Væntingar til Willums dvínuðu eftir fyrstu aðgerðir hans Heimir Már Pétursson skrifar 31. desember 2021 12:01 Almenningur hefur mestar væntingar til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra þótt þær dvínuðu eftir að hann kynnti fyrstu sóttvarnaaðgerðir sínar hinn 22. desember. Væntingar til fyrrverandi heilbrigðisráðherra dvínuðu einnig eftir að aðgerðirnar voru kynntar. Vísir/Vilhelm Landsmenn höfðu mestar væntingar til nýs heilbrigðisráðherra af öllum ráðherrum ríkisstjórnarinnar áður en hann greip til fyrstu sóttvarnaaðgerða sinna. Væntingarnar minnkuðu mikið eftir það. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra bar höfuð og herðar yfir aðra ráðherra í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur framan af þegar spurt var um væntingar til ráðherra, samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem gerð var dagana 15. til 28. desember. 35,8 prósent sögðust bera mestar væntingar til Willums, tæplega tuttugu prósent til Ásmundar Einars Daðasonar og forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir var í þriðja sæti með 13,2 prósent. Aðrir ráðherrar voru með væntingar í eins stafs tölu. Jón Gunnarsson var hins vegar á botninum því tæplega þrjátíu prósent sögðust bera minnstar væntingar til hans, 16,3 prósent báru minnstar væntingar til Bjarna Benediktssonar og tæplega sautján prósent til Guðmundar Inga Guðbrandssonar. Staðan breyttist hins vegar eftir 22. desember þegar Willum Þór Þórsson kynnti fyrstu sóttvarnaaðgerðir sínar. Eftir það báru nítján prósent mestar væntingar til hans en Ásmundur Einar skaust upp væntingaskalann í 30,5 prósent. Katrín Jakbosdóttir var áfram á svipuðum slóðum með tæp þrettán prósent og aðrir í eins stafs tölum. Staða Jóns Gunnarssonar með minnstar væntingar skánaði aðeins því eftir aðgerðirnar sögðust um 25 prósent bera minnstar væntingar til hans, Svandís Svavarsdóttir fer í annað sæti minnstra væntinga og Áslaug Arna í það þriðja. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn stefnulaus á mikilvægum tímum Fyrstu fjárlög kjörtímabilsins eru orðin að merkisbera ríkisstjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna. Efni þeirra er að mestu leyti óbreytt frá síðustu fjárlögum. Í þeim eru engin svör að finna við vandamálum í ríkisrekstri. Fátækt fólk er skilið eftir eina ferðina enn. 31. desember 2021 10:01 240 milljónir fóru í ráðherrabílana Ríkissjóður greiddi tæplega 240 milljónir í rekstur bifreiða og laun bílstjóra fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar á líðandi ári. Stjórnvöld fjárfestu í þremur nýjum rafmagnsjeppum, þar sem hver bíll kostaði níu milljónir króna. 30. desember 2021 13:01 Katrín: Ekki skemmtileg tíðindi í aðdraganda jóla Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar. 21. desember 2021 19:20 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra bar höfuð og herðar yfir aðra ráðherra í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur framan af þegar spurt var um væntingar til ráðherra, samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem gerð var dagana 15. til 28. desember. 35,8 prósent sögðust bera mestar væntingar til Willums, tæplega tuttugu prósent til Ásmundar Einars Daðasonar og forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir var í þriðja sæti með 13,2 prósent. Aðrir ráðherrar voru með væntingar í eins stafs tölu. Jón Gunnarsson var hins vegar á botninum því tæplega þrjátíu prósent sögðust bera minnstar væntingar til hans, 16,3 prósent báru minnstar væntingar til Bjarna Benediktssonar og tæplega sautján prósent til Guðmundar Inga Guðbrandssonar. Staðan breyttist hins vegar eftir 22. desember þegar Willum Þór Þórsson kynnti fyrstu sóttvarnaaðgerðir sínar. Eftir það báru nítján prósent mestar væntingar til hans en Ásmundur Einar skaust upp væntingaskalann í 30,5 prósent. Katrín Jakbosdóttir var áfram á svipuðum slóðum með tæp þrettán prósent og aðrir í eins stafs tölum. Staða Jóns Gunnarssonar með minnstar væntingar skánaði aðeins því eftir aðgerðirnar sögðust um 25 prósent bera minnstar væntingar til hans, Svandís Svavarsdóttir fer í annað sæti minnstra væntinga og Áslaug Arna í það þriðja.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn stefnulaus á mikilvægum tímum Fyrstu fjárlög kjörtímabilsins eru orðin að merkisbera ríkisstjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna. Efni þeirra er að mestu leyti óbreytt frá síðustu fjárlögum. Í þeim eru engin svör að finna við vandamálum í ríkisrekstri. Fátækt fólk er skilið eftir eina ferðina enn. 31. desember 2021 10:01 240 milljónir fóru í ráðherrabílana Ríkissjóður greiddi tæplega 240 milljónir í rekstur bifreiða og laun bílstjóra fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar á líðandi ári. Stjórnvöld fjárfestu í þremur nýjum rafmagnsjeppum, þar sem hver bíll kostaði níu milljónir króna. 30. desember 2021 13:01 Katrín: Ekki skemmtileg tíðindi í aðdraganda jóla Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar. 21. desember 2021 19:20 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Ný ríkisstjórn stefnulaus á mikilvægum tímum Fyrstu fjárlög kjörtímabilsins eru orðin að merkisbera ríkisstjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna. Efni þeirra er að mestu leyti óbreytt frá síðustu fjárlögum. Í þeim eru engin svör að finna við vandamálum í ríkisrekstri. Fátækt fólk er skilið eftir eina ferðina enn. 31. desember 2021 10:01
240 milljónir fóru í ráðherrabílana Ríkissjóður greiddi tæplega 240 milljónir í rekstur bifreiða og laun bílstjóra fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar á líðandi ári. Stjórnvöld fjárfestu í þremur nýjum rafmagnsjeppum, þar sem hver bíll kostaði níu milljónir króna. 30. desember 2021 13:01
Katrín: Ekki skemmtileg tíðindi í aðdraganda jóla Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar. 21. desember 2021 19:20