Gengst við því að hafa gert of mikið úr veikindum barna Eiður Þór Árnason skrifar 17. desember 2021 15:34 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gengist við gagnrýni á umfjöllun hans um veikindi barna af völdum Covid-19 og leiðrétt fyrra mat sitt í samræmi við það. Þrátt fyrir þetta segir hann heildarniðurstöðuna vera þá sömu, það er að COVID-19 geti verið alvarlegur sjúkdómur hjá börnum sem réttlæti bólusetningu. Á seinustu dögum hafa komið fram athugasemdir við nýlegan pistil Þórólfs þar sem hann fjallaði um um alvarlegar afleiðingar COVID-19 hjá börnum og virkni bólusetninga. Í umtöluðum pistli, sem birtist á mánudag, kom meðal annars fram að spítalainnlagnir hjá börnum á aldrinum 5 til 11 ára væru um 0,6% af öllum smitum og vitnað í samantekt Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins. Beindist gagnrýnin meðal annars að því að Þórólfur hafi ekki tekið fram að sú tala miðaðist bara við greind börn sem sýndu einkenni en í sömu skýrslu Sóttvarnastofnunarinnar segir að um helmingur barna sem greinist sé einkennalaus. Var meðal annars vakið máls á þessu í færslu Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins. Hlutfallið sennilega lægra „Eins og réttilega kemur fram í athugasemdunum þá var hlutfall spítalainnlagna 0,6% hjá þeim börnum sem voru með einkenni af völdum COVID-19 en einkennin voru ekki skilgreind nánar. Það er því rökrétt að álykta sem svo að hlutfallið sé sennilega lægra þegar miðað er við öll smit með eða án einkenna,“ segir Þórólfur í nýjasta pistli sínum sem birtist á Covid.is. Hann heldur áfram og segir að þegar upplýsingar frá Bandaríkjunum, sem hann vitnaði sömuleiðis til, séu skoðaðar séu sjúkdómstilfelli ekki aðgreind eftir einkennum. „Líklegt má því telja að fjöldi tilfellanna samanstandi bæði af börnum með einkenni og börnum án einkenna. Hlutfall spítalainnlagna í Bandaríkjunum er hins vegar svipað og greint er frá í uppgjöri Sóttvarnastofnunar Evrópu.“ Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára með bóluefni Pfizer. Til stendur að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Að sögn Þórólfs liggur ekki fyrir hvert hlutfall einkennalausra barna er á Íslandi og þá ber erlendum rannsóknum ekki saman um hlutfallið. Í áðurnefndri samantekt Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins sé vitnað í eina rannsókn þar sem talið sé að allt að 50% barna með COVID-19 geti verið einkennalaus. Í annarri nýlegri samantekt sé hins vegar talið að hlutfallið geti verið á bilinu 15 til 42%. „Ef áætlað er að meðaltal úr bandarísku rannsóknunum sé nærri raunveruleikanum þá má álykta að einkenni sjáist hjá 70% barna sem smitast af COVID-19,“ segir sóttvarnalæknir. Þrettán börn gæti lent á gjörgæsludeild Ef gengið er út frá því hlutfalli og miðað við að öll 32 þúsund börn hér á landi á aldrinum 5 til 11 ára smitist af COVID-19 segir Þórólfur að innlagnir gæti orðið 134 (í stað 100 til 200 sem getið var um í fyrri pistli), 13 lagst inn á gjörgæsludeild (í stað 16 sem getið var um í pistlinum) og um eitt barn látist (í stað 1 til 2). Sömuleiðis hafa verið gerðar athugasemdir við að fram hafi komið í fyrri pistli Þórólfs um virkni bólusetningar hjá börnum á aldrinum 5 til 11 ára að hún væri 90% gegn smiti. „Eins og réttilega er bent á þá er virknin 90% gegn smiti hjá börnum með einkenni. Ávinningur af bólusetningunni er eftir sem áður ótvíræður,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Óbólusett börn geta veikst mikið af nýjum veiruafbrigðum Prófessor í barnalækningum og smitsjúkdómum segir það samfélagslega ábyrgð fullorðinna að láta bólusetja börnin sín, sem geti veikst alvarlega af nýju afbrigðum veirunnar. Ljósið í myrkrinu, að börnin mundu öll sleppa vel, er slokknað. Faraldurinn er á hraðri uppleið enn á ný og það eru óbólusett börn sem halda honum uppi, segir sóttvarnalæknir. 16. desember 2021 20:01 Mælt með að börn sem hafa fengið Covid-19 fái líka bólusetningu Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að öllum fimm til ellefu ára börnum hér á landi verði boðin bólusetning gegn Covid 19. Sjúkdómurinn geti verið alvarlegur hjá börnum á þessum aldri og bólusetning minnki líkur á langtímaáhrifum. Bólusett verður í grunnskólum landsins. 13. desember 2021 20:00 Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13. desember 2021 13:44 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
Þrátt fyrir þetta segir hann heildarniðurstöðuna vera þá sömu, það er að COVID-19 geti verið alvarlegur sjúkdómur hjá börnum sem réttlæti bólusetningu. Á seinustu dögum hafa komið fram athugasemdir við nýlegan pistil Þórólfs þar sem hann fjallaði um um alvarlegar afleiðingar COVID-19 hjá börnum og virkni bólusetninga. Í umtöluðum pistli, sem birtist á mánudag, kom meðal annars fram að spítalainnlagnir hjá börnum á aldrinum 5 til 11 ára væru um 0,6% af öllum smitum og vitnað í samantekt Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins. Beindist gagnrýnin meðal annars að því að Þórólfur hafi ekki tekið fram að sú tala miðaðist bara við greind börn sem sýndu einkenni en í sömu skýrslu Sóttvarnastofnunarinnar segir að um helmingur barna sem greinist sé einkennalaus. Var meðal annars vakið máls á þessu í færslu Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins. Hlutfallið sennilega lægra „Eins og réttilega kemur fram í athugasemdunum þá var hlutfall spítalainnlagna 0,6% hjá þeim börnum sem voru með einkenni af völdum COVID-19 en einkennin voru ekki skilgreind nánar. Það er því rökrétt að álykta sem svo að hlutfallið sé sennilega lægra þegar miðað er við öll smit með eða án einkenna,“ segir Þórólfur í nýjasta pistli sínum sem birtist á Covid.is. Hann heldur áfram og segir að þegar upplýsingar frá Bandaríkjunum, sem hann vitnaði sömuleiðis til, séu skoðaðar séu sjúkdómstilfelli ekki aðgreind eftir einkennum. „Líklegt má því telja að fjöldi tilfellanna samanstandi bæði af börnum með einkenni og börnum án einkenna. Hlutfall spítalainnlagna í Bandaríkjunum er hins vegar svipað og greint er frá í uppgjöri Sóttvarnastofnunar Evrópu.“ Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára með bóluefni Pfizer. Til stendur að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Að sögn Þórólfs liggur ekki fyrir hvert hlutfall einkennalausra barna er á Íslandi og þá ber erlendum rannsóknum ekki saman um hlutfallið. Í áðurnefndri samantekt Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins sé vitnað í eina rannsókn þar sem talið sé að allt að 50% barna með COVID-19 geti verið einkennalaus. Í annarri nýlegri samantekt sé hins vegar talið að hlutfallið geti verið á bilinu 15 til 42%. „Ef áætlað er að meðaltal úr bandarísku rannsóknunum sé nærri raunveruleikanum þá má álykta að einkenni sjáist hjá 70% barna sem smitast af COVID-19,“ segir sóttvarnalæknir. Þrettán börn gæti lent á gjörgæsludeild Ef gengið er út frá því hlutfalli og miðað við að öll 32 þúsund börn hér á landi á aldrinum 5 til 11 ára smitist af COVID-19 segir Þórólfur að innlagnir gæti orðið 134 (í stað 100 til 200 sem getið var um í fyrri pistli), 13 lagst inn á gjörgæsludeild (í stað 16 sem getið var um í pistlinum) og um eitt barn látist (í stað 1 til 2). Sömuleiðis hafa verið gerðar athugasemdir við að fram hafi komið í fyrri pistli Þórólfs um virkni bólusetningar hjá börnum á aldrinum 5 til 11 ára að hún væri 90% gegn smiti. „Eins og réttilega er bent á þá er virknin 90% gegn smiti hjá börnum með einkenni. Ávinningur af bólusetningunni er eftir sem áður ótvíræður,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Óbólusett börn geta veikst mikið af nýjum veiruafbrigðum Prófessor í barnalækningum og smitsjúkdómum segir það samfélagslega ábyrgð fullorðinna að láta bólusetja börnin sín, sem geti veikst alvarlega af nýju afbrigðum veirunnar. Ljósið í myrkrinu, að börnin mundu öll sleppa vel, er slokknað. Faraldurinn er á hraðri uppleið enn á ný og það eru óbólusett börn sem halda honum uppi, segir sóttvarnalæknir. 16. desember 2021 20:01 Mælt með að börn sem hafa fengið Covid-19 fái líka bólusetningu Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að öllum fimm til ellefu ára börnum hér á landi verði boðin bólusetning gegn Covid 19. Sjúkdómurinn geti verið alvarlegur hjá börnum á þessum aldri og bólusetning minnki líkur á langtímaáhrifum. Bólusett verður í grunnskólum landsins. 13. desember 2021 20:00 Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13. desember 2021 13:44 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
Óbólusett börn geta veikst mikið af nýjum veiruafbrigðum Prófessor í barnalækningum og smitsjúkdómum segir það samfélagslega ábyrgð fullorðinna að láta bólusetja börnin sín, sem geti veikst alvarlega af nýju afbrigðum veirunnar. Ljósið í myrkrinu, að börnin mundu öll sleppa vel, er slokknað. Faraldurinn er á hraðri uppleið enn á ný og það eru óbólusett börn sem halda honum uppi, segir sóttvarnalæknir. 16. desember 2021 20:01
Mælt með að börn sem hafa fengið Covid-19 fái líka bólusetningu Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að öllum fimm til ellefu ára börnum hér á landi verði boðin bólusetning gegn Covid 19. Sjúkdómurinn geti verið alvarlegur hjá börnum á þessum aldri og bólusetning minnki líkur á langtímaáhrifum. Bólusett verður í grunnskólum landsins. 13. desember 2021 20:00
Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13. desember 2021 13:44