Óþægilegt að fá skjálftahrinu rétt fyrir jól Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. desember 2021 10:25 Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. vísir/egill Grindvíkingar taka skjálftahrinunni sem nú gengur yfir á Reykjanesinu með ró og reyna að halda sinni rútínu fyrir hátíðirnar. Hún vekur þó upp óþægilegar minningar frá stóru hrinunni í byrjun árs og vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt að sögn bæjarstjórans. „Það var auðvitað óþægilegt að vera að fá svona jarðskjálftahrinu aftur núna eftir að þetta hafði legið niðri legni vel. Þannig að menn vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt þar sem var farið að skjálfa og fannst greinilega fyrir þessum skjálftum,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri. Og skjálftarnir halda áfram og hafa farið stækkandi með deginum. Sá stærsti í hrinunni mældist 4,9 nú rétt fyrir klukkan hálf tíu í morgun. Rétt fyrir hann varð annar stór skjálfti sem mældist 4,1. Óvissustig á svæðinu Þessir skjálftar finnast mjög vel í Grindavík sem er sá bær sem liggur næst upptökum skjálftanna. Þeir eru á svipuðu svæði og skjálftahrinurnar sem urður í byrjun árs fyrir gos. Almannavarnir hafa nú lýst yfir óvissustigi á svæðinu. Skjálftarnir hafa þó ekki verið af þeirri stærð að hlutir fari að falla úr hillum í Grindavík. „Nei, ekki höfum við orðið vör við það hérna. Ég er hérna á bæjarskrifstofunni og það er ekkert sem að hreyfist úr stað hérna hjá okkur og ég hef ekki heyrt að það hafi gerst í bænum. Þetta var náttúrulega áberandi skjálfti þannig við finnum fyrir honum en það hafa ekki hreyfst til munir eða fallið úr hillum svo ég viti til,“ segir Fannar. Halda sinni rútínu Bæjarbúar reyna að láta þetta ekki hafa áhrif á sig rétt fyrir jól en Fannar neitar því ekki að það sé auðvitað leiðinlegt að fá þessa hrinu núna, rétt eftir að fréttir af goslokum fóru að berast. „Jú, jú það er ekki því að neita, þetta er óþægilegt. Og vekur upp minningar um skjálftahrinuna sem var í janúar og febrúar og aðdraganda gossins þá. En við kunnum ekkert að lesa í þetta og reynum bara að fylgjast með því sem vísindamenn eru að greina í þessari stöðu,“ segir hann. „Við höldum bara okkar rútínu held ég. Og fólk reynir að taka þessu bara með ró. En svona, þetta hefði mátt missa sín.“ Nú bíði allir rólegir og taki því sem koma skal. Viðbragðsaðilar eru þá tilbúnir á svæðinu ef gos hefst eða stærri skjálftar verða. Er þetta að verða nýja normið hjá ykkur í Grindavík? „Vonandi ekki. En við vitum svo sem ekkert um þetta og tökum því sem höndum ber. En þetta er óneitanlega óþægilegt að þetta skuli vera að vakna aftur upp frá værum svefni en svo vitum við ekkert nema þetta sé bara að fjara út núna og sé bara tímabundið. Það verður bara að koma í ljós.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Náttúruhamfarir Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Óvissustig vegna skjálftanna við Fagradalsfjall Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Hrinan hófst í gær og stendur enn yfir. 22. desember 2021 10:08 Hrina lítilla skjálfta mælst við Fagradalsfjall en ekki merki um gosóróa Um klukkan fimm í dag hófst hrina smáskjálfta norðaustur af Geldingadölum og voru skjálftarnir orðnir um 340 talsins klukkan 22:30. Um er að ræða frekar litla skjálfta á um það bil sjö til átta kílómetra dýpi en sá stærsti mældist 1,8 að stærð klukkan 20:28. 21. desember 2021 22:33 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
„Það var auðvitað óþægilegt að vera að fá svona jarðskjálftahrinu aftur núna eftir að þetta hafði legið niðri legni vel. Þannig að menn vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt þar sem var farið að skjálfa og fannst greinilega fyrir þessum skjálftum,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri. Og skjálftarnir halda áfram og hafa farið stækkandi með deginum. Sá stærsti í hrinunni mældist 4,9 nú rétt fyrir klukkan hálf tíu í morgun. Rétt fyrir hann varð annar stór skjálfti sem mældist 4,1. Óvissustig á svæðinu Þessir skjálftar finnast mjög vel í Grindavík sem er sá bær sem liggur næst upptökum skjálftanna. Þeir eru á svipuðu svæði og skjálftahrinurnar sem urður í byrjun árs fyrir gos. Almannavarnir hafa nú lýst yfir óvissustigi á svæðinu. Skjálftarnir hafa þó ekki verið af þeirri stærð að hlutir fari að falla úr hillum í Grindavík. „Nei, ekki höfum við orðið vör við það hérna. Ég er hérna á bæjarskrifstofunni og það er ekkert sem að hreyfist úr stað hérna hjá okkur og ég hef ekki heyrt að það hafi gerst í bænum. Þetta var náttúrulega áberandi skjálfti þannig við finnum fyrir honum en það hafa ekki hreyfst til munir eða fallið úr hillum svo ég viti til,“ segir Fannar. Halda sinni rútínu Bæjarbúar reyna að láta þetta ekki hafa áhrif á sig rétt fyrir jól en Fannar neitar því ekki að það sé auðvitað leiðinlegt að fá þessa hrinu núna, rétt eftir að fréttir af goslokum fóru að berast. „Jú, jú það er ekki því að neita, þetta er óþægilegt. Og vekur upp minningar um skjálftahrinuna sem var í janúar og febrúar og aðdraganda gossins þá. En við kunnum ekkert að lesa í þetta og reynum bara að fylgjast með því sem vísindamenn eru að greina í þessari stöðu,“ segir hann. „Við höldum bara okkar rútínu held ég. Og fólk reynir að taka þessu bara með ró. En svona, þetta hefði mátt missa sín.“ Nú bíði allir rólegir og taki því sem koma skal. Viðbragðsaðilar eru þá tilbúnir á svæðinu ef gos hefst eða stærri skjálftar verða. Er þetta að verða nýja normið hjá ykkur í Grindavík? „Vonandi ekki. En við vitum svo sem ekkert um þetta og tökum því sem höndum ber. En þetta er óneitanlega óþægilegt að þetta skuli vera að vakna aftur upp frá værum svefni en svo vitum við ekkert nema þetta sé bara að fjara út núna og sé bara tímabundið. Það verður bara að koma í ljós.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Náttúruhamfarir Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Óvissustig vegna skjálftanna við Fagradalsfjall Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Hrinan hófst í gær og stendur enn yfir. 22. desember 2021 10:08 Hrina lítilla skjálfta mælst við Fagradalsfjall en ekki merki um gosóróa Um klukkan fimm í dag hófst hrina smáskjálfta norðaustur af Geldingadölum og voru skjálftarnir orðnir um 340 talsins klukkan 22:30. Um er að ræða frekar litla skjálfta á um það bil sjö til átta kílómetra dýpi en sá stærsti mældist 1,8 að stærð klukkan 20:28. 21. desember 2021 22:33 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Óvissustig vegna skjálftanna við Fagradalsfjall Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Hrinan hófst í gær og stendur enn yfir. 22. desember 2021 10:08
Hrina lítilla skjálfta mælst við Fagradalsfjall en ekki merki um gosóróa Um klukkan fimm í dag hófst hrina smáskjálfta norðaustur af Geldingadölum og voru skjálftarnir orðnir um 340 talsins klukkan 22:30. Um er að ræða frekar litla skjálfta á um það bil sjö til átta kílómetra dýpi en sá stærsti mældist 1,8 að stærð klukkan 20:28. 21. desember 2021 22:33