Slagorð úr vopnabúri hernaðarandstæðinga nýtt gegn bólusetningum barna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. desember 2021 23:00 Andstæðingar bólusetninga taka óvæntan snúning með nýju heiti á mótmælum sínum. vísir/sigurjón/óttar Hernaðarandstæðingar eru afar ósáttir við að andstæðingar bólusetninga skuli nota þekkt slagorð úr þeirra vopnabúri. Boðað hefur verið til mótmæla þeirra sem gjalda varhug við bólusetningum undir yfirskriftinni Friðarganga. Samtök hernaðarandstæðinga hafa staðið fyrir friðargöngunni frá árinu 1980 en gátu ekki haldið hana í fyrra vegna samkomutakmarkana. Fjöldi fólks sækir hana árlega og það kom eflaust mörgum á óvart að sjá hana auglýsta strax á morgun, 18. desember. „Það kom okkur mjög á óvart að það væri friðarganga á morgun. Hún er sem sagt alltaf á Þorláksmessu hjá okkur og við erum nýbúin að ákveða að við getum ekki haldið hana með hefðbundnu sniði vegna sóttvarnaaðgerða,“ segir Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Stöldrum við... fyrir okkur öll Auglýsingin fyrir gönguna er nefnilega alls ekki í anda hernaðarandstæðinga. Hér virðast vera á ferð mótmæli gegn bólusetningum barna. Þessi auglýsing birtist í Dagskránni, fréttablaði Suðurlands.Dagskráin Fámennur hópur hefur staðið fyrir reglulegum mótmælum gegn aðgerðum stjórnvalda í faraldrinum en hann fór nýlega að leggja aðaláherslu á bólusetningar barna. Sjá einnig: Mótmæltu bólusetningum á Austurvelli. Og hernaðarandstæðingar eru allt annað en sáttir með að mótmælin fari fram undir formerkjum áratuga gamallar jólahefðar þeirra. „Mér finnst þetta frekar leiðinlegt og við viljum helst ekki vera tengd þeirra málstað heldur tala almennt fyrir friði. Og því er frekar leiðinlegt að þau séu að nota þetta nafn sem hefur verið svona jólasiður hjá mörgum í marga áratugi. Og að það sé hægt að rugla þessu saman,“ segir Guttormur. Guttormur ítrekar fyrir fólki að viðburðurinn sé ekki á vegum Samtaka hernaðarandstæðinga.vísir/einar Harðneita tengingunni Mótmælin á morgun munu fara fram bæði í Reykjavík og á Akureyri, rétt eins og venjan er með friðargöngu hernaðarandstæðinga. Í skriflegu svari frá forsvarsmönnum mótmælanna harðtaka þeir þó fyrir að friðarganga hernaðarandstæðinga hafi verið í huga þeirra þegar nafn var fundið á gönguna. Spurð hvort þarna væri á ferð stæling á nafni hinnar einu sönnu friðargöngu svaraði Martha Ernstsdóttir, einn forsvarsmannanna því neitandi: „Nei alls ekki, þetta er friðarganga til að leggja áherslu á mannréttindi, frelsi og lýðræði,“ sagði hún. Eru ekki á móti bólusetningum Guttormur vill ítreka fyrir fólki að viðburðurinn sé ekki tengdur hernaðarandstæðingum á neinn hátt. Og hernaðarandstæðingar eru ekki á móti bólusetningum barna eða hvað? „Nei, við höfum allavega ekki tekið þá afstöðu, nei.“ Bólusetningar Hernaður Reykjavík Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Tengdar fréttir Óbólusett börn geta veikst mikið af nýjum veiruafbrigðum Prófessor í barnalækningum og smitsjúkdómum segir það samfélagslega ábyrgð fullorðinna að láta bólusetja börnin sín, sem geti veikst alvarlega af nýju afbrigðum veirunnar. Ljósið í myrkrinu, að börnin mundu öll sleppa vel, er slokknað. Faraldurinn er á hraðri uppleið enn á ný og það eru óbólusett börn sem halda honum uppi, segir sóttvarnalæknir. 16. desember 2021 20:01 Gengst við því að hafa gert of mikið úr veikindum barna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gengist við gagnrýni á umfjöllun hans um veikindi barna af völdum Covid-19 og leiðrétt fyrra mat sitt í samræmi við það. 17. desember 2021 15:34 Mælt með að börn sem hafa fengið Covid-19 fái líka bólusetningu Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að öllum fimm til ellefu ára börnum hér á landi verði boðin bólusetning gegn Covid 19. Sjúkdómurinn geti verið alvarlegur hjá börnum á þessum aldri og bólusetning minnki líkur á langtímaáhrifum. Bólusett verður í grunnskólum landsins. 13. desember 2021 20:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Samtök hernaðarandstæðinga hafa staðið fyrir friðargöngunni frá árinu 1980 en gátu ekki haldið hana í fyrra vegna samkomutakmarkana. Fjöldi fólks sækir hana árlega og það kom eflaust mörgum á óvart að sjá hana auglýsta strax á morgun, 18. desember. „Það kom okkur mjög á óvart að það væri friðarganga á morgun. Hún er sem sagt alltaf á Þorláksmessu hjá okkur og við erum nýbúin að ákveða að við getum ekki haldið hana með hefðbundnu sniði vegna sóttvarnaaðgerða,“ segir Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Stöldrum við... fyrir okkur öll Auglýsingin fyrir gönguna er nefnilega alls ekki í anda hernaðarandstæðinga. Hér virðast vera á ferð mótmæli gegn bólusetningum barna. Þessi auglýsing birtist í Dagskránni, fréttablaði Suðurlands.Dagskráin Fámennur hópur hefur staðið fyrir reglulegum mótmælum gegn aðgerðum stjórnvalda í faraldrinum en hann fór nýlega að leggja aðaláherslu á bólusetningar barna. Sjá einnig: Mótmæltu bólusetningum á Austurvelli. Og hernaðarandstæðingar eru allt annað en sáttir með að mótmælin fari fram undir formerkjum áratuga gamallar jólahefðar þeirra. „Mér finnst þetta frekar leiðinlegt og við viljum helst ekki vera tengd þeirra málstað heldur tala almennt fyrir friði. Og því er frekar leiðinlegt að þau séu að nota þetta nafn sem hefur verið svona jólasiður hjá mörgum í marga áratugi. Og að það sé hægt að rugla þessu saman,“ segir Guttormur. Guttormur ítrekar fyrir fólki að viðburðurinn sé ekki á vegum Samtaka hernaðarandstæðinga.vísir/einar Harðneita tengingunni Mótmælin á morgun munu fara fram bæði í Reykjavík og á Akureyri, rétt eins og venjan er með friðargöngu hernaðarandstæðinga. Í skriflegu svari frá forsvarsmönnum mótmælanna harðtaka þeir þó fyrir að friðarganga hernaðarandstæðinga hafi verið í huga þeirra þegar nafn var fundið á gönguna. Spurð hvort þarna væri á ferð stæling á nafni hinnar einu sönnu friðargöngu svaraði Martha Ernstsdóttir, einn forsvarsmannanna því neitandi: „Nei alls ekki, þetta er friðarganga til að leggja áherslu á mannréttindi, frelsi og lýðræði,“ sagði hún. Eru ekki á móti bólusetningum Guttormur vill ítreka fyrir fólki að viðburðurinn sé ekki tengdur hernaðarandstæðingum á neinn hátt. Og hernaðarandstæðingar eru ekki á móti bólusetningum barna eða hvað? „Nei, við höfum allavega ekki tekið þá afstöðu, nei.“
Bólusetningar Hernaður Reykjavík Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Tengdar fréttir Óbólusett börn geta veikst mikið af nýjum veiruafbrigðum Prófessor í barnalækningum og smitsjúkdómum segir það samfélagslega ábyrgð fullorðinna að láta bólusetja börnin sín, sem geti veikst alvarlega af nýju afbrigðum veirunnar. Ljósið í myrkrinu, að börnin mundu öll sleppa vel, er slokknað. Faraldurinn er á hraðri uppleið enn á ný og það eru óbólusett börn sem halda honum uppi, segir sóttvarnalæknir. 16. desember 2021 20:01 Gengst við því að hafa gert of mikið úr veikindum barna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gengist við gagnrýni á umfjöllun hans um veikindi barna af völdum Covid-19 og leiðrétt fyrra mat sitt í samræmi við það. 17. desember 2021 15:34 Mælt með að börn sem hafa fengið Covid-19 fái líka bólusetningu Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að öllum fimm til ellefu ára börnum hér á landi verði boðin bólusetning gegn Covid 19. Sjúkdómurinn geti verið alvarlegur hjá börnum á þessum aldri og bólusetning minnki líkur á langtímaáhrifum. Bólusett verður í grunnskólum landsins. 13. desember 2021 20:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Óbólusett börn geta veikst mikið af nýjum veiruafbrigðum Prófessor í barnalækningum og smitsjúkdómum segir það samfélagslega ábyrgð fullorðinna að láta bólusetja börnin sín, sem geti veikst alvarlega af nýju afbrigðum veirunnar. Ljósið í myrkrinu, að börnin mundu öll sleppa vel, er slokknað. Faraldurinn er á hraðri uppleið enn á ný og það eru óbólusett börn sem halda honum uppi, segir sóttvarnalæknir. 16. desember 2021 20:01
Gengst við því að hafa gert of mikið úr veikindum barna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gengist við gagnrýni á umfjöllun hans um veikindi barna af völdum Covid-19 og leiðrétt fyrra mat sitt í samræmi við það. 17. desember 2021 15:34
Mælt með að börn sem hafa fengið Covid-19 fái líka bólusetningu Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að öllum fimm til ellefu ára börnum hér á landi verði boðin bólusetning gegn Covid 19. Sjúkdómurinn geti verið alvarlegur hjá börnum á þessum aldri og bólusetning minnki líkur á langtímaáhrifum. Bólusett verður í grunnskólum landsins. 13. desember 2021 20:00