Búast má við enn hærri tölum eftir helgi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. desember 2021 18:38 Gríðarlegur fjöldi hefur skimaður á Suðurlandsbraut síðustu daga. Vísir/Vilhelm 16 ára unglingur er í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans vegna Covid-19. Enn einn metdagurinn var í fjölda þeirra sem greindust smitaðir af Covid-19 í gær eða 522. Verið er að undirbúa að opna fimmta farsóttarhúsið. 493 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær og 29 á landamærum. Aðeins tæplega þriðjungur var í sóttkví við greiningu. Þetta er þriðji dagurinn í þessari viku sem met er slegið. Tæplega 3.200 manns eru í einangrun og ríflega 4.000 í sóttkví. Alls eru ellefu á Landspítala, þar af fjórir á gjörgæslu. Af þeim eru þrír í öndunarvél. Einn þeirra er aðeins sextán ára gamall samkvæmt upplýsingum frá Landspítala. Ekki var unnt að fá frekari upplýsingar um líðan viðkomandi. Langflestir þeirra sem eru í einangrun núna eru á aldrinum 18-29 ára en þar á eftir kemur aldurshópurinn 6-12 ára. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir talsmaður almannavarna segir að tölur síðustu daga komi ekki á óvart. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir talsmaður almannavarna segir að tölur síðustu daga komi ekki á óvart.Vísir „Þetta er það sem við bjuggumst við og það sem að minnisblað Þórólfs byggir á og spálíkanið hans Thors Asperlunds. Við vitum það náttúrulega um helgar og á frídögum eins og þessum eru alltaf færri sýni en venjulega þannig að það má búast við enn meiri aukningu næstu daga.“ Gríðarlegt álag sé á smitrakningarteyminu. „Smitrakningin gengur vel en líka af því við höfum bætt mikið við fjöldann í úthringingum. Við höfum líka fengið aðstoð frá sjálfboðaliðum frá Rauða krossinum sem hringja kauplaust í fólk nú yfir hátíðarnar,“ segir hún. Ingibjörg segir flesta taka símtali um einangrun eða sóttkví af yfirvegun. „Það er alveg ótrúlegt hvað langflestir sýna þessu mikið æðruleysi og fara strax í að reyna að finna nýjar leiðir til að verja tímanum saman eins og með fjarfundarbúnaði og öðru,“ segir Ingibjörg. Ríflega 200 dvelja nú í farsóttarhúsnunum í Reykjavík og eru ennþá nokkur herbergi laus. Búist er við að fimmta farsóttarhúsið opni í Reykjavík í janúar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sextán ára í öndunarvél vegna Covid Sextán ára einstaklingur liggur í öndunarvél á gjörgæslu á Landspítalanum vegna veikinda af völdum kórónuveirunnar. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans, í samtali við fréttastofu. 25. desember 2021 15:57 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
493 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær og 29 á landamærum. Aðeins tæplega þriðjungur var í sóttkví við greiningu. Þetta er þriðji dagurinn í þessari viku sem met er slegið. Tæplega 3.200 manns eru í einangrun og ríflega 4.000 í sóttkví. Alls eru ellefu á Landspítala, þar af fjórir á gjörgæslu. Af þeim eru þrír í öndunarvél. Einn þeirra er aðeins sextán ára gamall samkvæmt upplýsingum frá Landspítala. Ekki var unnt að fá frekari upplýsingar um líðan viðkomandi. Langflestir þeirra sem eru í einangrun núna eru á aldrinum 18-29 ára en þar á eftir kemur aldurshópurinn 6-12 ára. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir talsmaður almannavarna segir að tölur síðustu daga komi ekki á óvart. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir talsmaður almannavarna segir að tölur síðustu daga komi ekki á óvart.Vísir „Þetta er það sem við bjuggumst við og það sem að minnisblað Þórólfs byggir á og spálíkanið hans Thors Asperlunds. Við vitum það náttúrulega um helgar og á frídögum eins og þessum eru alltaf færri sýni en venjulega þannig að það má búast við enn meiri aukningu næstu daga.“ Gríðarlegt álag sé á smitrakningarteyminu. „Smitrakningin gengur vel en líka af því við höfum bætt mikið við fjöldann í úthringingum. Við höfum líka fengið aðstoð frá sjálfboðaliðum frá Rauða krossinum sem hringja kauplaust í fólk nú yfir hátíðarnar,“ segir hún. Ingibjörg segir flesta taka símtali um einangrun eða sóttkví af yfirvegun. „Það er alveg ótrúlegt hvað langflestir sýna þessu mikið æðruleysi og fara strax í að reyna að finna nýjar leiðir til að verja tímanum saman eins og með fjarfundarbúnaði og öðru,“ segir Ingibjörg. Ríflega 200 dvelja nú í farsóttarhúsnunum í Reykjavík og eru ennþá nokkur herbergi laus. Búist er við að fimmta farsóttarhúsið opni í Reykjavík í janúar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sextán ára í öndunarvél vegna Covid Sextán ára einstaklingur liggur í öndunarvél á gjörgæslu á Landspítalanum vegna veikinda af völdum kórónuveirunnar. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans, í samtali við fréttastofu. 25. desember 2021 15:57 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Sextán ára í öndunarvél vegna Covid Sextán ára einstaklingur liggur í öndunarvél á gjörgæslu á Landspítalanum vegna veikinda af völdum kórónuveirunnar. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans, í samtali við fréttastofu. 25. desember 2021 15:57