Íhuga að létta sóttkví fólks með örvunarskammt Eiður Þór Árnason skrifar 5. janúar 2022 11:19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að faraldurinn sé enn í töluverðum vexti og brátt muni nást gott samfélagslegt ónæmi. Vísir/Vilhelm Til skoðunar er hvort hægt sé að létta sóttkví hjá þríbólusettum einstaklingum í ljósi þess mikla fjölda sem er nú sendur í sóttkví á hverjum degi. Verða þær fyrirætlanir kynntar nánar á næstu dögum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Hann segist enn vera sannfærður um að á næstu vikum eða mánuðum muni takast að skapa hér það mikið samfélagslegt ónæmi að smitum fari að fækka verulega og fólk geti snúið til eðlilegra lífs. Þó sé erfitt að segja til um á þessari stundu hvort það muni marka endalok Covid-faraldursins. Þórólfur sagði enn óljóst hvenær toppnum yrði náð og áfram sé hætta á frekari innlögnum á sjúkrahús sem hafi færst í aukanna. Sóttvarnalæknir telur að breyting á sóttkví þríbólusettra geti markað upphafið að ýmsum tilslökunum. Með þessu megi meðal annars koma til móts við atvinnulífið sem hafi fundið mikið fyrir áhrifum faraldursins. Þórólfur sagði að þetta ætti eftir að koma betur í ljós en takmörkunum yrði frekar aflétt í hægum skrefum en öllum á einum tímapunkti. Allir á gjörgæslu með delta Þórólfur sagði að útbreiðsla faraldursins hér á landi sé áfram í töluverðum vexti líkt og víða erlendis. Að minnsta kosti 90% þeirra sem greinast nú eru með ómíkron afbrigðið en áfram greinast á milli 100 til 150 einstaklingar með delta-afbrigðið á degi hverjum. Frá 15. desember hefur ómíkron greinst hjá um 40% þeirra sem hafa lagst inn á spítala. Allir sem eru nú á gjörgæslu eru með delta afbrigði veirunnar og nær allir eru óbólusettir. Karlmaðurinn á sjötugsaldri sem lést af völdum Covid-19 í gær var ekki bólusettur. Rúmlega 160 þúsund manns hafa fengið örvunarskammt.Vísir/Vilhelm Alvarlegar afleiðingar af völdum ómíkron afbrigðisins virðast vera um 30 til 50 prósent ólíklegri en af völdum delta, samkvæmt erlendum rannsóknum. Að sögn Þórólfs virðist þetta ríma við þróunina hér á landi. Ómíkron virðist hér vera algengast hjá yngri fullorðnum einstaklingum en delta hjá börnum. Þórólfur hvetur fólk áfram til að mæta í bólusetningu og þiggja örvunarskammt þar sem ljóst sé að bólusetning verndi betur gegn smiti af völdum delta en ómíkron. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 1.074 greindust innanlands í gær 1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent. 5. janúar 2022 10:49 Andlát vegna Covid-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést af völdum Covid-19 á Landspítala í gær. 5. janúar 2022 10:17 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Hann segist enn vera sannfærður um að á næstu vikum eða mánuðum muni takast að skapa hér það mikið samfélagslegt ónæmi að smitum fari að fækka verulega og fólk geti snúið til eðlilegra lífs. Þó sé erfitt að segja til um á þessari stundu hvort það muni marka endalok Covid-faraldursins. Þórólfur sagði enn óljóst hvenær toppnum yrði náð og áfram sé hætta á frekari innlögnum á sjúkrahús sem hafi færst í aukanna. Sóttvarnalæknir telur að breyting á sóttkví þríbólusettra geti markað upphafið að ýmsum tilslökunum. Með þessu megi meðal annars koma til móts við atvinnulífið sem hafi fundið mikið fyrir áhrifum faraldursins. Þórólfur sagði að þetta ætti eftir að koma betur í ljós en takmörkunum yrði frekar aflétt í hægum skrefum en öllum á einum tímapunkti. Allir á gjörgæslu með delta Þórólfur sagði að útbreiðsla faraldursins hér á landi sé áfram í töluverðum vexti líkt og víða erlendis. Að minnsta kosti 90% þeirra sem greinast nú eru með ómíkron afbrigðið en áfram greinast á milli 100 til 150 einstaklingar með delta-afbrigðið á degi hverjum. Frá 15. desember hefur ómíkron greinst hjá um 40% þeirra sem hafa lagst inn á spítala. Allir sem eru nú á gjörgæslu eru með delta afbrigði veirunnar og nær allir eru óbólusettir. Karlmaðurinn á sjötugsaldri sem lést af völdum Covid-19 í gær var ekki bólusettur. Rúmlega 160 þúsund manns hafa fengið örvunarskammt.Vísir/Vilhelm Alvarlegar afleiðingar af völdum ómíkron afbrigðisins virðast vera um 30 til 50 prósent ólíklegri en af völdum delta, samkvæmt erlendum rannsóknum. Að sögn Þórólfs virðist þetta ríma við þróunina hér á landi. Ómíkron virðist hér vera algengast hjá yngri fullorðnum einstaklingum en delta hjá börnum. Þórólfur hvetur fólk áfram til að mæta í bólusetningu og þiggja örvunarskammt þar sem ljóst sé að bólusetning verndi betur gegn smiti af völdum delta en ómíkron. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 1.074 greindust innanlands í gær 1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent. 5. janúar 2022 10:49 Andlát vegna Covid-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést af völdum Covid-19 á Landspítala í gær. 5. janúar 2022 10:17 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
1.074 greindust innanlands í gær 1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent. 5. janúar 2022 10:49
Andlát vegna Covid-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést af völdum Covid-19 á Landspítala í gær. 5. janúar 2022 10:17