Þaulskipulagðir merkjavöruþjófar dæmdir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. desember 2021 10:14 Mennirnir fóru minnst tvær ferðir í verslun Bláa lónsins, en þeir voru gripnir eftir eina slíka ferð. Vísir/Vilhelm Tveir rúmenskir karlmenn hafa verið dæmdir í nokkurra mánaða fangelsi fyrir að hafa látið greipar sópa í ýmsum verslunum víðs vegar um landið á skipulagðan hátt. Þeir virðast hafa verið sólgnir í úlpur og aðra merkjavöru. Fjallað hefur verið um menninna tvo í fjölmiðlum eftir að þeir voru handteknir skömmu eftir að þeir stálu tveimur úlpum úr Bláa lóninu í október. Voru þeir í framhaldinu úrskurðaðir í gæsluvarðhald og síðar farbann. Í farbannsúrskurði Landsréttar kom fram að mennirnir voru þaulskipulagðir en lögregla fann meðal annars hliðartösku þar sem skorið hafði verið á botn töskunnar og í klæðningu var búið að koma fyrir „vasa“ gerðum úr álpappír og límbandi. Sagði í úrskurði Landsréttar að vasar af þessu tagi séu þekkt tæki í þjófnaðarmálum þar sem þeir komi í veg fyrir að þjófnarhlið virki sem skyldi. Játuðu sök Dómur yfir mönnunum var birtur í vikunni en þar kemur fram að mennirnir tveir hafi játað að hafa stolið fatnaði úr verslun Sports Direct í Kóavogi að verðmæti 163.900 króna, fjórum Canada Goose úlpum úr verslun Bláa Lónsins að verðmæti 310 þúsund króna. Þá stálu þeir ilmvötnum úr verslun Hagkaupa í Skeifunni fyrir 221.883 krónur auk þess sem að annar þeirra skellti sér norður til Akureyrar þar sem hann létu greipar sópa í verslunum á Glerártorgi og í miðbænum. Þar nældu hann sér í ilmvötn úr verslun Lyf og heilsu fyrir 114.082 krónur og fatnaði úr Isabellu fyrir 113.360 krónur. Einnig stal hann tveimur úlpum og einum bol úr verslun 66° í Skipagötu að verðmæti 94.100 króna. Mennirnir játuðu brot sín fyrir dómi og var annar þeirra, sá sem fór einnig til Akureyrar, dæmdur í fimm mánaðaða fangelsi, þar af eru þrír mánuður skilorðsbundnir. Þá þurfa mennirnig einnig að greiða Högum og Bláa lóninu skaðabætur. Akureyri Lögreglumál Grindavík Kópavogur Reykjavík Dómsmál Bláa lónið Tengdar fréttir Merkjavöruþjófar áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum karlmönnum sem grunaðir eru um skipulagða glæpastarfsemi. 2. nóvember 2021 11:16 Þaulskipulagðir úlpuþjófar lausir úr haldi Tveir erlendir ríkisborgarar sem grunaðir eru um þaulskipulagðan úlpuþjófnað úr Bláa lóninu hafa verið úrskurðaðir í farbann og eru þeir því lausir úr gæsluvarðhaldi. 3. desember 2021 08:15 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Fjallað hefur verið um menninna tvo í fjölmiðlum eftir að þeir voru handteknir skömmu eftir að þeir stálu tveimur úlpum úr Bláa lóninu í október. Voru þeir í framhaldinu úrskurðaðir í gæsluvarðhald og síðar farbann. Í farbannsúrskurði Landsréttar kom fram að mennirnir voru þaulskipulagðir en lögregla fann meðal annars hliðartösku þar sem skorið hafði verið á botn töskunnar og í klæðningu var búið að koma fyrir „vasa“ gerðum úr álpappír og límbandi. Sagði í úrskurði Landsréttar að vasar af þessu tagi séu þekkt tæki í þjófnaðarmálum þar sem þeir komi í veg fyrir að þjófnarhlið virki sem skyldi. Játuðu sök Dómur yfir mönnunum var birtur í vikunni en þar kemur fram að mennirnir tveir hafi játað að hafa stolið fatnaði úr verslun Sports Direct í Kóavogi að verðmæti 163.900 króna, fjórum Canada Goose úlpum úr verslun Bláa Lónsins að verðmæti 310 þúsund króna. Þá stálu þeir ilmvötnum úr verslun Hagkaupa í Skeifunni fyrir 221.883 krónur auk þess sem að annar þeirra skellti sér norður til Akureyrar þar sem hann létu greipar sópa í verslunum á Glerártorgi og í miðbænum. Þar nældu hann sér í ilmvötn úr verslun Lyf og heilsu fyrir 114.082 krónur og fatnaði úr Isabellu fyrir 113.360 krónur. Einnig stal hann tveimur úlpum og einum bol úr verslun 66° í Skipagötu að verðmæti 94.100 króna. Mennirnir játuðu brot sín fyrir dómi og var annar þeirra, sá sem fór einnig til Akureyrar, dæmdur í fimm mánaðaða fangelsi, þar af eru þrír mánuður skilorðsbundnir. Þá þurfa mennirnig einnig að greiða Högum og Bláa lóninu skaðabætur.
Akureyri Lögreglumál Grindavík Kópavogur Reykjavík Dómsmál Bláa lónið Tengdar fréttir Merkjavöruþjófar áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum karlmönnum sem grunaðir eru um skipulagða glæpastarfsemi. 2. nóvember 2021 11:16 Þaulskipulagðir úlpuþjófar lausir úr haldi Tveir erlendir ríkisborgarar sem grunaðir eru um þaulskipulagðan úlpuþjófnað úr Bláa lóninu hafa verið úrskurðaðir í farbann og eru þeir því lausir úr gæsluvarðhaldi. 3. desember 2021 08:15 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Merkjavöruþjófar áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum karlmönnum sem grunaðir eru um skipulagða glæpastarfsemi. 2. nóvember 2021 11:16
Þaulskipulagðir úlpuþjófar lausir úr haldi Tveir erlendir ríkisborgarar sem grunaðir eru um þaulskipulagðan úlpuþjófnað úr Bláa lóninu hafa verið úrskurðaðir í farbann og eru þeir því lausir úr gæsluvarðhaldi. 3. desember 2021 08:15