Sá besti mætti allur krambúleraður í framan eftir slys í Eyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 12:00 Hafþór Már Vignisson mætti í viðtalið en sýndi slæmu hliðina eftir slysið í Vestmannaeyjum. S2 Sport. Seinni bylgjan valdi Stjörnumanninn Hafþór Már Vignisson besta leikmann fyrri hluta Olís deildar karla í handbolta og hann mætti í viðtal í jólaþættinum. „Besti leikmaður fyrri hlutans er Hafþór Már Vignisson. Hann er mættur til Naflans. Hann er allur í hakki,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, þegar hann kynnti inn viðtalið. Andri Már Eggertsson, betur þekktur sem Naflinn, tók viðtalið fyrir Seinni bylgjuna. Komu verðlaunin Hafþór á óvart? „Bara svona bæði og. Ég veit það ekki, erfið spurning,“ sagði Hafþór Már Vignisson. Kom sterkur til baka Naflinn afhenti verðlaunin og tók viðtalið við Hafþór.S2 Sport Hafþór missti mikið úr á síðasta tímabili vegna meiðsla en hefur komið mjög sterkur til baka í ár. „Þegar maður fer í svona nýtt lið. Ég var nýkominn í Stjörnuna og svo missti ég úr helminginn af leikjunum. Þá fer maður í næsta tímabil staðráðinn að nýta undirbúningstímabilið og koma sér á gott ról á því. Reyna að spila sem best þá og koma á góðu skriði inn í tímabilið,“ sagði Hafþór Már. „Það er búið að virka vel. Ég er búinn að spila vel og spila mikið. Svo er maður búinn að vera að standa sig í þokkabót,“ sagði Hafþór. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Hafþór Má Vignisson Gerir voða mikið af fjölbreyttum hlutum „Ég myndi segja að ég væri að gera voða mikið af fjölbreyttum hlutum. Ég er ekki endilega alltaf markahæstur en ég er að spila sextíu mínútur í vörn og sókn. Ég er að leysa af miðjuna, skyttuna og tek stundum þristinn í vörninni. Ég bara fer í þau hlutverk sem ég er settur í. Svo er maður með stoðsendingar og eitthvað svona,“ sagði Hafþór. „Það má ekki gleyma því að við erum með mjög gott lið og ég er að njóta góðs af því að geta sent hann niður í horn og að við séum með níutíu prósent nýtingu þar. Svo klikkuðum við lítið á línunni og ég nýt því líka góðs af því að spila með góðum leikmönnum,“ sagði Hafþór. Hafþór Már Vignisson skorar hér fyrir Stjörnuna í Olís deild karla í vetur.Vísir/Hulda Margrét Engin ástæða til að horfa niður En hvað getur Stjörnuliðið gert á þessu tímabili? „Núna erum við tveimur stigum frá toppnum í jólafríinu. Það segir okkur það að það er ekkert sem á að geta stoppað okkur. Við eigum ekkert að þurfa að vera eitthvað litla liðið í neinum leikjum. Við förum í restina af tímabilinu til að gera okkar besta og það er engin ástæða til að horfa niður þegar þú ert bara tveimur stigum frá toppnum. Við getum bara horft upp, það er styttra þangað,“ sagði Hafþór. Stjörnumenn náðu að klára síðustu vikuna fyrir jólafrí með góðum úrslitum en sá besti komst ekki alveg eins vel frá þessu. Hann mætti í viðtalið allur krambúleraður i framan og sagði söguna af því. Dýr ferð til Vestmanneyja „Það var gaman að fara í jólafrí með öll úrslitin en þetta var heldur betur dýr ferð fyrir mig til Vestmannaeyja. Það er búið að sminka svolítið yfir þetta,“ sagði Hafþór og sýndi andlitið sitt. „Við fórum til Vestmannaeyja á fimmtudaginn með Herjólfi og fórum deginum fyrr. Ég tek upp á því að fara á Hopp hlaupahjóli upp á hótel. Ég er á leiðinni niður brekku og sé hótelið en svo fer ég bara heljarstökk og lendi með andlitið á stéttinni,“ sagði Hafþór. „Þetta var pínu dýr ferð fyrir mig og svo fékk ég aðeins í hnéð í leiknum og svona. Jólafríið er til að slaka á held ég og hvíla sig,“ sagði Hafþór en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan er síðan úrvalsliðið sem Seinni bylgjan valdi. S2 Sport Olís-deild karla Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Sjá meira
„Besti leikmaður fyrri hlutans er Hafþór Már Vignisson. Hann er mættur til Naflans. Hann er allur í hakki,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, þegar hann kynnti inn viðtalið. Andri Már Eggertsson, betur þekktur sem Naflinn, tók viðtalið fyrir Seinni bylgjuna. Komu verðlaunin Hafþór á óvart? „Bara svona bæði og. Ég veit það ekki, erfið spurning,“ sagði Hafþór Már Vignisson. Kom sterkur til baka Naflinn afhenti verðlaunin og tók viðtalið við Hafþór.S2 Sport Hafþór missti mikið úr á síðasta tímabili vegna meiðsla en hefur komið mjög sterkur til baka í ár. „Þegar maður fer í svona nýtt lið. Ég var nýkominn í Stjörnuna og svo missti ég úr helminginn af leikjunum. Þá fer maður í næsta tímabil staðráðinn að nýta undirbúningstímabilið og koma sér á gott ról á því. Reyna að spila sem best þá og koma á góðu skriði inn í tímabilið,“ sagði Hafþór Már. „Það er búið að virka vel. Ég er búinn að spila vel og spila mikið. Svo er maður búinn að vera að standa sig í þokkabót,“ sagði Hafþór. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Hafþór Má Vignisson Gerir voða mikið af fjölbreyttum hlutum „Ég myndi segja að ég væri að gera voða mikið af fjölbreyttum hlutum. Ég er ekki endilega alltaf markahæstur en ég er að spila sextíu mínútur í vörn og sókn. Ég er að leysa af miðjuna, skyttuna og tek stundum þristinn í vörninni. Ég bara fer í þau hlutverk sem ég er settur í. Svo er maður með stoðsendingar og eitthvað svona,“ sagði Hafþór. „Það má ekki gleyma því að við erum með mjög gott lið og ég er að njóta góðs af því að geta sent hann niður í horn og að við séum með níutíu prósent nýtingu þar. Svo klikkuðum við lítið á línunni og ég nýt því líka góðs af því að spila með góðum leikmönnum,“ sagði Hafþór. Hafþór Már Vignisson skorar hér fyrir Stjörnuna í Olís deild karla í vetur.Vísir/Hulda Margrét Engin ástæða til að horfa niður En hvað getur Stjörnuliðið gert á þessu tímabili? „Núna erum við tveimur stigum frá toppnum í jólafríinu. Það segir okkur það að það er ekkert sem á að geta stoppað okkur. Við eigum ekkert að þurfa að vera eitthvað litla liðið í neinum leikjum. Við förum í restina af tímabilinu til að gera okkar besta og það er engin ástæða til að horfa niður þegar þú ert bara tveimur stigum frá toppnum. Við getum bara horft upp, það er styttra þangað,“ sagði Hafþór. Stjörnumenn náðu að klára síðustu vikuna fyrir jólafrí með góðum úrslitum en sá besti komst ekki alveg eins vel frá þessu. Hann mætti í viðtalið allur krambúleraður i framan og sagði söguna af því. Dýr ferð til Vestmanneyja „Það var gaman að fara í jólafrí með öll úrslitin en þetta var heldur betur dýr ferð fyrir mig til Vestmannaeyja. Það er búið að sminka svolítið yfir þetta,“ sagði Hafþór og sýndi andlitið sitt. „Við fórum til Vestmannaeyja á fimmtudaginn með Herjólfi og fórum deginum fyrr. Ég tek upp á því að fara á Hopp hlaupahjóli upp á hótel. Ég er á leiðinni niður brekku og sé hótelið en svo fer ég bara heljarstökk og lendi með andlitið á stéttinni,“ sagði Hafþór. „Þetta var pínu dýr ferð fyrir mig og svo fékk ég aðeins í hnéð í leiknum og svona. Jólafríið er til að slaka á held ég og hvíla sig,“ sagði Hafþór en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan er síðan úrvalsliðið sem Seinni bylgjan valdi. S2 Sport
Olís-deild karla Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Sjá meira