Rosalegt sjónarhorn á rothöggið hans Jake Paul sem vill mæta UFC stjörnu næst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2021 08:31 Jake Paul talar og talar en stendur líka við stóru orðin inn í hringnum. AP/Chris O'Meara Samfélagsstjarnan Jake Paul hélt sigurgöngu sinni áfram í hringnum um helgina þegar hann kláraði andstæðing sinn með einn einu rohögginu. Paul rotaði fyrrum UFC-kappann Tyron Woodley í sjöttu lotu eftir frekar litlausan bardaga fram að því. Rothöggið var samt ekkert slor. Paul hefur verið á mikilli sigurgöngu og gerir nú allt til að ögra UFC og bestu bardagamönnum hennar. The 'Problem Child' @jakepaul is starting to become a problem for the UFC... pic.twitter.com/cAiZfOhhcv— GiveMeSport (@GiveMeSport) December 20, 2021 Paul þakkaði Tyron Woodley fyrir bardagann og það að hann var tilbúinn að hoppa inn með aðeins tveggja vikna fyrirvara eftir að Tommy Fury heltist úr lestinni. „Woodley er goðsögn. Ég tók með þessu ekkert frá hans ferli í UFC. Hann tók að sér þennan bardaga með aðeins tveggja fyrirvara af því að Tommy Fury er hugleysingi. Þetta er harður gæi og algjör goðsögn,“ sagði Jake Paul. Tommy Fury er hálfbróðir heimsmeistarans Tyson Fury en gaf frá sér bardagann þegar allt var löngu orðið klárt. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) „Þetta hlýtur að vera stærsta stundin í mínu lífi. Sjáið bara árið hjá mér. Þetta hefur engin gert. Fjórir stórir PPV bardagar á tólf mánuðum. Ég hef rotað alla sem ég keppt við,“ sagði Paul. Jake Paul var hins vegar löngu farinn að hugsa um næsta bardaga og vill nú fá að keppa við hetju úr röðu UFC. Hann beindi orðum sínum til Dana White. „Ég var að rota fimmfaldan UFC-meistara og gerði lítið úr öllu þínu fyrirtæki. Gerðu það, leyfðu mér að fá Kamaru Usman, leyfði mér að fá Diaz, leyfðu mér að fá Masvidal, leyfðu mér að fá McGregor. Því ég mun gera lítið úr þeim líka,“ sagði Jake Paul kokhraustur. Eins og sjá má á þessu rosalega sjónarhorni á rothöggið hans Jake Paul hér fyrir neðan þá getur Youtube-stjarnan vel barið frá sér í hringnum. View this post on Instagram A post shared by ESPN Ringside (@espnringside) Box Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira
Paul rotaði fyrrum UFC-kappann Tyron Woodley í sjöttu lotu eftir frekar litlausan bardaga fram að því. Rothöggið var samt ekkert slor. Paul hefur verið á mikilli sigurgöngu og gerir nú allt til að ögra UFC og bestu bardagamönnum hennar. The 'Problem Child' @jakepaul is starting to become a problem for the UFC... pic.twitter.com/cAiZfOhhcv— GiveMeSport (@GiveMeSport) December 20, 2021 Paul þakkaði Tyron Woodley fyrir bardagann og það að hann var tilbúinn að hoppa inn með aðeins tveggja vikna fyrirvara eftir að Tommy Fury heltist úr lestinni. „Woodley er goðsögn. Ég tók með þessu ekkert frá hans ferli í UFC. Hann tók að sér þennan bardaga með aðeins tveggja fyrirvara af því að Tommy Fury er hugleysingi. Þetta er harður gæi og algjör goðsögn,“ sagði Jake Paul. Tommy Fury er hálfbróðir heimsmeistarans Tyson Fury en gaf frá sér bardagann þegar allt var löngu orðið klárt. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) „Þetta hlýtur að vera stærsta stundin í mínu lífi. Sjáið bara árið hjá mér. Þetta hefur engin gert. Fjórir stórir PPV bardagar á tólf mánuðum. Ég hef rotað alla sem ég keppt við,“ sagði Paul. Jake Paul var hins vegar löngu farinn að hugsa um næsta bardaga og vill nú fá að keppa við hetju úr röðu UFC. Hann beindi orðum sínum til Dana White. „Ég var að rota fimmfaldan UFC-meistara og gerði lítið úr öllu þínu fyrirtæki. Gerðu það, leyfðu mér að fá Kamaru Usman, leyfði mér að fá Diaz, leyfðu mér að fá Masvidal, leyfðu mér að fá McGregor. Því ég mun gera lítið úr þeim líka,“ sagði Jake Paul kokhraustur. Eins og sjá má á þessu rosalega sjónarhorni á rothöggið hans Jake Paul hér fyrir neðan þá getur Youtube-stjarnan vel barið frá sér í hringnum. View this post on Instagram A post shared by ESPN Ringside (@espnringside)
Box Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira