Söng eitt vinsælasta sumarlag Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 28. desember 2021 23:19 Sigurdór Sigurdórsson syngur Þórsmerkurljóðið fræga í sjónvarpsþætti á Stöð 2 árið 1990. Skjáskot/Stöð 2. Söngvarinn sem gerði Þórsmerkurljóðið um hana Maríu að einhverjum vinsælasta sumarsöng Íslendinga er látinn. Hann hét Sigurdór Sigurdórsson og var jafnframt einn reynslumesti blaðamaður þjóðarinnar. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um andlát Sigurdórs og lagið sem sló í gegn árið 1960 þegar hann söng það með hljómsveit Svavars Gests. Þrjátíu árum síðar söng hann lagið fræga í þætti á Stöð 2 með upphafserindinu: „Ennþá geymist það mér í minni, María, María, hvernig við fundumst í fyrsta sinni, María, María. Upphaf þess fundar var í þeim dúr, að ætluðum bæði í Merkurtúr. María, María, María, María, María, María.“ Sigurdór syngur óðinn til Maríu í sjónvarpsþættinum árið 1990.Skjáskot/Stöð 2. Sigurdór lést á Landspítalanum á öðrum degi jóla, 83 ára að aldri. Í þættinum árið 1990 rifjaði hann upp með Helga Péturssyni þegar hljómsveitin heyrði fyrst Þórsmerkurljóð Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings. Það var á skemmtun hjá Ferðafélagi Íslands þar sem Sigurður söng sjálfur ljóðið sem hann samdi við þýskt þjóðlag. Blaðamaðurinn Sigurdór Sigurdórsson merkti greinar sínar jafnan sem S.dór.Úr einkasafni Sigurdór var fjölmiðlamaður mestan sinn starfsferil í hálfa öld, fyrst prentari en síðar blaðamaður við Þjóðviljann, DV, Dag og Bændablaðið, en hann var einnig kunnur fararstjóri og vísnasafnari. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Sigrúnu Gissurardóttur. Þau eignuðust tvær dætur, þrjú barnabörn og fyrsta langafabarnið fæddist í haust. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 og hlýða á brot úr laginu fræga: Hér má sjá fimm mínútna kafla úr sjónvarpsþætti á Stöð 2 árið 1990 þar sem Sigurdór syngur Þórsmerkurljóð í heild sinni: Andlát Tónlist Fjölmiðlar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um andlát Sigurdórs og lagið sem sló í gegn árið 1960 þegar hann söng það með hljómsveit Svavars Gests. Þrjátíu árum síðar söng hann lagið fræga í þætti á Stöð 2 með upphafserindinu: „Ennþá geymist það mér í minni, María, María, hvernig við fundumst í fyrsta sinni, María, María. Upphaf þess fundar var í þeim dúr, að ætluðum bæði í Merkurtúr. María, María, María, María, María, María.“ Sigurdór syngur óðinn til Maríu í sjónvarpsþættinum árið 1990.Skjáskot/Stöð 2. Sigurdór lést á Landspítalanum á öðrum degi jóla, 83 ára að aldri. Í þættinum árið 1990 rifjaði hann upp með Helga Péturssyni þegar hljómsveitin heyrði fyrst Þórsmerkurljóð Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings. Það var á skemmtun hjá Ferðafélagi Íslands þar sem Sigurður söng sjálfur ljóðið sem hann samdi við þýskt þjóðlag. Blaðamaðurinn Sigurdór Sigurdórsson merkti greinar sínar jafnan sem S.dór.Úr einkasafni Sigurdór var fjölmiðlamaður mestan sinn starfsferil í hálfa öld, fyrst prentari en síðar blaðamaður við Þjóðviljann, DV, Dag og Bændablaðið, en hann var einnig kunnur fararstjóri og vísnasafnari. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Sigrúnu Gissurardóttur. Þau eignuðust tvær dætur, þrjú barnabörn og fyrsta langafabarnið fæddist í haust. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 og hlýða á brot úr laginu fræga: Hér má sjá fimm mínútna kafla úr sjónvarpsþætti á Stöð 2 árið 1990 þar sem Sigurdór syngur Þórsmerkurljóð í heild sinni:
Andlát Tónlist Fjölmiðlar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira