240 milljónir fóru í ráðherrabílana Snorri Másson skrifar 30. desember 2021 13:01 Ráðherrabílarnir eru flottir, en ekki skattgreiðendum að kostnaðarlausu. Vísir/Vilhelm Ríkissjóður greiddi tæplega 240 milljónir í rekstur bifreiða og laun bílstjóra fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar á líðandi ári. Stjórnvöld fjárfestu í þremur nýjum rafmagnsjeppum, þar sem hver bíll kostaði níu milljónir króna. Þær þekkjast úr fjarlægð lúxusbifreiðarnar tólf sem ráðherrarnir ferðast um í á hverjum degi, hver og einn með sinn einkabílstjóra. Þetta eru flestallt biksvartir og glansandi nýir jeppar frá til dæmis Audi, Mercedes Benz, Toyota og Volvo. En uppihald þessara mikilvægu innviða kostar sitt. Samkvæmt svari frá Umbra - þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, sem annast alla akstursþjónustu fyrir ráðherra - jókst kostnaðurinn við rekstur bifreiðanna á milli áranna 2020 og 2021. Ríkissjóður greiddi 239 milljónir fyrir laun, rekstur og afskriftir í málaflokknum á árinu 2021 en aðeins 232 milljónir árið 2020. Í ár eru innifaldar í heildarkostnaðinum 27 milljónir króna fyrir þrjá nýja rafmagnsjeppa af gerðinni Audi eTron 55, sem keyptir voru í samræmi við niðurstöðu útboðs á vegum Ríkiskaupa. Á nýhöfnu kjörtímabili fer fjöldi ráðherra úr ellefu í tólf, sem getur þýtt að bílstjóra í viðbót þurfi við. Samkvæmt þessum útreikningi myndi slík ráðstöfun útheimta um 20 milljónir í útgjöld á ári hverju. Ekki aðeins mun nýtt ráðuneyti því líklega kosta um 200 milljónir í rekstri árlega, heldur gætu þessar 20 milljónir í aksturskostnað bæst við. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ráðherrabílaflotinn verður rafvæddur Þegar hafa verið settar upp hleðslustöðvar á bílastæði sex ráðuneyta. 6. nóvember 2018 16:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Þær þekkjast úr fjarlægð lúxusbifreiðarnar tólf sem ráðherrarnir ferðast um í á hverjum degi, hver og einn með sinn einkabílstjóra. Þetta eru flestallt biksvartir og glansandi nýir jeppar frá til dæmis Audi, Mercedes Benz, Toyota og Volvo. En uppihald þessara mikilvægu innviða kostar sitt. Samkvæmt svari frá Umbra - þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, sem annast alla akstursþjónustu fyrir ráðherra - jókst kostnaðurinn við rekstur bifreiðanna á milli áranna 2020 og 2021. Ríkissjóður greiddi 239 milljónir fyrir laun, rekstur og afskriftir í málaflokknum á árinu 2021 en aðeins 232 milljónir árið 2020. Í ár eru innifaldar í heildarkostnaðinum 27 milljónir króna fyrir þrjá nýja rafmagnsjeppa af gerðinni Audi eTron 55, sem keyptir voru í samræmi við niðurstöðu útboðs á vegum Ríkiskaupa. Á nýhöfnu kjörtímabili fer fjöldi ráðherra úr ellefu í tólf, sem getur þýtt að bílstjóra í viðbót þurfi við. Samkvæmt þessum útreikningi myndi slík ráðstöfun útheimta um 20 milljónir í útgjöld á ári hverju. Ekki aðeins mun nýtt ráðuneyti því líklega kosta um 200 milljónir í rekstri árlega, heldur gætu þessar 20 milljónir í aksturskostnað bæst við.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ráðherrabílaflotinn verður rafvæddur Þegar hafa verið settar upp hleðslustöðvar á bílastæði sex ráðuneyta. 6. nóvember 2018 16:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Ráðherrabílaflotinn verður rafvæddur Þegar hafa verið settar upp hleðslustöðvar á bílastæði sex ráðuneyta. 6. nóvember 2018 16:22