Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. desember 2021 11:27 Þórólfur sagði samstöðuna mikilvæga. Vísir/Vilhelm Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. Hann sagði menn hafa verið bjartsýna um það síðasta sumar að verið væri að ná tökum á veirunni með tveimur skömmtum gegn Covid-19 en delta hefði breytt þeirri mynd. Þá hefði verið gripið til þess ráðs að gefa örvunarskammt en nú væri enn eitt afbrigðið komið fram, ómíkron, sem hefði eiginleika sem hefðu sett allar áætlanir í uppnám. Hverjir eru þeir eiginleikar? Jú, sagði sóttvarnalæknir, afbrigðið er í fyrsta lagi smitnæmara; það er segja fleiri smitast á styttri tíma. Tvöföldunartími ómíkron sé talinn um tveir til þrír dagar en tvöföldunartími delta var um fjórir dagar. Meðgöngutíminn sé styttri; þrír dagar í stað fjögurra. En veldur ómíkron öðruvísi veikindum? Þórólfur segir einkennin svipuð og áður en vísbendingar séu uppi, sérstaklega í Suður-Afríku og Danmörku, um að afbrigðið valdi vægari veikindum en önnur afbrigði. Þó beri að hafa í huga að þeir sem hafa verið að veikjast í Danmörku séu flestir ungir og hraustir. 0,8 prósent hafi þurft að leggjast inn með ómíkron en hlutfallið hafi verið 1,5 með delta. Sóttvarnalæknir sagði þetta góð tíðindi en hafa þyrfti í huga að ef margir veiktust á sama tíma væru líkur á að fjöldi þyrfti á innlögn að halda, sem gæti skapað mikið álag á heilbrigðiskerfið. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar. Bólusetningar veittu einhverja vernd gegn smiti og vægum einkennum en örvunarskammturinn mun betri og þá ekki síst gegn alvarlegum sjúkdóm og dauða. Þórólfur sagði útlit fyrir að greindum myndi fjölga mikið á næstu dögum og nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir neyðarástand á Landspítalanum og öðrum sjúkrahúsum. Aðferðirnar væru þekktar; bólusetningar, grímunotkun, að virða fjarlægðarmörk og virða sóttvarnareglur. Sóttvarnalæknir sagði áframhaldandi samstöðu gríðarlega mikilvæga. Það væri mikil þreyta og uppgjöf í samfélaginu en við mættum ekki láta það draga úr okkur móðinn. Sagðist hann sannfærður um að bólusetningar og aðgerðir myndi gera okkur kleift að ná árangri þannig að hægt yrði að aflétta aðgerðum sem fyrst. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Hann sagði menn hafa verið bjartsýna um það síðasta sumar að verið væri að ná tökum á veirunni með tveimur skömmtum gegn Covid-19 en delta hefði breytt þeirri mynd. Þá hefði verið gripið til þess ráðs að gefa örvunarskammt en nú væri enn eitt afbrigðið komið fram, ómíkron, sem hefði eiginleika sem hefðu sett allar áætlanir í uppnám. Hverjir eru þeir eiginleikar? Jú, sagði sóttvarnalæknir, afbrigðið er í fyrsta lagi smitnæmara; það er segja fleiri smitast á styttri tíma. Tvöföldunartími ómíkron sé talinn um tveir til þrír dagar en tvöföldunartími delta var um fjórir dagar. Meðgöngutíminn sé styttri; þrír dagar í stað fjögurra. En veldur ómíkron öðruvísi veikindum? Þórólfur segir einkennin svipuð og áður en vísbendingar séu uppi, sérstaklega í Suður-Afríku og Danmörku, um að afbrigðið valdi vægari veikindum en önnur afbrigði. Þó beri að hafa í huga að þeir sem hafa verið að veikjast í Danmörku séu flestir ungir og hraustir. 0,8 prósent hafi þurft að leggjast inn með ómíkron en hlutfallið hafi verið 1,5 með delta. Sóttvarnalæknir sagði þetta góð tíðindi en hafa þyrfti í huga að ef margir veiktust á sama tíma væru líkur á að fjöldi þyrfti á innlögn að halda, sem gæti skapað mikið álag á heilbrigðiskerfið. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar. Bólusetningar veittu einhverja vernd gegn smiti og vægum einkennum en örvunarskammturinn mun betri og þá ekki síst gegn alvarlegum sjúkdóm og dauða. Þórólfur sagði útlit fyrir að greindum myndi fjölga mikið á næstu dögum og nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir neyðarástand á Landspítalanum og öðrum sjúkrahúsum. Aðferðirnar væru þekktar; bólusetningar, grímunotkun, að virða fjarlægðarmörk og virða sóttvarnareglur. Sóttvarnalæknir sagði áframhaldandi samstöðu gríðarlega mikilvæga. Það væri mikil þreyta og uppgjöf í samfélaginu en við mættum ekki láta það draga úr okkur móðinn. Sagðist hann sannfærður um að bólusetningar og aðgerðir myndi gera okkur kleift að ná árangri þannig að hægt yrði að aflétta aðgerðum sem fyrst.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira