Þórólfur vill endurvekja sóttkví við komuna til landsins Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2021 13:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill herða aðgerðir á landamærum vegna útbreiðslu ómíkronafbrigðisins. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til að allir farþegar á leið til landsins verði krafðir um neikvætt PCR-próf, sem ekki er eldra en tveggja sólarhringa gamalt, við byrðingu erlendis. Þá skulu allir farþegar með íslenska kennitölu fara í PCR-próf á heilsugæslunni innan tveggja sólarhringa eftir komu og sæta sóttkví þar til neikvæð niðurstaða liggur fyrir. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Þórólfur sendi heilbrigðisráðherra, en núverandi reglur á landamærum renna út 15. janúar næstkomandi. Heilbrigðiráðherra tilkynnti um hertar innanlandsaðgerðir í hádeginu. Þórólfur segir í minnisblaðinu að síðustu vikur hafi íslenskir ríkisborgarar verið undanþegnir þeirri skyldu að framvísa neikvæðu PCR- eða hraðgreiningaprófi við byrðingu en hafi þurft að undirgangast slík próf innan 48 klukkustunda eftir komu hingað til lands. Þeir hafa þó ekki þurft að sæta sóttkví. Ekki að greinast fyrr en að nokkrum dögum liðnum Í minnisblaðinu segir að flestir sem nú séu að greinast á landamærum tilheyri þessum hópi farþega og jafnvel séu margir með neikvætt próf við komu og greinast ekki fyrr en að nokkrum dögum liðnum og hafa þannig náð að smita aðra. „PCR próf tekið u.þ.b. sólarhring eftir komu á að tryggja betur að þessir einstaklingar greinist fyrr en ella. PCR próf eru til muna áreiðanlegri en hraðgreiningapróf og þarf að skoða hvort ekki eigi að krefja alla um PCR próf fyrir byrðingu en ekki gefa kost á hraðgreiningarprófi,“ segir Þórólfur. Takmörkuð sýnatökugeta á landamærum Sóttvarnalæknir segir að kanna þurfi möguleika á því að prófa alla farþega fyrir kórónaveirunni við komuna hingað til lands líkt og áður hefur verið gert. „Á þessari stundu er erfitt að sjá að það sé gerlegt vegna takmarkaðrar sýnatökugetu á landamærunum og takmarkaðrar greiningargetu. Þetta þarf hins vegar að skoða betur. Skoða þá leið að sýni séu tekin af ferðamönnum á landamærum en af öðrum á heilsugæslustöð. Einnig þarf að kanna hvernig auka megi greiningargetu,“ segir Þórólfur. Öll lönd há-áhættulönd Þá leggur Þórólfur til að lönd í sunnanverðri Afríku verði tekin af lista yfir lönd á há-áhættusvæði hvað varðar ómíkronafbrigðið. Þar sem afbrigðið sé orðið útbreitt í nánast öllum löndum þá þjóni litlum tilgangi að hafa sérstakar aðgerðir í gildi varðandi fólk sem kemur frá löndum í sunnanverðri Afríku. „Skynsamlegra er að líta á öll lönd sem áhættusvæði hvað varðar omicron afbrigðið og beita sömu sóttvarnaaðgerðum á alla farþega burtséð frá hvað þeir koma,“ segir sóttvarnalæknir í minnisblaðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði sem Þórólfur sendi heilbrigðisráðherra, en núverandi reglur á landamærum renna út 15. janúar næstkomandi. Heilbrigðiráðherra tilkynnti um hertar innanlandsaðgerðir í hádeginu. Þórólfur segir í minnisblaðinu að síðustu vikur hafi íslenskir ríkisborgarar verið undanþegnir þeirri skyldu að framvísa neikvæðu PCR- eða hraðgreiningaprófi við byrðingu en hafi þurft að undirgangast slík próf innan 48 klukkustunda eftir komu hingað til lands. Þeir hafa þó ekki þurft að sæta sóttkví. Ekki að greinast fyrr en að nokkrum dögum liðnum Í minnisblaðinu segir að flestir sem nú séu að greinast á landamærum tilheyri þessum hópi farþega og jafnvel séu margir með neikvætt próf við komu og greinast ekki fyrr en að nokkrum dögum liðnum og hafa þannig náð að smita aðra. „PCR próf tekið u.þ.b. sólarhring eftir komu á að tryggja betur að þessir einstaklingar greinist fyrr en ella. PCR próf eru til muna áreiðanlegri en hraðgreiningapróf og þarf að skoða hvort ekki eigi að krefja alla um PCR próf fyrir byrðingu en ekki gefa kost á hraðgreiningarprófi,“ segir Þórólfur. Takmörkuð sýnatökugeta á landamærum Sóttvarnalæknir segir að kanna þurfi möguleika á því að prófa alla farþega fyrir kórónaveirunni við komuna hingað til lands líkt og áður hefur verið gert. „Á þessari stundu er erfitt að sjá að það sé gerlegt vegna takmarkaðrar sýnatökugetu á landamærunum og takmarkaðrar greiningargetu. Þetta þarf hins vegar að skoða betur. Skoða þá leið að sýni séu tekin af ferðamönnum á landamærum en af öðrum á heilsugæslustöð. Einnig þarf að kanna hvernig auka megi greiningargetu,“ segir Þórólfur. Öll lönd há-áhættulönd Þá leggur Þórólfur til að lönd í sunnanverðri Afríku verði tekin af lista yfir lönd á há-áhættusvæði hvað varðar ómíkronafbrigðið. Þar sem afbrigðið sé orðið útbreitt í nánast öllum löndum þá þjóni litlum tilgangi að hafa sérstakar aðgerðir í gildi varðandi fólk sem kemur frá löndum í sunnanverðri Afríku. „Skynsamlegra er að líta á öll lönd sem áhættusvæði hvað varðar omicron afbrigðið og beita sömu sóttvarnaaðgerðum á alla farþega burtséð frá hvað þeir koma,“ segir sóttvarnalæknir í minnisblaðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira