María Guðmundsdóttir leikkona er látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2021 16:16 María Guðmundsdóttir var mikill húmoristi. Oddvar Hjartar María Guðmundsdóttir, leikkona og hjúkrunarfræðingur, er látin 86 ára gömul. Dóra Guðrún Wild dóttir hennar staðfestir andlátið í samtali við Vísi. María lést á Landspítalanum í gærmorgun. María fæddist þann 9. nóvember 1935 og starfaði lengi sem hjúkrunarfræðingur. Það var þó ekki fyrr en hún var um sextugt sem hún fór að leika en þá gekk hún til liðs við Leikfélag Mosfellssveitar. „Svo hefur þetta rúllað. Ég hef verið í sjónvarpsþáttum bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Og nú er ég komin á eftirlaun og hef því nægan tíma. Ég fór ekki að spila bridds eða golf, ég fór að leika,“ sagði María í viðtali við Fréttablaðið árið 2011. Þá hafði hún slegið í gegn í þáttunum Konfekt á Skjá einum nokkrum árum fyrr en eftirminnilegt atriði má sjá hér að neðan. „Það var nú allsvakalegur þáttur,“ sagði María í viðtalinu og hló. „Fólk hneykslaðist nú svolítið á honum, en maður ansar ekki svoleiðis. Fólk hefur auðvitað rétt á sínum skoðunum, en ef maður fer ekki yfir strikið þá finnst mér þetta allt í lagi. Bara gaman að þessu." María fór sömuleiðis á kostum í sjónvarpsþáttunum Steindinn okkar á Stöð 2. Þar var húmorinn oft grófari en gekk og gerðist í íslensku gríni. Steinda tókst aldrei að hneyksla Maríu María sagði Steinþór Hróar Steinþórsson, Steinda, þó aldrei hafa tekist að hneyksla sig þegar hann bæri undir hana hugmyndirnar. „Veistu það, þegar maður er orðinn svona gamall þá er maður til í allt,“ sagði María hlæjandi. „Það getur ekki orðið verra!" Vinirnir María og Steindi við tökur.Úr einkasafni Þá lék María í bíómyndum á borð við Perlur og Svín, Ungfrúin góða og húsið og Stella í framboði. Þá kom hún fram í sjónvarpsþáttum á borð við Fóstbræðrum, Næturvaktinni, Ghetto betur og Steypustöðinni. Steindi sagði í viðtali árið 2016 að hann vildi helst ekki gera neitt án þess að vinna með Maríu. Hún væri leynivopnið. María lætur eftir sig dóttur, barnabörn, stjúpbörn og fjölskyldu. Útförin verður auglýst síðar. Leikhús Andlát Mosfellsbær Tengdar fréttir María er leynivopn Steypustöðvarinnar Steypustöðin eru nýir gamanþættir sem sýndir verða á Stöð 2 í byrjun næsta ár. Þættirnir eru úr smiðju Steinda Jr sem segir handritið líta í það minnsta líta vel út á blaði. 16. september 2016 08:00 Steindi byrjar með Ghetto Betur á Stöð 2: Hlín Einars dómari og Kalli Bjarni stigavörður Nýr spurningaþáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. 13. apríl 2016 11:15 Til í allt með Steinda Jr. "Steindi er skemmtilegur og ég fíla þennan húmor," segir hjúkrunarfræðingurinn María Guðmundsdóttir, sem hefur farið á kostum í grínþáttunum Steindanum okkar. Frammistaða Maríu hefur vakið verðskuldaða athygli í Steindanum okkar, en hún verður áberandi í nýju þáttaröðinni. María kynntist Steinda þegar hún lék með honum í fyrstu þáttaröðinni og segist skemmta sér vel við upptökurnar. 18. apríl 2011 11:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Sjá meira
María fæddist þann 9. nóvember 1935 og starfaði lengi sem hjúkrunarfræðingur. Það var þó ekki fyrr en hún var um sextugt sem hún fór að leika en þá gekk hún til liðs við Leikfélag Mosfellssveitar. „Svo hefur þetta rúllað. Ég hef verið í sjónvarpsþáttum bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Og nú er ég komin á eftirlaun og hef því nægan tíma. Ég fór ekki að spila bridds eða golf, ég fór að leika,“ sagði María í viðtali við Fréttablaðið árið 2011. Þá hafði hún slegið í gegn í þáttunum Konfekt á Skjá einum nokkrum árum fyrr en eftirminnilegt atriði má sjá hér að neðan. „Það var nú allsvakalegur þáttur,“ sagði María í viðtalinu og hló. „Fólk hneykslaðist nú svolítið á honum, en maður ansar ekki svoleiðis. Fólk hefur auðvitað rétt á sínum skoðunum, en ef maður fer ekki yfir strikið þá finnst mér þetta allt í lagi. Bara gaman að þessu." María fór sömuleiðis á kostum í sjónvarpsþáttunum Steindinn okkar á Stöð 2. Þar var húmorinn oft grófari en gekk og gerðist í íslensku gríni. Steinda tókst aldrei að hneyksla Maríu María sagði Steinþór Hróar Steinþórsson, Steinda, þó aldrei hafa tekist að hneyksla sig þegar hann bæri undir hana hugmyndirnar. „Veistu það, þegar maður er orðinn svona gamall þá er maður til í allt,“ sagði María hlæjandi. „Það getur ekki orðið verra!" Vinirnir María og Steindi við tökur.Úr einkasafni Þá lék María í bíómyndum á borð við Perlur og Svín, Ungfrúin góða og húsið og Stella í framboði. Þá kom hún fram í sjónvarpsþáttum á borð við Fóstbræðrum, Næturvaktinni, Ghetto betur og Steypustöðinni. Steindi sagði í viðtali árið 2016 að hann vildi helst ekki gera neitt án þess að vinna með Maríu. Hún væri leynivopnið. María lætur eftir sig dóttur, barnabörn, stjúpbörn og fjölskyldu. Útförin verður auglýst síðar.
Leikhús Andlát Mosfellsbær Tengdar fréttir María er leynivopn Steypustöðvarinnar Steypustöðin eru nýir gamanþættir sem sýndir verða á Stöð 2 í byrjun næsta ár. Þættirnir eru úr smiðju Steinda Jr sem segir handritið líta í það minnsta líta vel út á blaði. 16. september 2016 08:00 Steindi byrjar með Ghetto Betur á Stöð 2: Hlín Einars dómari og Kalli Bjarni stigavörður Nýr spurningaþáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. 13. apríl 2016 11:15 Til í allt með Steinda Jr. "Steindi er skemmtilegur og ég fíla þennan húmor," segir hjúkrunarfræðingurinn María Guðmundsdóttir, sem hefur farið á kostum í grínþáttunum Steindanum okkar. Frammistaða Maríu hefur vakið verðskuldaða athygli í Steindanum okkar, en hún verður áberandi í nýju þáttaröðinni. María kynntist Steinda þegar hún lék með honum í fyrstu þáttaröðinni og segist skemmta sér vel við upptökurnar. 18. apríl 2011 11:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Sjá meira
María er leynivopn Steypustöðvarinnar Steypustöðin eru nýir gamanþættir sem sýndir verða á Stöð 2 í byrjun næsta ár. Þættirnir eru úr smiðju Steinda Jr sem segir handritið líta í það minnsta líta vel út á blaði. 16. september 2016 08:00
Steindi byrjar með Ghetto Betur á Stöð 2: Hlín Einars dómari og Kalli Bjarni stigavörður Nýr spurningaþáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. 13. apríl 2016 11:15
Til í allt með Steinda Jr. "Steindi er skemmtilegur og ég fíla þennan húmor," segir hjúkrunarfræðingurinn María Guðmundsdóttir, sem hefur farið á kostum í grínþáttunum Steindanum okkar. Frammistaða Maríu hefur vakið verðskuldaða athygli í Steindanum okkar, en hún verður áberandi í nýju þáttaröðinni. María kynntist Steinda þegar hún lék með honum í fyrstu þáttaröðinni og segist skemmta sér vel við upptökurnar. 18. apríl 2011 11:00