Þórólfur vill endurvekja sóttkví við komuna til landsins Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2021 13:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill herða aðgerðir á landamærum vegna útbreiðslu ómíkronafbrigðisins. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til að allir farþegar á leið til landsins verði krafðir um neikvætt PCR-próf, sem ekki er eldra en tveggja sólarhringa gamalt, við byrðingu erlendis. Þá skulu allir farþegar með íslenska kennitölu fara í PCR-próf á heilsugæslunni innan tveggja sólarhringa eftir komu og sæta sóttkví þar til neikvæð niðurstaða liggur fyrir. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Þórólfur sendi heilbrigðisráðherra, en núverandi reglur á landamærum renna út 15. janúar næstkomandi. Heilbrigðiráðherra tilkynnti um hertar innanlandsaðgerðir í hádeginu. Þórólfur segir í minnisblaðinu að síðustu vikur hafi íslenskir ríkisborgarar verið undanþegnir þeirri skyldu að framvísa neikvæðu PCR- eða hraðgreiningaprófi við byrðingu en hafi þurft að undirgangast slík próf innan 48 klukkustunda eftir komu hingað til lands. Þeir hafa þó ekki þurft að sæta sóttkví. Ekki að greinast fyrr en að nokkrum dögum liðnum Í minnisblaðinu segir að flestir sem nú séu að greinast á landamærum tilheyri þessum hópi farþega og jafnvel séu margir með neikvætt próf við komu og greinast ekki fyrr en að nokkrum dögum liðnum og hafa þannig náð að smita aðra. „PCR próf tekið u.þ.b. sólarhring eftir komu á að tryggja betur að þessir einstaklingar greinist fyrr en ella. PCR próf eru til muna áreiðanlegri en hraðgreiningapróf og þarf að skoða hvort ekki eigi að krefja alla um PCR próf fyrir byrðingu en ekki gefa kost á hraðgreiningarprófi,“ segir Þórólfur. Takmörkuð sýnatökugeta á landamærum Sóttvarnalæknir segir að kanna þurfi möguleika á því að prófa alla farþega fyrir kórónaveirunni við komuna hingað til lands líkt og áður hefur verið gert. „Á þessari stundu er erfitt að sjá að það sé gerlegt vegna takmarkaðrar sýnatökugetu á landamærunum og takmarkaðrar greiningargetu. Þetta þarf hins vegar að skoða betur. Skoða þá leið að sýni séu tekin af ferðamönnum á landamærum en af öðrum á heilsugæslustöð. Einnig þarf að kanna hvernig auka megi greiningargetu,“ segir Þórólfur. Öll lönd há-áhættulönd Þá leggur Þórólfur til að lönd í sunnanverðri Afríku verði tekin af lista yfir lönd á há-áhættusvæði hvað varðar ómíkronafbrigðið. Þar sem afbrigðið sé orðið útbreitt í nánast öllum löndum þá þjóni litlum tilgangi að hafa sérstakar aðgerðir í gildi varðandi fólk sem kemur frá löndum í sunnanverðri Afríku. „Skynsamlegra er að líta á öll lönd sem áhættusvæði hvað varðar omicron afbrigðið og beita sömu sóttvarnaaðgerðum á alla farþega burtséð frá hvað þeir koma,“ segir sóttvarnalæknir í minnisblaðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði sem Þórólfur sendi heilbrigðisráðherra, en núverandi reglur á landamærum renna út 15. janúar næstkomandi. Heilbrigðiráðherra tilkynnti um hertar innanlandsaðgerðir í hádeginu. Þórólfur segir í minnisblaðinu að síðustu vikur hafi íslenskir ríkisborgarar verið undanþegnir þeirri skyldu að framvísa neikvæðu PCR- eða hraðgreiningaprófi við byrðingu en hafi þurft að undirgangast slík próf innan 48 klukkustunda eftir komu hingað til lands. Þeir hafa þó ekki þurft að sæta sóttkví. Ekki að greinast fyrr en að nokkrum dögum liðnum Í minnisblaðinu segir að flestir sem nú séu að greinast á landamærum tilheyri þessum hópi farþega og jafnvel séu margir með neikvætt próf við komu og greinast ekki fyrr en að nokkrum dögum liðnum og hafa þannig náð að smita aðra. „PCR próf tekið u.þ.b. sólarhring eftir komu á að tryggja betur að þessir einstaklingar greinist fyrr en ella. PCR próf eru til muna áreiðanlegri en hraðgreiningapróf og þarf að skoða hvort ekki eigi að krefja alla um PCR próf fyrir byrðingu en ekki gefa kost á hraðgreiningarprófi,“ segir Þórólfur. Takmörkuð sýnatökugeta á landamærum Sóttvarnalæknir segir að kanna þurfi möguleika á því að prófa alla farþega fyrir kórónaveirunni við komuna hingað til lands líkt og áður hefur verið gert. „Á þessari stundu er erfitt að sjá að það sé gerlegt vegna takmarkaðrar sýnatökugetu á landamærunum og takmarkaðrar greiningargetu. Þetta þarf hins vegar að skoða betur. Skoða þá leið að sýni séu tekin af ferðamönnum á landamærum en af öðrum á heilsugæslustöð. Einnig þarf að kanna hvernig auka megi greiningargetu,“ segir Þórólfur. Öll lönd há-áhættulönd Þá leggur Þórólfur til að lönd í sunnanverðri Afríku verði tekin af lista yfir lönd á há-áhættusvæði hvað varðar ómíkronafbrigðið. Þar sem afbrigðið sé orðið útbreitt í nánast öllum löndum þá þjóni litlum tilgangi að hafa sérstakar aðgerðir í gildi varðandi fólk sem kemur frá löndum í sunnanverðri Afríku. „Skynsamlegra er að líta á öll lönd sem áhættusvæði hvað varðar omicron afbrigðið og beita sömu sóttvarnaaðgerðum á alla farþega burtséð frá hvað þeir koma,“ segir sóttvarnalæknir í minnisblaðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira