Magnús Örn vill leiða lista Sjálfstæðisflokks á Seltjarnarnesi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. desember 2021 18:45 Magnús Örn hefur sóst eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Vísir Magnús Örn Guðmundsson viðskiptafræðingur hefur boðið sig fram í oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Seltjarnarrnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjörið mun fara fram fyrir kosningarnar í febrúar á nýju ári. Þetta segir í tilkynningu frá Magnúsi. Magnús er forseti bæjastjórnar og formaður bæjarráðs og starfar einnig sem forstöðumaður hjá sjóðastýringarfélaginu Stefni hf. Hann segist í tilkynningu fyrst og fremst leggja áherslu á lága skatta, hagkvæman rekstur, skilvirka stjórnsýslu, hátt þjónustustig og forgangsröðun framkvæmda líkt og á þessu kjörtímabili. „Á síðustu misserum hafa margvíslegar áskoranir blasað við Seltjarnarnesbæ líkt og öðrum sveitarfélögum, bæði í rekstri og fjárfestingum. Hækkun launa opinberra starfsmanna umfram almenn laun og hækkun lífeyrisskuldbindingar hafa verið afar krefjandi og heimsfaraldur þyngt róðurinn enn frekar,“ segir í tilkynningu Magnúsar. Hann segir vel hafa tekist til að stýra sveitarfélaginu í gegn um þessar áskoranir og sé aukning skulda þá hófleg en engin langtímalán hafi verið tekin á síðasta ári. Seltjarnarnesbæjar sé í raun í öfundsverðri stöðu þegar komi að skuldaviðmiðum sveitarfélagsins, ekki síst þegar tekið sé tilllit til samninga ríkisins og Reykjavíkurborgar við bæinn. „Skuldbinding þessara aðila við bæinn nema samtals yfir 1.600 milljónum vegna bygginga mannvirkja á Seltjarnarnesi sem bærinn á og ríki og borg leigja þó margir kjósi að gleyma þeirri staðreynd. Það er yfir helmingur af langtímaskuldum bæjarins.“ Nýtt hjúkrunarheimili, Seltjörn, hafi þegar risið, viðbygging við íþróttahús hafi verið gerð í samstarfi við Reykjavíkurborg og Lækningaminjasafnið verði að Náttúruminjasafni í eigu ríkisins. Þá sé þegar byrjað á nýjum búsetukjarna fyrir fatlaða sem muni skapa hagræði og bæta þjónustu, og nýr leikskóli muni fljótlega rísa. „Áskoranir munu halda áfram og afar mikilvægt er að sterkur og samstilltur hópur Sjálfstæðismanna haldi um stjórnartaumana á Nesinu eftir næstu kosningar og taki á rekstri bæjarins af festu,“ skrifar Magnús. „Framundan er uppbyggingarskeið en ný Gróttubyggð mun brátt rísa við Bygggarða. Gert er ráð fyrir töluverðri fjölgun íbúa og auknum skatttekjum án þess að fjárfesta þurfi í innviðum. Magnús vill lækka fasteinaskatt og lækka útsvar.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hækka útsvar eftir að fulltrúi Sjálfstæðisflokks lagðist á sveif með minnihlutanum Samþykkt var að hækka útsvar Seltjarnarnesbæjar úr 13,70 prósentum í 14,09 prósent á fundi bæjarstjórnar í dag. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins klofnaði við atkvæðagreiðsluna og lagðist fulltrúi flokksins á sveif með minnihlutanum. 15. desember 2021 12:43 Miklar breytingar fram undan Barist verður um eftirsóttar bæjarstjórastöður í sveitarfélögum í kringum Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum að sögn stjórnmálafræðings. Rúmir fimm mánuðir eru til kosninga og línurnar eru farnar að skýrast. 15. desember 2021 09:58 Rósa ætlar að halda í bæjarstjórastólinn Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gefur áfram kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Sömu sögu er að segja af Ármanni Kr. Ólafssyni í Kópavogi. 14. desember 2021 14:16 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Magnúsi. Magnús er forseti bæjastjórnar og formaður bæjarráðs og starfar einnig sem forstöðumaður hjá sjóðastýringarfélaginu Stefni hf. Hann segist í tilkynningu fyrst og fremst leggja áherslu á lága skatta, hagkvæman rekstur, skilvirka stjórnsýslu, hátt þjónustustig og forgangsröðun framkvæmda líkt og á þessu kjörtímabili. „Á síðustu misserum hafa margvíslegar áskoranir blasað við Seltjarnarnesbæ líkt og öðrum sveitarfélögum, bæði í rekstri og fjárfestingum. Hækkun launa opinberra starfsmanna umfram almenn laun og hækkun lífeyrisskuldbindingar hafa verið afar krefjandi og heimsfaraldur þyngt róðurinn enn frekar,“ segir í tilkynningu Magnúsar. Hann segir vel hafa tekist til að stýra sveitarfélaginu í gegn um þessar áskoranir og sé aukning skulda þá hófleg en engin langtímalán hafi verið tekin á síðasta ári. Seltjarnarnesbæjar sé í raun í öfundsverðri stöðu þegar komi að skuldaviðmiðum sveitarfélagsins, ekki síst þegar tekið sé tilllit til samninga ríkisins og Reykjavíkurborgar við bæinn. „Skuldbinding þessara aðila við bæinn nema samtals yfir 1.600 milljónum vegna bygginga mannvirkja á Seltjarnarnesi sem bærinn á og ríki og borg leigja þó margir kjósi að gleyma þeirri staðreynd. Það er yfir helmingur af langtímaskuldum bæjarins.“ Nýtt hjúkrunarheimili, Seltjörn, hafi þegar risið, viðbygging við íþróttahús hafi verið gerð í samstarfi við Reykjavíkurborg og Lækningaminjasafnið verði að Náttúruminjasafni í eigu ríkisins. Þá sé þegar byrjað á nýjum búsetukjarna fyrir fatlaða sem muni skapa hagræði og bæta þjónustu, og nýr leikskóli muni fljótlega rísa. „Áskoranir munu halda áfram og afar mikilvægt er að sterkur og samstilltur hópur Sjálfstæðismanna haldi um stjórnartaumana á Nesinu eftir næstu kosningar og taki á rekstri bæjarins af festu,“ skrifar Magnús. „Framundan er uppbyggingarskeið en ný Gróttubyggð mun brátt rísa við Bygggarða. Gert er ráð fyrir töluverðri fjölgun íbúa og auknum skatttekjum án þess að fjárfesta þurfi í innviðum. Magnús vill lækka fasteinaskatt og lækka útsvar.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hækka útsvar eftir að fulltrúi Sjálfstæðisflokks lagðist á sveif með minnihlutanum Samþykkt var að hækka útsvar Seltjarnarnesbæjar úr 13,70 prósentum í 14,09 prósent á fundi bæjarstjórnar í dag. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins klofnaði við atkvæðagreiðsluna og lagðist fulltrúi flokksins á sveif með minnihlutanum. 15. desember 2021 12:43 Miklar breytingar fram undan Barist verður um eftirsóttar bæjarstjórastöður í sveitarfélögum í kringum Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum að sögn stjórnmálafræðings. Rúmir fimm mánuðir eru til kosninga og línurnar eru farnar að skýrast. 15. desember 2021 09:58 Rósa ætlar að halda í bæjarstjórastólinn Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gefur áfram kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Sömu sögu er að segja af Ármanni Kr. Ólafssyni í Kópavogi. 14. desember 2021 14:16 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Hækka útsvar eftir að fulltrúi Sjálfstæðisflokks lagðist á sveif með minnihlutanum Samþykkt var að hækka útsvar Seltjarnarnesbæjar úr 13,70 prósentum í 14,09 prósent á fundi bæjarstjórnar í dag. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins klofnaði við atkvæðagreiðsluna og lagðist fulltrúi flokksins á sveif með minnihlutanum. 15. desember 2021 12:43
Miklar breytingar fram undan Barist verður um eftirsóttar bæjarstjórastöður í sveitarfélögum í kringum Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum að sögn stjórnmálafræðings. Rúmir fimm mánuðir eru til kosninga og línurnar eru farnar að skýrast. 15. desember 2021 09:58
Rósa ætlar að halda í bæjarstjórastólinn Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gefur áfram kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Sömu sögu er að segja af Ármanni Kr. Ólafssyni í Kópavogi. 14. desember 2021 14:16
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?