„Dóttir mín dó í fanginu á mér“ Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2021 16:31 Soledad Peralta og Juan Pablo Orellana Larenas foreldrar Valentinu Orellana-Peralta á blaðamannafundi í gær. AP/Ringo H.W.Chiu Móðir fjórtán ára stúlku sem varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns og dó í Los Angeles segist ekkert hafa getað gert til að bjarga lífi dóttur sinnar. Þær höfðu leitað skjóls í mátunarklefa verslunar eftir að maður réðst á konur með hjólalás í versluninni. Valentina Orellana-Peralta var að leita sér að kjól en þegar þær heyrðu öskur úr versluninni, læstu þær mæðgurnar sig inn í mátunarklefanum. „Við settumst niður og héldum utan um hvora aðra, biðjandi, þegar eitthvað hæfði dóttur mína Valentinu svo við féllum í gólfið,“ sagði Soledad Peralta á blaðamannafundi í gær. „Dóttir mín dó í fanginu á mér. „Ég gat ekkert gert.“ Fjölskyldan er upprunalega frá Chile en þau fluttu til Bandaríkjanna til að komast frá ofbeldi og óréttlæti þar og í leit að betra lífi í Bandaríkjunum. Á blaðamannafundinum í gær kölluðu foreldrarnir eftir réttlæti fyrir hönd dóttur þeirra. Soledad Peralta sagði þær mæðgur hafa leitað skjóls í mátunarklefanum vegna öskra í versluninni.AP/Ringo H.W. Chiu Mæðgurnar höfðu verið í Bandaríkjunum í um hálft ár en Juan Pablo Orellana Larenas, faðir Valentinu ætlaði að flytjast þangað á næstunni. Lögreglan í Los Angeles birti í vikunni langt myndband sem sýndi slysaskotið og aðdraganda þess. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur lögmaður fjölskyldunnar þó krafist þess að fá aðgang að fleiri upptökum og myndefni. Myndband lögreglunnar sýnir mann ráðast á tvær konur í versluninni, að virðist af handahófi. Einn sem hringdi í neyðarlínuna varaði við því að maðurinn væri með byssu, sem var ekki rétt. Annars sagði manninn ekki vopnaðan öðru en lásnum og varaði við því að viðskiptavinir hefðu leitað skjóls inn í versluninni. Einn lögregluþjónanna í versluninni fór fremstur en heyra má á upptökunum að aðrir segja honum ítrekað að hægja á sér. Þegar fremsti lögregluþjóninn, sem var vopnaður riffli, kemur að konu sem hinn 24 ára gamli Daniel Elena Lopez hafði ráðist á, sá hann Lopes við enda gangsins og skaut þremur skotum að honum. Talið er að eitt þeirra skota hafi skoppað af gólfinu, farið í gegnum vegg og hæft Valentinu í brjóstið inn í mátunarklefa. Á myndbandinu sem lögreglan birti má heyra öskur móður hennar. LA Times hefur eftir lögmanni fjölskyldunnar að lögregluþjónar hefðu átt að búast við því að það væri fólk inn í versluninni. Fjölskylda Valentinu telji að öðrum aðferðum hefði átt að vera beitt og þá hefði dóttir þeirra ekki dáið. Slysaskotið er til rannsóknar hjá yfirvöldum í Los Angeles og Kaliforníu. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd í kjölfar dauða Valentinu og á það einnig við aðferðir lögreglunnar í atvikum sem þessum þar sem óvíst er hvort sökudólgar séu vopnaðir en ekki. Mike Bonin, sem situr í borgarráði Los Angeles, sagði á Twitter að skot lögregluþjónsins hefðu ekki verið réttlætanleg. Hann hafði ekki gefið Lopez neinar skipanir áður en hann skaut hann og þar að auki hafi Lopez verið óvopnaður öðru en lásnum þegar hann var skotinn og hafi ekki verið að nálgast fórnarlamb sitt eða lögregluþjóna. This use of force is unjustifiable. I m hopeful an investigation will come to the same conclusion. If this is somehow found to be within LAPD policy and protocol, those policies and protocols *must* be changed.— Mike Bonin (@mikebonin) December 28, 2021 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Valentina Orellana-Peralta var að leita sér að kjól en þegar þær heyrðu öskur úr versluninni, læstu þær mæðgurnar sig inn í mátunarklefanum. „Við settumst niður og héldum utan um hvora aðra, biðjandi, þegar eitthvað hæfði dóttur mína Valentinu svo við féllum í gólfið,“ sagði Soledad Peralta á blaðamannafundi í gær. „Dóttir mín dó í fanginu á mér. „Ég gat ekkert gert.“ Fjölskyldan er upprunalega frá Chile en þau fluttu til Bandaríkjanna til að komast frá ofbeldi og óréttlæti þar og í leit að betra lífi í Bandaríkjunum. Á blaðamannafundinum í gær kölluðu foreldrarnir eftir réttlæti fyrir hönd dóttur þeirra. Soledad Peralta sagði þær mæðgur hafa leitað skjóls í mátunarklefanum vegna öskra í versluninni.AP/Ringo H.W. Chiu Mæðgurnar höfðu verið í Bandaríkjunum í um hálft ár en Juan Pablo Orellana Larenas, faðir Valentinu ætlaði að flytjast þangað á næstunni. Lögreglan í Los Angeles birti í vikunni langt myndband sem sýndi slysaskotið og aðdraganda þess. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur lögmaður fjölskyldunnar þó krafist þess að fá aðgang að fleiri upptökum og myndefni. Myndband lögreglunnar sýnir mann ráðast á tvær konur í versluninni, að virðist af handahófi. Einn sem hringdi í neyðarlínuna varaði við því að maðurinn væri með byssu, sem var ekki rétt. Annars sagði manninn ekki vopnaðan öðru en lásnum og varaði við því að viðskiptavinir hefðu leitað skjóls inn í versluninni. Einn lögregluþjónanna í versluninni fór fremstur en heyra má á upptökunum að aðrir segja honum ítrekað að hægja á sér. Þegar fremsti lögregluþjóninn, sem var vopnaður riffli, kemur að konu sem hinn 24 ára gamli Daniel Elena Lopez hafði ráðist á, sá hann Lopes við enda gangsins og skaut þremur skotum að honum. Talið er að eitt þeirra skota hafi skoppað af gólfinu, farið í gegnum vegg og hæft Valentinu í brjóstið inn í mátunarklefa. Á myndbandinu sem lögreglan birti má heyra öskur móður hennar. LA Times hefur eftir lögmanni fjölskyldunnar að lögregluþjónar hefðu átt að búast við því að það væri fólk inn í versluninni. Fjölskylda Valentinu telji að öðrum aðferðum hefði átt að vera beitt og þá hefði dóttir þeirra ekki dáið. Slysaskotið er til rannsóknar hjá yfirvöldum í Los Angeles og Kaliforníu. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd í kjölfar dauða Valentinu og á það einnig við aðferðir lögreglunnar í atvikum sem þessum þar sem óvíst er hvort sökudólgar séu vopnaðir en ekki. Mike Bonin, sem situr í borgarráði Los Angeles, sagði á Twitter að skot lögregluþjónsins hefðu ekki verið réttlætanleg. Hann hafði ekki gefið Lopez neinar skipanir áður en hann skaut hann og þar að auki hafi Lopez verið óvopnaður öðru en lásnum þegar hann var skotinn og hafi ekki verið að nálgast fórnarlamb sitt eða lögregluþjóna. This use of force is unjustifiable. I m hopeful an investigation will come to the same conclusion. If this is somehow found to be within LAPD policy and protocol, those policies and protocols *must* be changed.— Mike Bonin (@mikebonin) December 28, 2021
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira