María Guðmundsdóttir leikkona er látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2021 16:16 María Guðmundsdóttir var mikill húmoristi. Oddvar Hjartar María Guðmundsdóttir, leikkona og hjúkrunarfræðingur, er látin 86 ára gömul. Dóra Guðrún Wild dóttir hennar staðfestir andlátið í samtali við Vísi. María lést á Landspítalanum í gærmorgun. María fæddist þann 9. nóvember 1935 og starfaði lengi sem hjúkrunarfræðingur. Það var þó ekki fyrr en hún var um sextugt sem hún fór að leika en þá gekk hún til liðs við Leikfélag Mosfellssveitar. „Svo hefur þetta rúllað. Ég hef verið í sjónvarpsþáttum bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Og nú er ég komin á eftirlaun og hef því nægan tíma. Ég fór ekki að spila bridds eða golf, ég fór að leika,“ sagði María í viðtali við Fréttablaðið árið 2011. Þá hafði hún slegið í gegn í þáttunum Konfekt á Skjá einum nokkrum árum fyrr en eftirminnilegt atriði má sjá hér að neðan. „Það var nú allsvakalegur þáttur,“ sagði María í viðtalinu og hló. „Fólk hneykslaðist nú svolítið á honum, en maður ansar ekki svoleiðis. Fólk hefur auðvitað rétt á sínum skoðunum, en ef maður fer ekki yfir strikið þá finnst mér þetta allt í lagi. Bara gaman að þessu." María fór sömuleiðis á kostum í sjónvarpsþáttunum Steindinn okkar á Stöð 2. Þar var húmorinn oft grófari en gekk og gerðist í íslensku gríni. Steinda tókst aldrei að hneyksla Maríu María sagði Steinþór Hróar Steinþórsson, Steinda, þó aldrei hafa tekist að hneyksla sig þegar hann bæri undir hana hugmyndirnar. „Veistu það, þegar maður er orðinn svona gamall þá er maður til í allt,“ sagði María hlæjandi. „Það getur ekki orðið verra!" Vinirnir María og Steindi við tökur.Úr einkasafni Þá lék María í bíómyndum á borð við Perlur og Svín, Ungfrúin góða og húsið og Stella í framboði. Þá kom hún fram í sjónvarpsþáttum á borð við Fóstbræðrum, Næturvaktinni, Ghetto betur og Steypustöðinni. Steindi sagði í viðtali árið 2016 að hann vildi helst ekki gera neitt án þess að vinna með Maríu. Hún væri leynivopnið. María lætur eftir sig dóttur, barnabörn, stjúpbörn og fjölskyldu. Útförin verður auglýst síðar. Leikhús Andlát Mosfellsbær Tengdar fréttir María er leynivopn Steypustöðvarinnar Steypustöðin eru nýir gamanþættir sem sýndir verða á Stöð 2 í byrjun næsta ár. Þættirnir eru úr smiðju Steinda Jr sem segir handritið líta í það minnsta líta vel út á blaði. 16. september 2016 08:00 Steindi byrjar með Ghetto Betur á Stöð 2: Hlín Einars dómari og Kalli Bjarni stigavörður Nýr spurningaþáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. 13. apríl 2016 11:15 Til í allt með Steinda Jr. "Steindi er skemmtilegur og ég fíla þennan húmor," segir hjúkrunarfræðingurinn María Guðmundsdóttir, sem hefur farið á kostum í grínþáttunum Steindanum okkar. Frammistaða Maríu hefur vakið verðskuldaða athygli í Steindanum okkar, en hún verður áberandi í nýju þáttaröðinni. María kynntist Steinda þegar hún lék með honum í fyrstu þáttaröðinni og segist skemmta sér vel við upptökurnar. 18. apríl 2011 11:00 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
María fæddist þann 9. nóvember 1935 og starfaði lengi sem hjúkrunarfræðingur. Það var þó ekki fyrr en hún var um sextugt sem hún fór að leika en þá gekk hún til liðs við Leikfélag Mosfellssveitar. „Svo hefur þetta rúllað. Ég hef verið í sjónvarpsþáttum bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Og nú er ég komin á eftirlaun og hef því nægan tíma. Ég fór ekki að spila bridds eða golf, ég fór að leika,“ sagði María í viðtali við Fréttablaðið árið 2011. Þá hafði hún slegið í gegn í þáttunum Konfekt á Skjá einum nokkrum árum fyrr en eftirminnilegt atriði má sjá hér að neðan. „Það var nú allsvakalegur þáttur,“ sagði María í viðtalinu og hló. „Fólk hneykslaðist nú svolítið á honum, en maður ansar ekki svoleiðis. Fólk hefur auðvitað rétt á sínum skoðunum, en ef maður fer ekki yfir strikið þá finnst mér þetta allt í lagi. Bara gaman að þessu." María fór sömuleiðis á kostum í sjónvarpsþáttunum Steindinn okkar á Stöð 2. Þar var húmorinn oft grófari en gekk og gerðist í íslensku gríni. Steinda tókst aldrei að hneyksla Maríu María sagði Steinþór Hróar Steinþórsson, Steinda, þó aldrei hafa tekist að hneyksla sig þegar hann bæri undir hana hugmyndirnar. „Veistu það, þegar maður er orðinn svona gamall þá er maður til í allt,“ sagði María hlæjandi. „Það getur ekki orðið verra!" Vinirnir María og Steindi við tökur.Úr einkasafni Þá lék María í bíómyndum á borð við Perlur og Svín, Ungfrúin góða og húsið og Stella í framboði. Þá kom hún fram í sjónvarpsþáttum á borð við Fóstbræðrum, Næturvaktinni, Ghetto betur og Steypustöðinni. Steindi sagði í viðtali árið 2016 að hann vildi helst ekki gera neitt án þess að vinna með Maríu. Hún væri leynivopnið. María lætur eftir sig dóttur, barnabörn, stjúpbörn og fjölskyldu. Útförin verður auglýst síðar.
Leikhús Andlát Mosfellsbær Tengdar fréttir María er leynivopn Steypustöðvarinnar Steypustöðin eru nýir gamanþættir sem sýndir verða á Stöð 2 í byrjun næsta ár. Þættirnir eru úr smiðju Steinda Jr sem segir handritið líta í það minnsta líta vel út á blaði. 16. september 2016 08:00 Steindi byrjar með Ghetto Betur á Stöð 2: Hlín Einars dómari og Kalli Bjarni stigavörður Nýr spurningaþáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. 13. apríl 2016 11:15 Til í allt með Steinda Jr. "Steindi er skemmtilegur og ég fíla þennan húmor," segir hjúkrunarfræðingurinn María Guðmundsdóttir, sem hefur farið á kostum í grínþáttunum Steindanum okkar. Frammistaða Maríu hefur vakið verðskuldaða athygli í Steindanum okkar, en hún verður áberandi í nýju þáttaröðinni. María kynntist Steinda þegar hún lék með honum í fyrstu þáttaröðinni og segist skemmta sér vel við upptökurnar. 18. apríl 2011 11:00 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
María er leynivopn Steypustöðvarinnar Steypustöðin eru nýir gamanþættir sem sýndir verða á Stöð 2 í byrjun næsta ár. Þættirnir eru úr smiðju Steinda Jr sem segir handritið líta í það minnsta líta vel út á blaði. 16. september 2016 08:00
Steindi byrjar með Ghetto Betur á Stöð 2: Hlín Einars dómari og Kalli Bjarni stigavörður Nýr spurningaþáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. 13. apríl 2016 11:15
Til í allt með Steinda Jr. "Steindi er skemmtilegur og ég fíla þennan húmor," segir hjúkrunarfræðingurinn María Guðmundsdóttir, sem hefur farið á kostum í grínþáttunum Steindanum okkar. Frammistaða Maríu hefur vakið verðskuldaða athygli í Steindanum okkar, en hún verður áberandi í nýju þáttaröðinni. María kynntist Steinda þegar hún lék með honum í fyrstu þáttaröðinni og segist skemmta sér vel við upptökurnar. 18. apríl 2011 11:00