Það er ef marka má frétt Fótbolti.net um málið en vefurinn greindi frá áhuga Vålerenga, Bodö/Glimt, Rosenborg, Hammarby og Malmö á miðverðinum knáa seint í gærkvöldi.
Þar kemur einnig fram að Lecce sé nú þegar búið að samþykkja tilboð í Brynjar Inga og það tilboð komi frá Noregi.
Brynjar Ingi hefur aðeins spilað 45 mínútur í ítölsku B-deildinni síðan hann gekk í raðir Lecce frá KA síðasta sumar. Liðinu hefur gengið ágætlega, situr í 4. sæti og hefur aðeins fengið á sig 15 mörk að loknum 17 umferðum.
Þessi 22 ára gamli miðvörður hefur hins vegar heillað land og þjóð með frammistöðum sínum með íslenska A-landsliðinu en hann hefur nú spilað 10 landsleiki og skorað í þeim tvö mörk.