Búið að skemma aðventuna fyrir ástvinum þeirra sem hvíla í Heydalakirkjugarði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. desember 2021 11:48 Rósa fann meðal annars brotinn kross þegar hún heimsótti garðinn. Hana grunar að krossinn hafi brotnað þegar tré á leiði ömmu hennar var sagað í tvennt. Vísir „Það er búið að vinna skemmdarverk á leiðunum hjá fólkinu mínu,“ segir Rósa Elísabet Erlendsdóttir, íbúi á Breiðdalsvík. Hún heimsótti leiði ættvina sinna í Heydalakirkjugarði nú fyrir jól til að votta þeim virðingu en kom að þökulögðum leiðum, brotnum krossum og afsöguðum trjábolum. „Ég veit ekki hvað gerðist þarna. Ég held það hafi bara verið sóknarnefndin að skemmta sér eða eitthvað. Ég veit ekki hvað vakti fyrir þeim,“ segir Rósa í samtali við fréttastofu en Austurfrétt greindi frá málinu í gær. Fjöldi fólks hefur gagnrýnt sóknarnefndina í Breiðdal vegna málsins en hún tók sig til síðla sumars og fór í viðhald á kirkjugarðinum. Margir eru þó ósáttir með hve illa var staðið að málum. Stór svæði voru þökulögð, tré og hríslur skornar eða fjarlægðar og Rósa kom að brotnum krossi, sem hún telur hafa orðið undir trjátoppi sem sagaður var af leiði ömmu hennar. Kross á næsta leiði við leiði ömmu Rósu var brotinn þegar hún kom í garðinn.Aðsend Hún segir sóknarnefndina hvorki hafa haft samband við sig né aðra íbúa Breiðdals, sem eigi ættingja í kirkjugarðinum, áður en farið var í verkið. „Það búa svo margir í Breiðdalnum að þau komust ekki yfir það sóknarnefndin. Ætli íbúar nái ekki 180 manns með sveitunum og öllu,“ segir Rósa. Vill fá skýringu á því hvers vegna ráðist var á hrísluna Í svari sóknarnefndar við gagnrýni Rósu og fjölskyldu hennar, sem systir Rósu birti á Facebook, segir að ásetningur nefndarinnar hafi verið að snyrta og gera garðinn fínan, en ekki skemma neitt. Þá hafi umræddur kross ekki verið brotinn við tiltektina og tekin hafi verið ákvörðun um að fjarlægja tré sem voru illa farin. Hríslan á leiði frænda Rósu var skorin niður og drumburinn skilinn eftir.Aðsend „Við vonum að umræddur reyniviður muni taka aftur við sér þegar vorar á ný og nýir sprotar vaxi út úr stofninum sem skilinn var eftir,“ segir í svari sóknarnefndarinnar. Rósa gefur lítið fyrir þessi svör. „Ef maður skoðar myndir af hríslunni sér maður að hún er ekki brotin, hún er ekki fyrir og ekki stór. Ég vil bara fá skýringu á því af hverju þurfti að ráðast á þessa hríslu núna. Það er meiri úrsér vaxinn gróður í garðinum sem var látinn vera. Það er svo hlýlegt að koma í garðinn og sjá gróður, eitthvað lifandi og fallegt, þegar maður er að koma og heimsækja ástvini,“ segir Rósa. Sóknarnefndin eigi að vita hvernig ganga eigi um kirkjugarða Sóknarnenfndin segist sömuleiðis hafa óskað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum í vor áður en ráðist var í verkið en litlar undirtektir fengið. Rósa segist ekki hafa séð þá auglýsingu. „Ég tók ekki eftir því, það er ekki víst að ég hafi verið heima. Ég veit það ekki. En það getur ekki verið eðlilegt að hleypa hverjum sem er inn í garðinn og rétta þeim sög og bjóða þeim að gjöra svo vel. Ég tel það ekki eðlilega umgengni við leiði,“ segir Rósa. Tráð sem var á leiði ömmu Rósu var sömuleiðis sagað niður.Aðsend „Ég er alla vega alin upp við það hjá mömmu og pabba að ákveðnar siðareglur giltu í kirkjugörðum. Við mættum ekki stíga á leiðin, það ætti að sýna þeim virðingu og ganga vel um. Og ekki fjarlægja hluti af leiðum í leyfisleysi. Það eru ákveðnar siðareglur og ég held að sóknarnefndin ætti að vita það og fullorðið fólk yfir höfuð.“ Gróðursetti reyninn á leiði bróður síns sem lést 13 ára gamall Hún segir íbúa marga ósátta við tiltekina þó sóknarnefnd þyki íbúar eiga að vera þakkláta. „Við eigum bara að vera þakklát fyrir þetta. Þau hafi unnið sjálfboðavinnu og við eigum bara að vera þakklát. Og spyrja hvers konar vanþakklæti þetta er eiginlega hjá okkur. Blómin muni koma upp undan þökunum í góðri tíð í vor og tréð muni örugglega spretta aftur í vor segja þau. Tréð mun ekkert taka við sér í vor, það er búið að drepa það,“ segir Rósa. Rósa segist sjá mikið eftir reynihríslunni sem prýtt hafi leið frænda síns. Faðir hennar hafi sett það niður fyrir fimmtíu árum síðan. Hér má sjá ásýnd reynihríslunnar fyrir nokkrum sumrum.Aðsend „Það munar tveimur árum á pabba og bróður hans, sem dó þrettán ára gamall. Það er örugglega ekkert gaman að horfa á hann veslast upp í veikindum og svo reynir pabbi að gera leiðið hans fallegt, örugglega bara fyrir sjálfan sig líka. Og þegar pabbi er dáinn sé ráðist svona á leiðið af svona illsku,“ segir hún. „Mér finnst það bara mjög ljótt og mjög sárt að það skuli ekki vera betra innrætt fólk hérna sem umgengst garðinn. Það er bara mjög sárt.“ Ekkert hafi heyrst frá prestum sóknarinnar um málið. „Þetta er búið að skemma aðventuna að koma svona að leiði ástvina. Þetta er mjög ljótt,“ segir Rósa. „Fólk sem gengur svona um kirkjugarða ætti ekkert að umgangast þá. Það ætti bara að skammast sín og vera heima.“ Fréttastofa hafði samband við formann sóknarnefndarinnar sem vildi ekki ræða málið frekar. Kirkjugarðar Fjarðabyggð Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
„Ég veit ekki hvað gerðist þarna. Ég held það hafi bara verið sóknarnefndin að skemmta sér eða eitthvað. Ég veit ekki hvað vakti fyrir þeim,“ segir Rósa í samtali við fréttastofu en Austurfrétt greindi frá málinu í gær. Fjöldi fólks hefur gagnrýnt sóknarnefndina í Breiðdal vegna málsins en hún tók sig til síðla sumars og fór í viðhald á kirkjugarðinum. Margir eru þó ósáttir með hve illa var staðið að málum. Stór svæði voru þökulögð, tré og hríslur skornar eða fjarlægðar og Rósa kom að brotnum krossi, sem hún telur hafa orðið undir trjátoppi sem sagaður var af leiði ömmu hennar. Kross á næsta leiði við leiði ömmu Rósu var brotinn þegar hún kom í garðinn.Aðsend Hún segir sóknarnefndina hvorki hafa haft samband við sig né aðra íbúa Breiðdals, sem eigi ættingja í kirkjugarðinum, áður en farið var í verkið. „Það búa svo margir í Breiðdalnum að þau komust ekki yfir það sóknarnefndin. Ætli íbúar nái ekki 180 manns með sveitunum og öllu,“ segir Rósa. Vill fá skýringu á því hvers vegna ráðist var á hrísluna Í svari sóknarnefndar við gagnrýni Rósu og fjölskyldu hennar, sem systir Rósu birti á Facebook, segir að ásetningur nefndarinnar hafi verið að snyrta og gera garðinn fínan, en ekki skemma neitt. Þá hafi umræddur kross ekki verið brotinn við tiltektina og tekin hafi verið ákvörðun um að fjarlægja tré sem voru illa farin. Hríslan á leiði frænda Rósu var skorin niður og drumburinn skilinn eftir.Aðsend „Við vonum að umræddur reyniviður muni taka aftur við sér þegar vorar á ný og nýir sprotar vaxi út úr stofninum sem skilinn var eftir,“ segir í svari sóknarnefndarinnar. Rósa gefur lítið fyrir þessi svör. „Ef maður skoðar myndir af hríslunni sér maður að hún er ekki brotin, hún er ekki fyrir og ekki stór. Ég vil bara fá skýringu á því af hverju þurfti að ráðast á þessa hríslu núna. Það er meiri úrsér vaxinn gróður í garðinum sem var látinn vera. Það er svo hlýlegt að koma í garðinn og sjá gróður, eitthvað lifandi og fallegt, þegar maður er að koma og heimsækja ástvini,“ segir Rósa. Sóknarnefndin eigi að vita hvernig ganga eigi um kirkjugarða Sóknarnenfndin segist sömuleiðis hafa óskað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum í vor áður en ráðist var í verkið en litlar undirtektir fengið. Rósa segist ekki hafa séð þá auglýsingu. „Ég tók ekki eftir því, það er ekki víst að ég hafi verið heima. Ég veit það ekki. En það getur ekki verið eðlilegt að hleypa hverjum sem er inn í garðinn og rétta þeim sög og bjóða þeim að gjöra svo vel. Ég tel það ekki eðlilega umgengni við leiði,“ segir Rósa. Tráð sem var á leiði ömmu Rósu var sömuleiðis sagað niður.Aðsend „Ég er alla vega alin upp við það hjá mömmu og pabba að ákveðnar siðareglur giltu í kirkjugörðum. Við mættum ekki stíga á leiðin, það ætti að sýna þeim virðingu og ganga vel um. Og ekki fjarlægja hluti af leiðum í leyfisleysi. Það eru ákveðnar siðareglur og ég held að sóknarnefndin ætti að vita það og fullorðið fólk yfir höfuð.“ Gróðursetti reyninn á leiði bróður síns sem lést 13 ára gamall Hún segir íbúa marga ósátta við tiltekina þó sóknarnefnd þyki íbúar eiga að vera þakkláta. „Við eigum bara að vera þakklát fyrir þetta. Þau hafi unnið sjálfboðavinnu og við eigum bara að vera þakklát. Og spyrja hvers konar vanþakklæti þetta er eiginlega hjá okkur. Blómin muni koma upp undan þökunum í góðri tíð í vor og tréð muni örugglega spretta aftur í vor segja þau. Tréð mun ekkert taka við sér í vor, það er búið að drepa það,“ segir Rósa. Rósa segist sjá mikið eftir reynihríslunni sem prýtt hafi leið frænda síns. Faðir hennar hafi sett það niður fyrir fimmtíu árum síðan. Hér má sjá ásýnd reynihríslunnar fyrir nokkrum sumrum.Aðsend „Það munar tveimur árum á pabba og bróður hans, sem dó þrettán ára gamall. Það er örugglega ekkert gaman að horfa á hann veslast upp í veikindum og svo reynir pabbi að gera leiðið hans fallegt, örugglega bara fyrir sjálfan sig líka. Og þegar pabbi er dáinn sé ráðist svona á leiðið af svona illsku,“ segir hún. „Mér finnst það bara mjög ljótt og mjög sárt að það skuli ekki vera betra innrætt fólk hérna sem umgengst garðinn. Það er bara mjög sárt.“ Ekkert hafi heyrst frá prestum sóknarinnar um málið. „Þetta er búið að skemma aðventuna að koma svona að leiði ástvina. Þetta er mjög ljótt,“ segir Rósa. „Fólk sem gengur svona um kirkjugarða ætti ekkert að umgangast þá. Það ætti bara að skammast sín og vera heima.“ Fréttastofa hafði samband við formann sóknarnefndarinnar sem vildi ekki ræða málið frekar.
Kirkjugarðar Fjarðabyggð Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira