Jólagjafir vinnustaða: Gjafabréf upp á 200 þúsund, 66° Norður og heyrnartól Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. desember 2021 11:01 Það kenndi ýmissa grasa í jólagjöfum fyrirtækjanna þetta árið. Getty Jólin eru fjölskylduhátíð, þar sem ástvinir eyða dýrmætum stundum saman, borða góðan mat og gleðja hver annan með ýmiskonar gjöfum. Það eru þó fleiri sem kjósa að gefa gjafir um hátíðirnar, nefnilega vinnuveitendur sem vilja gleðja starfsmenn sína. Vísir hefur tekið saman jólagjafir nokkurra fyrirtækja og annarra vinnustaða til starfsmanna sinna í ár, og þar kennir ýmissa grasa. 200 þúsund króna gjöf Samherja Starfsfólk Icelandair fékk 25 þúsund króna gjafabréf frá 66° Norður og litla mittistösku frá sama merki, sem er merkt Icelandair. Þá fékk starfsfólk flugfélagsins Play 30 þúsund króna gjafabréf hjá 66° Norður, íþróttatösku og spilið Pöbbkviss. Samherji gaf starfsfólki sínu veglega matarkörfu með fiski, kjöti, ostum og fleiru. Auk þess fékk starfsfólkið bakpoka og 200 þúsund króna gjafabréf í verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri. Verkfræðistofan Verkís gaf starfsfólki sínu gjafakort hjá Tix upp á 15 þúsund krónur og gjafabréf frá Arion banka upp á 110 þúsund krónur. Verkfræðistofan VSB gaf starfsfólki sínu 50 þúsund króna gjafakort og rauðvínsflösku. Starfsfólk Marel fékk 50 þúsund króna gjafakort í Kringluna og tvo launaða frídaga frá fyrirtækinu, en auk þess gaf starfsmannafélagið veglega gjafakörfu frá Sætum syndum. Landsbankinn gaf sínu starfsfólki 50 þúsund króna gjafabréf í Epal. Kvika banki gaf sínu starfsfólki þá 75 þúsund króna gjafabréf í Kringluna, á meðan starfsfólk Arion banka gat valið á milli þess að fá 50 þúsund króna gjafabréf í Bláa lónið, gistingu fyrir tvo í tvær nætur á Icelandair-hóteli ásamt morgunverði, 55 þúsund króna gjafabréf hjá Play eða 50 þúsund króna gjafabréf í Smáralind. Samherji gefur starfsfólki sínu á Akureyri meðal annars 200 þúsund króna gjafabréf í Glerártorg.Vísir/Sigurjón Íslenskur útivistarfatnaður vinsæll Starfsmönnum Landsvirkjunar stóð einnig til boða að velja á milli þriggja gjafa: Matarkörfu með hamborgarhrygg, lambaprime, hangikjöti og fleiru, eða samsvarandi vegan-körfu, gjafabréfi frá S4S upp á 35 þúsund krónur eða 35 þúsund króna gjafabréf frá Verkfærasölunni. Þá bauðst starfsfólki Advania að velja á milli 30 þúsund króna gjafabréfa í S4S, Kjötkompaníið eða Dekurbox Sky Lagoon. Þá gaf auglýsingastofan Hvíta húsið 50 þúsund króna gjafabréf í Kringluna, konfekt og borðlampa úr Epal. Höldur gaf sínu starfsfólki 30 þúsund króna gjafabréf í 66° Norður auk gjafakassa með kjöti, sultum og fleiru. Það er ljóst að gjafabréf í 66° Norður eru vinsæl jólagjöf í ár en Slippurinn á Akureyri gefur sínu starfsfólki slíkt gjafabréf upp á 25 þúsund krónur. Starfsfólk BL fær 70 þúsund króna gjafakort hjá Arion banka auk þess sem starfsmannafélagið gaf veglega mataröskju, en Síminn gefur gjafabréf upp á 60 þúsund krónur í S4S. Veitingarekstarfyrirækið Gleðipinnar gefur sínu starfsfólki Óskaskrín og jólanammi frá Freyju. Teppi og tíuþúsundkall Ríkisútvarpið gaf starfsfólki sínu teppi og 10 þúsund króna gjafabréf í Kringluna, en starfsfólk Kópavogsbæjar fær aðgangsmiða í Sky Lagoon, rétt eins og starfsfólk hjúkrunarheimilisins Grundar. Starfsfólk Reykjavíkurborgar fékk þá 10 þúsund króna gjafabréf frá Landsbankanum. Starfsmenn Þingeyjarsveitar fá átta þúsund króna gjafabréf frá Menningarfélagi Akureyrar en starfsfólk Reykjanesbæjar fær 12 þúsund króna gjafabréf í verslunum bæjarins og árskort í sund. Starfsmenn nágrannasveitarfélagsins í Grindavíkurbæ fá 15 þúsund króna gjafabréf sem hægt er að nota hjá fyrirtækjum þar í bæ. Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar fékk 10 þúsund króna bankakort frá Íslandsbanka. Þá fá starfsmenn Alþingis 15 þúsund króna peningagjafakort, tæplega 14 þúsund króna inneign í Borgaleikhúsið og gjafaöskju frá Sóley Organics. Umrædd gjöf tekur aðeins til starfsmanna Alþingis, ekki Alþingismanna, sem fengu ekki jólagjöf frá vinnustaðnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gefur starfsfólki sínu þá val um matarpakka frá Norðlenska/Kjarnafæði eða Happ. Þá gaf Strætó starfsfólki sínu gjafakassa með hamborgarhrygg, lambaprime, ostum og fleira góðgæti. Starfsfólk Ríkisútvarpsins fær teppi og tíu þúsund króna gjafabréf í Kringluna.Vísir/Vilhelm Úr mörgu að velja fyrir starfsmenn Landspítalans Athygli vakti á síðasta ári þegar starfsfólk Landspítalans, sem mikið hafði mætt á vegna heimsfaraldursins, fékk sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers og Omnom súkkulaði. Einhverjir bentu til að mynda á að gjafabréfið dygði ekki fyrir ódýrasta skóparinu í búðinni, og því þyrfti starfsfólk að borga með jólagjöfinni sinni, ætlaði það sér að nýta hana. Í ár er hvergi að finna skó á jólagjafalista spítalands en starfsmenn gátu nú valið milli eftirfarandi valkosta: 7.000 króna styrkur til Mæðrastyrksnefndar 14.000 króna gjafabréf hjá Sky Lagoon 9.000 króna gjafabréf hjá Sælkerabúðinni 12.000 króna gjafabréf hjá Cintamani 12.475 króna gjafabréf hjá FlyOver Iceland sem nýtist fyrir tvo fullorðna og eitt barn 14.990 króna gjafabréf hjá Zipline í Vík í Mýrdal 12.000 króna gjafabréf hjá Bestseller sem rekur verslanir Selected, Vera Moda, VILA, Jack & Jones og Name-it iPhone í fyrra en AirPods í ár Starfsfólk CCP fékk AirPods Pro-heyrnartól frá Apple og tveggja vikna launað jólafrí, en á síðasta ári leyndist iPhone 12 sími í pökkum starfsmanna fyrirtækisins. Starfsfólk Seðlabanka Íslands fékk þá körfu frá Ostabúðinni og 35 þúsund króna gjafabréf hjá S4S. Starfsfólk Costco fékk sjö þúsund króna inneign í versluninni sem verður að nota fyrir 1. febrúar á næsta ári. Þá gaf ráðgjafafyrirtækið EFLA starfsfólki sínu Óskaskrín að eigin vali. Starfsfólk Sýnar fékk val um þrjár gjafir: 25 þúsund króna gjafabréf frá 66° Norður, gistingu fyrir tvo hjá Íslandshótelum eða 20 þúsund króna gjafabréf hjá hönnunarfyrirtækinu FÓLK. Starfsmenn IKEA gátu valið um 16 þúsund króna bankakort, 20 þúsund króna gjafabréf hjá S4S eða aðgangsmiða í Sky Lagoon fyrir tvo. Starfsfólk BYKO fékk 50 þúsund króna gjafabréf í 66° Norður og einn launaðan frídag. Starfsmenn Ráðmenntar í Reykjanesbæ fékk þá 100 þúsund króna gjafabréf frá Íslandsbanka og fimm daga frí á fullum launum milli jóla og nýárs. Starfsmenn Smitten fengu 50 þúsund króna gjafabréf hjá flugfélaginu Play. Starfsfólks Pennans Eymundssonar fékk þá fimm til tíu þúsund króna inneign hjá versluninni, eftir starfshlutfalli. Starfsmenn Össurar fengu 40 þúsund króna gjafabréf í Kringluna og hálfan frídag á launum bæði á aðfangadag og gamlársdag. Starfsfólk H&M fékk 4.700 króna gjafabréf í Smáralind. Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir þær jólagjafir sem íslenskir vinnustaðir gáfu starfsfólki sínu. Sendu okkur endilega upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við listann að bæta. Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Vísir hefur tekið saman jólagjafir nokkurra fyrirtækja og annarra vinnustaða til starfsmanna sinna í ár, og þar kennir ýmissa grasa. 200 þúsund króna gjöf Samherja Starfsfólk Icelandair fékk 25 þúsund króna gjafabréf frá 66° Norður og litla mittistösku frá sama merki, sem er merkt Icelandair. Þá fékk starfsfólk flugfélagsins Play 30 þúsund króna gjafabréf hjá 66° Norður, íþróttatösku og spilið Pöbbkviss. Samherji gaf starfsfólki sínu veglega matarkörfu með fiski, kjöti, ostum og fleiru. Auk þess fékk starfsfólkið bakpoka og 200 þúsund króna gjafabréf í verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri. Verkfræðistofan Verkís gaf starfsfólki sínu gjafakort hjá Tix upp á 15 þúsund krónur og gjafabréf frá Arion banka upp á 110 þúsund krónur. Verkfræðistofan VSB gaf starfsfólki sínu 50 þúsund króna gjafakort og rauðvínsflösku. Starfsfólk Marel fékk 50 þúsund króna gjafakort í Kringluna og tvo launaða frídaga frá fyrirtækinu, en auk þess gaf starfsmannafélagið veglega gjafakörfu frá Sætum syndum. Landsbankinn gaf sínu starfsfólki 50 þúsund króna gjafabréf í Epal. Kvika banki gaf sínu starfsfólki þá 75 þúsund króna gjafabréf í Kringluna, á meðan starfsfólk Arion banka gat valið á milli þess að fá 50 þúsund króna gjafabréf í Bláa lónið, gistingu fyrir tvo í tvær nætur á Icelandair-hóteli ásamt morgunverði, 55 þúsund króna gjafabréf hjá Play eða 50 þúsund króna gjafabréf í Smáralind. Samherji gefur starfsfólki sínu á Akureyri meðal annars 200 þúsund króna gjafabréf í Glerártorg.Vísir/Sigurjón Íslenskur útivistarfatnaður vinsæll Starfsmönnum Landsvirkjunar stóð einnig til boða að velja á milli þriggja gjafa: Matarkörfu með hamborgarhrygg, lambaprime, hangikjöti og fleiru, eða samsvarandi vegan-körfu, gjafabréfi frá S4S upp á 35 þúsund krónur eða 35 þúsund króna gjafabréf frá Verkfærasölunni. Þá bauðst starfsfólki Advania að velja á milli 30 þúsund króna gjafabréfa í S4S, Kjötkompaníið eða Dekurbox Sky Lagoon. Þá gaf auglýsingastofan Hvíta húsið 50 þúsund króna gjafabréf í Kringluna, konfekt og borðlampa úr Epal. Höldur gaf sínu starfsfólki 30 þúsund króna gjafabréf í 66° Norður auk gjafakassa með kjöti, sultum og fleiru. Það er ljóst að gjafabréf í 66° Norður eru vinsæl jólagjöf í ár en Slippurinn á Akureyri gefur sínu starfsfólki slíkt gjafabréf upp á 25 þúsund krónur. Starfsfólk BL fær 70 þúsund króna gjafakort hjá Arion banka auk þess sem starfsmannafélagið gaf veglega mataröskju, en Síminn gefur gjafabréf upp á 60 þúsund krónur í S4S. Veitingarekstarfyrirækið Gleðipinnar gefur sínu starfsfólki Óskaskrín og jólanammi frá Freyju. Teppi og tíuþúsundkall Ríkisútvarpið gaf starfsfólki sínu teppi og 10 þúsund króna gjafabréf í Kringluna, en starfsfólk Kópavogsbæjar fær aðgangsmiða í Sky Lagoon, rétt eins og starfsfólk hjúkrunarheimilisins Grundar. Starfsfólk Reykjavíkurborgar fékk þá 10 þúsund króna gjafabréf frá Landsbankanum. Starfsmenn Þingeyjarsveitar fá átta þúsund króna gjafabréf frá Menningarfélagi Akureyrar en starfsfólk Reykjanesbæjar fær 12 þúsund króna gjafabréf í verslunum bæjarins og árskort í sund. Starfsmenn nágrannasveitarfélagsins í Grindavíkurbæ fá 15 þúsund króna gjafabréf sem hægt er að nota hjá fyrirtækjum þar í bæ. Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar fékk 10 þúsund króna bankakort frá Íslandsbanka. Þá fá starfsmenn Alþingis 15 þúsund króna peningagjafakort, tæplega 14 þúsund króna inneign í Borgaleikhúsið og gjafaöskju frá Sóley Organics. Umrædd gjöf tekur aðeins til starfsmanna Alþingis, ekki Alþingismanna, sem fengu ekki jólagjöf frá vinnustaðnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gefur starfsfólki sínu þá val um matarpakka frá Norðlenska/Kjarnafæði eða Happ. Þá gaf Strætó starfsfólki sínu gjafakassa með hamborgarhrygg, lambaprime, ostum og fleira góðgæti. Starfsfólk Ríkisútvarpsins fær teppi og tíu þúsund króna gjafabréf í Kringluna.Vísir/Vilhelm Úr mörgu að velja fyrir starfsmenn Landspítalans Athygli vakti á síðasta ári þegar starfsfólk Landspítalans, sem mikið hafði mætt á vegna heimsfaraldursins, fékk sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers og Omnom súkkulaði. Einhverjir bentu til að mynda á að gjafabréfið dygði ekki fyrir ódýrasta skóparinu í búðinni, og því þyrfti starfsfólk að borga með jólagjöfinni sinni, ætlaði það sér að nýta hana. Í ár er hvergi að finna skó á jólagjafalista spítalands en starfsmenn gátu nú valið milli eftirfarandi valkosta: 7.000 króna styrkur til Mæðrastyrksnefndar 14.000 króna gjafabréf hjá Sky Lagoon 9.000 króna gjafabréf hjá Sælkerabúðinni 12.000 króna gjafabréf hjá Cintamani 12.475 króna gjafabréf hjá FlyOver Iceland sem nýtist fyrir tvo fullorðna og eitt barn 14.990 króna gjafabréf hjá Zipline í Vík í Mýrdal 12.000 króna gjafabréf hjá Bestseller sem rekur verslanir Selected, Vera Moda, VILA, Jack & Jones og Name-it iPhone í fyrra en AirPods í ár Starfsfólk CCP fékk AirPods Pro-heyrnartól frá Apple og tveggja vikna launað jólafrí, en á síðasta ári leyndist iPhone 12 sími í pökkum starfsmanna fyrirtækisins. Starfsfólk Seðlabanka Íslands fékk þá körfu frá Ostabúðinni og 35 þúsund króna gjafabréf hjá S4S. Starfsfólk Costco fékk sjö þúsund króna inneign í versluninni sem verður að nota fyrir 1. febrúar á næsta ári. Þá gaf ráðgjafafyrirtækið EFLA starfsfólki sínu Óskaskrín að eigin vali. Starfsfólk Sýnar fékk val um þrjár gjafir: 25 þúsund króna gjafabréf frá 66° Norður, gistingu fyrir tvo hjá Íslandshótelum eða 20 þúsund króna gjafabréf hjá hönnunarfyrirtækinu FÓLK. Starfsmenn IKEA gátu valið um 16 þúsund króna bankakort, 20 þúsund króna gjafabréf hjá S4S eða aðgangsmiða í Sky Lagoon fyrir tvo. Starfsfólk BYKO fékk 50 þúsund króna gjafabréf í 66° Norður og einn launaðan frídag. Starfsmenn Ráðmenntar í Reykjanesbæ fékk þá 100 þúsund króna gjafabréf frá Íslandsbanka og fimm daga frí á fullum launum milli jóla og nýárs. Starfsmenn Smitten fengu 50 þúsund króna gjafabréf hjá flugfélaginu Play. Starfsfólks Pennans Eymundssonar fékk þá fimm til tíu þúsund króna inneign hjá versluninni, eftir starfshlutfalli. Starfsmenn Össurar fengu 40 þúsund króna gjafabréf í Kringluna og hálfan frídag á launum bæði á aðfangadag og gamlársdag. Starfsfólk H&M fékk 4.700 króna gjafabréf í Smáralind. Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir þær jólagjafir sem íslenskir vinnustaðir gáfu starfsfólki sínu. Sendu okkur endilega upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við listann að bæta.
Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira