„Það er þetta sem gerist þegar illa gefinn maður les flókinn texta“ Eiður Þór Árnason skrifar 5. janúar 2022 12:59 Mistökin gerast á bestu bæjum og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir mikilvægt að fram komi að fyrirtækið hafi almennt átt í góðu samstarfi við stjórnvöld. Vísir/baldur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), hefur dregið til baka fyrri ummæli sín um að ríkisstjórnin hafi ekki sýnt fyrirtækinu neinn stuðning í deilunni við Persónuvernd. Hann segir að sú túlkun hafi byggt á misskilningi. Haft var eftir Kára í Fréttablaðinu í dag að svarbréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnu bréfi, þar sem Kári óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnarinnar, hafi verið innihaldslaust og í því ekki falist neinn stuðningur. „Ég hafði ekki lesið þetta bréf hennar Katrínar til hlítar og það er þetta sem gerist þegar illa gefinn maður les flókinn texta, að út úr þessu kom misskilningur,“ segir Kári nú í samtali við Vísi. Persónuvernd birti í nóvember ákvarðanir þar sem fram kom að bæði Íslensk erfðagreining og Landspítali hafa brotið persónuverndarlög með mótefnamælingum með blóðsýnatöku úr Covid-19 sjúklingum vorið 2020. Katrín sammála túlkun Kára Kári og ÍE hafa gert alvarlegar athugasemdir við niðurstöðu Persónuverndar og hyggjast láta reyna á niðurstöðuna fyrir dómstólum. „Katrín hefur veitt okkur nákvæmlega allan þann stuðning sem ég bað um í opna bréfinu sem ég sendi ríkisstjórninni, þannig að ég er afskaplega þakklátur fyrir það. Þetta bréf endurspeglar þá góðu samvinnu sem hefur verið milli okkar og stjórnvalda í vinnunni við þennan faraldur,“ segir Kári. Í bréfinu hafi komið fram að Katrín væri sammála þeirri túlkun ÍE og sóttvarnalæknis að fyrirtækið hafi með mótefnamælingunum í byrjun apríl 2020 verið að hlúa að sóttvörnum. „Við vorum ekki að vinna að vísindarannsókn að gamni okkar eins og Persónuvernd ályktaði,“ segir Kári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Ekki beðið forsætisráðherra um að skipta sér af ákvörðun Persónuverndar „Það er sjálfsagt að vera kaþólskur í allri persónuvernd en ég skil ekki hvernig Persónuvernd dettur í hug að halda að hún sé sú stofnun sem ákvarði hvort eitthvað séu sóttvarnir eða ekki, hún finni hjá sér hvöt til að gagna gegn sóttvarnalækni. Það er dálítið skringilegt. Þarna í byrjun aprílmánaðar er pestin alveg ný og við erum að reyna að finna út hvað hún sé að gera og hvernig eigi að bregðast við. Við vorum að vinna að beiðni sóttvarnalæknis og Persónuvernd ályktar að við höfum ekki verið að vinna að sóttvörnum.“ Haft var eftir Kára í frétt Fréttablaðsins í dag að í svari Katrínar bendi hún á að Persónuvernd sé sjálfstæð stofnun sem starfi á grundvelli laga og því séu hendur ráðherra bundnar varðandi afstöðu til einstakra mála. Kári segir það ekki rétt að þetta komi fram í umræddu bréfi. „Við vorum ekki að biðja forsætisráðherra um að reyna að hafa áhrif á ákvarðanir Persónuverndar, því að því leyti eru hendur ríkisstjórnarinnar bundnar. Við vorum að biðja hana um að tjá skoðun sína á málinu og þar segir hún alveg klárlega að hún sé sammála sóttvarnalækni og að við höfum verið að vinna að sóttvörnum og engu öðru.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Persónuvernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segist hafa fengið „innihaldslaust“ bréf frá Katrínu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að svarbréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnu bréfi Kára, þar sem hann óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnar vegna deilna Persónuverndar og ÍE, hafi verið innihaldslaust og í því hafi ekki falist neinn stuðningur. 5. janúar 2022 07:39 Opið bréf til Ríkisstjórnar Íslands frá Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar Dagana sjötta og sjöunda apríl árið 2020 var COVID-19 farsóttin okkur í alla staði ógnvekjandi ráðgáta. Á stundum leit hún að vísu út eins og vopn sem guðirnir væru að nota til þess að refsa dýrategund okkar fyrir sóðaskap hennar. 27. desember 2021 19:31 Undirbúa málsókn en eru enn að raðgreina sýni Íslensk erfðagreining er nú að undirbúa málsókn vegna ákvörðunar Persónuverndar frá því í síðustu viku þar sem fram kom að fyrirtækið hafi brotið persónuverndarlög. Þá er aðkoma fyrirtækisins að raðgreiningu sýna vegna Covid-19 til skoðunar. 6. desember 2021 16:24 Sekta hvorki LSH né ÍE fyrir brot á persónuvernd í tengslum við Covid-rannsókn Vinnsla Landspítalans (LSH) og Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á persónuupplýsingum í tengslum við rannsókn þeirra á Covid-19 samrýmdist ekki persónuverndarlögum. 29. nóvember 2021 14:02 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Haft var eftir Kára í Fréttablaðinu í dag að svarbréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnu bréfi, þar sem Kári óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnarinnar, hafi verið innihaldslaust og í því ekki falist neinn stuðningur. „Ég hafði ekki lesið þetta bréf hennar Katrínar til hlítar og það er þetta sem gerist þegar illa gefinn maður les flókinn texta, að út úr þessu kom misskilningur,“ segir Kári nú í samtali við Vísi. Persónuvernd birti í nóvember ákvarðanir þar sem fram kom að bæði Íslensk erfðagreining og Landspítali hafa brotið persónuverndarlög með mótefnamælingum með blóðsýnatöku úr Covid-19 sjúklingum vorið 2020. Katrín sammála túlkun Kára Kári og ÍE hafa gert alvarlegar athugasemdir við niðurstöðu Persónuverndar og hyggjast láta reyna á niðurstöðuna fyrir dómstólum. „Katrín hefur veitt okkur nákvæmlega allan þann stuðning sem ég bað um í opna bréfinu sem ég sendi ríkisstjórninni, þannig að ég er afskaplega þakklátur fyrir það. Þetta bréf endurspeglar þá góðu samvinnu sem hefur verið milli okkar og stjórnvalda í vinnunni við þennan faraldur,“ segir Kári. Í bréfinu hafi komið fram að Katrín væri sammála þeirri túlkun ÍE og sóttvarnalæknis að fyrirtækið hafi með mótefnamælingunum í byrjun apríl 2020 verið að hlúa að sóttvörnum. „Við vorum ekki að vinna að vísindarannsókn að gamni okkar eins og Persónuvernd ályktaði,“ segir Kári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Ekki beðið forsætisráðherra um að skipta sér af ákvörðun Persónuverndar „Það er sjálfsagt að vera kaþólskur í allri persónuvernd en ég skil ekki hvernig Persónuvernd dettur í hug að halda að hún sé sú stofnun sem ákvarði hvort eitthvað séu sóttvarnir eða ekki, hún finni hjá sér hvöt til að gagna gegn sóttvarnalækni. Það er dálítið skringilegt. Þarna í byrjun aprílmánaðar er pestin alveg ný og við erum að reyna að finna út hvað hún sé að gera og hvernig eigi að bregðast við. Við vorum að vinna að beiðni sóttvarnalæknis og Persónuvernd ályktar að við höfum ekki verið að vinna að sóttvörnum.“ Haft var eftir Kára í frétt Fréttablaðsins í dag að í svari Katrínar bendi hún á að Persónuvernd sé sjálfstæð stofnun sem starfi á grundvelli laga og því séu hendur ráðherra bundnar varðandi afstöðu til einstakra mála. Kári segir það ekki rétt að þetta komi fram í umræddu bréfi. „Við vorum ekki að biðja forsætisráðherra um að reyna að hafa áhrif á ákvarðanir Persónuverndar, því að því leyti eru hendur ríkisstjórnarinnar bundnar. Við vorum að biðja hana um að tjá skoðun sína á málinu og þar segir hún alveg klárlega að hún sé sammála sóttvarnalækni og að við höfum verið að vinna að sóttvörnum og engu öðru.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Persónuvernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segist hafa fengið „innihaldslaust“ bréf frá Katrínu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að svarbréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnu bréfi Kára, þar sem hann óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnar vegna deilna Persónuverndar og ÍE, hafi verið innihaldslaust og í því hafi ekki falist neinn stuðningur. 5. janúar 2022 07:39 Opið bréf til Ríkisstjórnar Íslands frá Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar Dagana sjötta og sjöunda apríl árið 2020 var COVID-19 farsóttin okkur í alla staði ógnvekjandi ráðgáta. Á stundum leit hún að vísu út eins og vopn sem guðirnir væru að nota til þess að refsa dýrategund okkar fyrir sóðaskap hennar. 27. desember 2021 19:31 Undirbúa málsókn en eru enn að raðgreina sýni Íslensk erfðagreining er nú að undirbúa málsókn vegna ákvörðunar Persónuverndar frá því í síðustu viku þar sem fram kom að fyrirtækið hafi brotið persónuverndarlög. Þá er aðkoma fyrirtækisins að raðgreiningu sýna vegna Covid-19 til skoðunar. 6. desember 2021 16:24 Sekta hvorki LSH né ÍE fyrir brot á persónuvernd í tengslum við Covid-rannsókn Vinnsla Landspítalans (LSH) og Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á persónuupplýsingum í tengslum við rannsókn þeirra á Covid-19 samrýmdist ekki persónuverndarlögum. 29. nóvember 2021 14:02 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Segist hafa fengið „innihaldslaust“ bréf frá Katrínu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að svarbréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnu bréfi Kára, þar sem hann óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnar vegna deilna Persónuverndar og ÍE, hafi verið innihaldslaust og í því hafi ekki falist neinn stuðningur. 5. janúar 2022 07:39
Opið bréf til Ríkisstjórnar Íslands frá Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar Dagana sjötta og sjöunda apríl árið 2020 var COVID-19 farsóttin okkur í alla staði ógnvekjandi ráðgáta. Á stundum leit hún að vísu út eins og vopn sem guðirnir væru að nota til þess að refsa dýrategund okkar fyrir sóðaskap hennar. 27. desember 2021 19:31
Undirbúa málsókn en eru enn að raðgreina sýni Íslensk erfðagreining er nú að undirbúa málsókn vegna ákvörðunar Persónuverndar frá því í síðustu viku þar sem fram kom að fyrirtækið hafi brotið persónuverndarlög. Þá er aðkoma fyrirtækisins að raðgreiningu sýna vegna Covid-19 til skoðunar. 6. desember 2021 16:24
Sekta hvorki LSH né ÍE fyrir brot á persónuvernd í tengslum við Covid-rannsókn Vinnsla Landspítalans (LSH) og Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á persónuupplýsingum í tengslum við rannsókn þeirra á Covid-19 samrýmdist ekki persónuverndarlögum. 29. nóvember 2021 14:02