilst reyndar að fólk skiptist í fylkingar varðandi ananasinn. Okkur grunar að hann verði til dæmis ekki á borðum á Bessastöðum, miðað við ananasyfirlýsingar forsetans í stóra pítsumálinu. Enda ekkert því til fyrirstöðu að teygja aðeins á hefðinni og hafa það á veisluborðinu sem hugurinn girnist," segir Sveinn. Á heimasíðu Ali er kennslumyndband ásamt einfaldri uppskrift af bragðgóðum og safaríkum gljáðum hamborgarhrygg og meðlæti: Hamborgarhryggur Ali from Ali Matvörur on Vimeo. Einföld uppskrift af safaríkum Ali hamborgarhrygg Kveikið á ofninum og stillið hann á 150-160°C. Hryggnum er komið fyrir í ofnpotti og vatni hellt upp fyrir hrygginn. Kjarnhitamæli er komið fyrir í hryggnum. Látið suðuna koma rólega upp. Þegar suðan er komin upp er hryggurinn látinn sjóða í 45-60 mín eða þar til að kjarnhitastig hefur náð 68°C. Hryggurinn er þá tekinn upp úr soðinu og settur á ofnskúffu, þá næst er gljáinn útbúinn. Klassískur gljái Hrærið saman eftirfarandi hráefnum. 300 gr. Púðursykur 100 gr. Tómatpúrra 100 gr. Sinnep Skerið tígulmynstur í puruna á hamborgarhryggnum og penslið hrygginn með gljáanum þar til að allur hryggurinn er hulinn. Heilar ananassneiðar eru settar á eftir smekk. Hryggurinn er eldaður í ofninum á 210°C þar til að kjarnhiti hefur náð 72°C.
Matur Jól Jólamatur Hamborgarhryggur Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Þessar jólagjafir hitta í mark Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Sjá meira