Sögulega djúp lægð í kortunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. janúar 2022 22:13 Lægðirnar gerast varla dýpri en sú sem er spáð síðar í vikunni. Vísir/Vilhelm Lægðin sem nú stefnir á landið úr vestri stefnir í að verða fádæma djúp. Ef frá eru taldir fellibyljir er ekki vitað um margar lægðir hér á landi sem eru dýpri. Þetta kemur fram á veðurfræðivefnum blika.is. Þar segir að yfir suðurríkjum Bandaríkjanna sé nú lægð sem valdi miklu vetrarveðri á austurströnd Bandaríkjanna í dag. Lægðin komi til með að halda áfram upp með ströndinni og suður yfir Nýfundnaland. „Þar mætir heit lægðin mjög köldu lofti og dýpkar hratt á miðvikudag. Á fimmtudagsmorgun er lægðamiðjunni svo spáð vestur af Faxaflóa. Standist spárnar þá verður þrýstingur í lægðarmiðju í kringum 925 hPa,“ segir á vefnum. Þar kemur einnig fram að jafn djúpar lægðir séu afar fátíðar, og raunar sé ekki vitað um margar dýpri lægðir hér á landi en þá sem væntanleg er, ef frá eru taldir fellibyljir. „Þrjár lægðir keppast um titilinn dýpsta lægð í nágrenni Íslands og jafnframt um titilinn dýpsta lægð í heimi. Þann 2. desember 1929 mældist þrýstingur 920 hPa á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Þetta var löngu fyrir tíma gervihnatta og ómögulegt að vita hversu djúp lægðin var, þó verður að teljast líklegt að lægðin hafi verið eitthvað dýpri. Svo liðu rúmlega 50 ár þar til ný lægð lét að sér kveðja. Sú kom upp að landinu þann 15.des 1986. Þá er talið að þrýstingur í lægðamiðju hafi farið niður í 914 hPa. Kort sem sýnir þá lægð má sjá hér að neðan sem unnið er úr ERA Interim endurgreiningunni og er fengið af brunni Veðurstofunnar,“ segir á blika.is. Veður Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Þetta kemur fram á veðurfræðivefnum blika.is. Þar segir að yfir suðurríkjum Bandaríkjanna sé nú lægð sem valdi miklu vetrarveðri á austurströnd Bandaríkjanna í dag. Lægðin komi til með að halda áfram upp með ströndinni og suður yfir Nýfundnaland. „Þar mætir heit lægðin mjög köldu lofti og dýpkar hratt á miðvikudag. Á fimmtudagsmorgun er lægðamiðjunni svo spáð vestur af Faxaflóa. Standist spárnar þá verður þrýstingur í lægðarmiðju í kringum 925 hPa,“ segir á vefnum. Þar kemur einnig fram að jafn djúpar lægðir séu afar fátíðar, og raunar sé ekki vitað um margar dýpri lægðir hér á landi en þá sem væntanleg er, ef frá eru taldir fellibyljir. „Þrjár lægðir keppast um titilinn dýpsta lægð í nágrenni Íslands og jafnframt um titilinn dýpsta lægð í heimi. Þann 2. desember 1929 mældist þrýstingur 920 hPa á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Þetta var löngu fyrir tíma gervihnatta og ómögulegt að vita hversu djúp lægðin var, þó verður að teljast líklegt að lægðin hafi verið eitthvað dýpri. Svo liðu rúmlega 50 ár þar til ný lægð lét að sér kveðja. Sú kom upp að landinu þann 15.des 1986. Þá er talið að þrýstingur í lægðamiðju hafi farið niður í 914 hPa. Kort sem sýnir þá lægð má sjá hér að neðan sem unnið er úr ERA Interim endurgreiningunni og er fengið af brunni Veðurstofunnar,“ segir á blika.is.
Veður Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira