Þríbólusettur og í 23 daga sóttkví gefst ekki upp fyrir dómstólum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2021 15:15 Myndin er frá bólusetningum í Laugardalshöll en tengist fréttinni að öðru leyti ekki. Vísir/vilhelm Þríbólusettur einstaklingur sem þarf samkvæmt úrskurði héraðsdóms að sæta sóttkví í 23 daga hefur kært niðurstöðuna til Landsréttar. Viðkomandi segist hafa verið útsettur fyrir smiti á heimili sínu frá 10. desember án þess að smitast. Það staðfesti fjölmörg PCR-próf sem hann hafi farið í. Fréttablaðið greindi í gær frá því að Héraðsdómur Reykjaness hefði staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis að einstaklingurinn þyrfti að sæta fyrrnefndri sóttkví. Var ákvörðunin á grundvelli þess að einstaklingurinn hafði verið í nálægð við fólk smitað af Covid-19 á tveimur mismunandi tímum. Í tilkynningu Gunnars Inga Jóhannssonar lögmanns segir: „Umbjóðandi minn er þríbólusettur, hefur margsinnis gengið undir pcr-próf sem öll reyndust neikvæð, og verið samfellt útsettur fyrir smiti á heimili sínu frá 10. desember sl. án þess að smitast. Umbjóðandi minn telur þann tíma sem hann hefur verið skikkaður til að vera í sóttkví, þ.e. 23 dagar, óhóflegan auk þess sem hann telur margvíslega meinbugi á málsmeðferð sóttvarnarlæknis.“ Málið verði að öðru leyti ekki rekið í fjölmiðlum hér eftir. Óvíst er hvenær Landsréttur kveður upp úrskurð sinn í málinu. Svo gæti farið að viðkomandi væri laus úr sóttkví áður en úrskurður fellur. Þar með væri uppi skortur á lögvörðum hagsmunum einstaklingsins enda ekki lengur í sóttkví. Fleiri mál hafa verið rekin fyrir dómstólum gegn sóttvarnalækni. Þannig staðfesti héraðsdómur í gærkvöldi ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun í tilfelli fimm einstaklinga sem greindust með Covid-19. Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður, rekur málin og segir til skoðunar að fara með þau fyrir Landsrétt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Dómsmál Tengdar fréttir Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun Héraðsdómari hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun í tilfelli fimm einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Lögmaður fólksins segir það verða skoðað hvort farið verði með málið lengra. 29. desember 2021 09:34 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að sviðsetja bílslys Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
Fréttablaðið greindi í gær frá því að Héraðsdómur Reykjaness hefði staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis að einstaklingurinn þyrfti að sæta fyrrnefndri sóttkví. Var ákvörðunin á grundvelli þess að einstaklingurinn hafði verið í nálægð við fólk smitað af Covid-19 á tveimur mismunandi tímum. Í tilkynningu Gunnars Inga Jóhannssonar lögmanns segir: „Umbjóðandi minn er þríbólusettur, hefur margsinnis gengið undir pcr-próf sem öll reyndust neikvæð, og verið samfellt útsettur fyrir smiti á heimili sínu frá 10. desember sl. án þess að smitast. Umbjóðandi minn telur þann tíma sem hann hefur verið skikkaður til að vera í sóttkví, þ.e. 23 dagar, óhóflegan auk þess sem hann telur margvíslega meinbugi á málsmeðferð sóttvarnarlæknis.“ Málið verði að öðru leyti ekki rekið í fjölmiðlum hér eftir. Óvíst er hvenær Landsréttur kveður upp úrskurð sinn í málinu. Svo gæti farið að viðkomandi væri laus úr sóttkví áður en úrskurður fellur. Þar með væri uppi skortur á lögvörðum hagsmunum einstaklingsins enda ekki lengur í sóttkví. Fleiri mál hafa verið rekin fyrir dómstólum gegn sóttvarnalækni. Þannig staðfesti héraðsdómur í gærkvöldi ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun í tilfelli fimm einstaklinga sem greindust með Covid-19. Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður, rekur málin og segir til skoðunar að fara með þau fyrir Landsrétt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Dómsmál Tengdar fréttir Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun Héraðsdómari hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun í tilfelli fimm einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Lögmaður fólksins segir það verða skoðað hvort farið verði með málið lengra. 29. desember 2021 09:34 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að sviðsetja bílslys Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun Héraðsdómari hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun í tilfelli fimm einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Lögmaður fólksins segir það verða skoðað hvort farið verði með málið lengra. 29. desember 2021 09:34