Manchester City safnar fyrir Haaland Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2021 13:15 Borussia Dortmund Training And Press Conference MANCHESTER, ENGLAND - APRIL 05: Erling Haaland of Borussia Dortmund and Jude Bellingham of Borussia Dortmund during the training at Etihad Stadium on April 5, 2021 in Manchester, England. (Photo by Alexandre Simoes/Borussia Dortmund via Getty Images) Manchester City er sagt hafa nú þegar samþykkt sölu á fjórum leikmönnum fyrir næsta sumar, en talið er að fjármunirnir sem fáist fyrir þær sölur verði notaðir til að kaupa norska framherjann Erling Braut Haaland frá Borussia Dortmund. Það er Manchester Evening News sem greinir frá þessu, en lengi hefur verið rætt um það að City vanti framherja í lið sitt. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, sagði þó á blaðamannafundi í vikunni að hann ætlaði sér ekki að versla framherja þegar janúarglugginn opnar á næstu dögum. Ferran Torres er nálægt því að ganga í raðir Barcelona frá Manchester City og brottför hans frá liðinu ýtir undir þörf Englandsmeistaranna á framherja. Guardiola lagði blessun sína á sölu Torres frá liðinu og sagði að hann myndi alltaf leyfa óánægðum leikmönnum að leita á önnur mið. Salan á Torres mun skila allt að 55 milljónum punda í kassann hjá Manchester City og þá er félagið tilbúið að selja þrjá leikmenn í viðbót sem allir eru á láni hjá öðrum félögum um þessar mundir. Í fyrsta lagi hefur Sporting í Portúgal möguleika á að kaupa Pedro Porro fyrir átta milljónir punda eftir að tveggja ára lánssamningur hans rennur út í sumar. Sögusagnir eru um áhuga frá Real Madrid á leikmanninum, en líklegt verður að teljast að Sporting nýti sér ákvæði í lánssamningnum sem gerir þeim kleift að kaupa leikmanninn sem hefur vaxið mikið í Portúgal. Þá á Schalke möguleika á að kaupa japanska landsliðsmanninn Ko Itakura fyrir fimm milljónir punda og Bournemouth getur eignast enska unglingalandsliðsmanninn Morgan Rogers fyrir níu milljónir punda. Verðið fyrir Rogers hækkar þó í 12 milljónir punda ef Bournemouth mistekst að komast upp í ensku úrvalsdeildina. Ef öll þessi viðskipti ganga í gegn gæti City safnað 75-80 milljónum punda, en samkvæmt klásúlu í samningi Haaland má hann yfirgefa Dortmund fyrir 75 milljónir punda. Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira
Það er Manchester Evening News sem greinir frá þessu, en lengi hefur verið rætt um það að City vanti framherja í lið sitt. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, sagði þó á blaðamannafundi í vikunni að hann ætlaði sér ekki að versla framherja þegar janúarglugginn opnar á næstu dögum. Ferran Torres er nálægt því að ganga í raðir Barcelona frá Manchester City og brottför hans frá liðinu ýtir undir þörf Englandsmeistaranna á framherja. Guardiola lagði blessun sína á sölu Torres frá liðinu og sagði að hann myndi alltaf leyfa óánægðum leikmönnum að leita á önnur mið. Salan á Torres mun skila allt að 55 milljónum punda í kassann hjá Manchester City og þá er félagið tilbúið að selja þrjá leikmenn í viðbót sem allir eru á láni hjá öðrum félögum um þessar mundir. Í fyrsta lagi hefur Sporting í Portúgal möguleika á að kaupa Pedro Porro fyrir átta milljónir punda eftir að tveggja ára lánssamningur hans rennur út í sumar. Sögusagnir eru um áhuga frá Real Madrid á leikmanninum, en líklegt verður að teljast að Sporting nýti sér ákvæði í lánssamningnum sem gerir þeim kleift að kaupa leikmanninn sem hefur vaxið mikið í Portúgal. Þá á Schalke möguleika á að kaupa japanska landsliðsmanninn Ko Itakura fyrir fimm milljónir punda og Bournemouth getur eignast enska unglingalandsliðsmanninn Morgan Rogers fyrir níu milljónir punda. Verðið fyrir Rogers hækkar þó í 12 milljónir punda ef Bournemouth mistekst að komast upp í ensku úrvalsdeildina. Ef öll þessi viðskipti ganga í gegn gæti City safnað 75-80 milljónum punda, en samkvæmt klásúlu í samningi Haaland má hann yfirgefa Dortmund fyrir 75 milljónir punda.
Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira