Rakel meyr eftir síðasta vinnudaginn hjá Ríkisútvarpinu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. desember 2021 15:06 Rakel Þorbergsdóttir er hætt sem fréttastjóri og heldur nú á vit nýrra ævintýra. Aðsend Rakel Þorbergsdóttir lauk sinni síðustu vakt í dag á Ríkisútvarpinu í bili eftir 22 ára starf á fréttastofunni. Hún lætur þar af leiðandi af störfum sem fréttastjóri og hyggst byrja nýtt ár á tveggja mánaða leyfi. Því næst á vit ævintýranna. Blaðamaður náði tali af Rakel þegar hún hafði nýlokið sínum síðasta vinnudegi á Ríkisútvarpinu. Hún segir að erfitt hafi verið að kveðja fréttastofuna eftir 22 ár á sama vinnustað og hrósaði samstarfsfélögum sínum í hástert. Vinnufélagarnir söfnuðust saman í dag og komu henni á óvart þegar hún hafði lokið sinni síðustu beinu útsendingu. „Ég hef nú verið að grínast með það síðustu daga að þetta er eins og að vera stödd í eigin erfidrykkju, af því ég á náttúrulega marga góða félaga hér sem ég á eftir að sakna og maður er bara pínu meyr af því þetta er svo gott og skemmtilegt fólk sem ég er að vinna með. Og það er erfitt að kveðja það þó að maður vilji söðla um og prófa eitthvað nýtt,“ segir Rakel. „Þetta hljómar örugglega allt mjög klisjukennt“ Rakel hyggst byrja nýtt ár á tveggja mánaða uppsöfnuðu leyfi en að hennar sögn hefur aldrei gefist færi á að nýta það. Ekki er ljóst hver næstu skref verði að öðru leyti en hún segir hlæjandi í samtali við blaðamann að líklega standi til ætla uppfæra ferilskrána. „Sumum finnst þetta vera svolítið kalt, að ætla að vaða svona út í óvissuna, en ég er bara furðu brött og glöð með þetta allt saman. Ég bara hlakka til nýrra ævintýra. Þetta hljómar örugglega allt mjög klisjukennt en ég er bara á þessum góða stað,“ segir Rakel glöð í bragði. Fjölmiðlar Vistaskipti Ríkisútvarpið Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheimum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Blaðamaður náði tali af Rakel þegar hún hafði nýlokið sínum síðasta vinnudegi á Ríkisútvarpinu. Hún segir að erfitt hafi verið að kveðja fréttastofuna eftir 22 ár á sama vinnustað og hrósaði samstarfsfélögum sínum í hástert. Vinnufélagarnir söfnuðust saman í dag og komu henni á óvart þegar hún hafði lokið sinni síðustu beinu útsendingu. „Ég hef nú verið að grínast með það síðustu daga að þetta er eins og að vera stödd í eigin erfidrykkju, af því ég á náttúrulega marga góða félaga hér sem ég á eftir að sakna og maður er bara pínu meyr af því þetta er svo gott og skemmtilegt fólk sem ég er að vinna með. Og það er erfitt að kveðja það þó að maður vilji söðla um og prófa eitthvað nýtt,“ segir Rakel. „Þetta hljómar örugglega allt mjög klisjukennt“ Rakel hyggst byrja nýtt ár á tveggja mánaða uppsöfnuðu leyfi en að hennar sögn hefur aldrei gefist færi á að nýta það. Ekki er ljóst hver næstu skref verði að öðru leyti en hún segir hlæjandi í samtali við blaðamann að líklega standi til ætla uppfæra ferilskrána. „Sumum finnst þetta vera svolítið kalt, að ætla að vaða svona út í óvissuna, en ég er bara furðu brött og glöð með þetta allt saman. Ég bara hlakka til nýrra ævintýra. Þetta hljómar örugglega allt mjög klisjukennt en ég er bara á þessum góða stað,“ segir Rakel glöð í bragði.
Fjölmiðlar Vistaskipti Ríkisútvarpið Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheimum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira